blaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 blaðiö Lánshæfi ís- lands óbreytt Alþjóðlega matsfyrirtaekið Moody’s Investor Service staðfesti í gær láns- hæfiseinkunn íslands, Aaa, í árlegu mati sínu á landinu sem lántakanda. í matinu kemur meðal annars fram að lánshæfi Islands sé gott í ljósi góðrar skuldastöðu hins opinbera, mikillar atvinnuþátttöku, lítils at- vinnuleysis, hagstæðrar aldurssam- setningar þjóðarinnar og afar stönd- ugs lífeyrissjóðskerfis. Samkvæmt matsfyrirtækinu hafayfirstandandi stóriðjuframkvæmdir, sem eru þær umfangsmestu í sögu landsins, og þær kerfisbreytingar sem átt hafa sér stað í fjármálakerfinu leitt til ör- ar útlánaþenslu, mikillar erlendrar skuldasöfnunar og verulegs vöru- skipta- og viðskiptahalla. ■ Ríkislögreglustjóri Launakostn- aður jókst um 100 milljón- ir milli ára Rekstrarkostnaður embættis Rík- islögreglustjóra jókst um 17% milli áranna 2003 og 2004 og munar þar mestu um aukinn launakostnað. Var hann rúmar 465 milljónir fyrir tveimur árum en ríflega 567 millj- ónir í fyrra samkvæmt ársskýrslu embættisins. Kostnaður vegna hús- næðis lækkaði á sama tíma um 29% eða um tæpar 25 milljónir. ■ fbúar höfuðborgarsvæðisins tóku heldur betur við sér þegar sólin skein sínu fegursta eftir það sem mörgum þótti helst til löng vætutíð. Framan af degi leit út fyrir að hitamet sumarsins yrði bætt þar sem að klukkan ellefu í gærmorgun var hitastigið komið í 19,2 gráður á sjálvirkum mæli Veðurstofu fslands. Þó virðist sem hafgolan hafi náð að kæla loftið því klukkan 15.00 var hitinn kominn niður í 17 gráður. Það hafði þó lítil áhrif á þá sem ákveðnir voru í því að njóta sumarsins meðan mögulegt var. Leyft að veiða rjúpu í haust Óvissan gerir verslunar- eigendum erfitt fyrir Umhverfisráðherra tilkynnti í gær að veiðar á rjúpu yrðu heimilaðar að nýju í haust eftir tveggja ára veiði- bann. Samkvæmtyfirlýsingu frá um- hverfisráðuneytinu er þetta meðal annars gert í ljósi góðrar niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofn- unar Islands síðastliðið vor. Ekki liggur fyrir hvernig veiðunum verð- ur nákvæmlega háttað, þ.e. hvort veiðitímabili verði breytt, sölubann sett á eða aðrar hömlur settar á veið- ar, en nákvæm útlistun á þessum þáttum verður gefin út uppúr mán- aðarmótunum ágúst - september. Sölubann Ifklega sett á Að sögn Sigríðar Önnu Þórðardótt- ur, umhverfisráðherra, er aðalat- riðið að veiðarnar verði sjálfbærar og að ekki verði gengið á stofninn sem er sterkur um þessar mundir en hann hefur þrefaldast frá því veiðibanninu var komið á. Sigríður telur ennfremur að veiðibannið hafi skilað margskonar árangri, meðal annars þeim að viðhorf veiðimanna og almennings hafi breyst og þá að- allega i þá átt að magnveiði sé nú litin hornauga. I sama streng tekur Sigmar B. Hauksson, sem telur að helsta verkefni á næstunni sé að koma í veg fyrir það sem hann kýs að kalla græðgisveiðar. „Við erum afar sáttir við störf ráðuneytisins hjá skotveiðifélaginu. Markmið okkar er að gera rjúpna- veiðar að tómstundaiðju í stað at- vinnugreinar.” Þó ekkert hafi verið gefið upp um nánara fyrirkomulag veiðanna þykir Sigmari sýnt að veiði- bann verði sett á með haustinu með þetta að markmiði. Um 12.000 rjúpnaveiðimenn Verslunareigendur sem selja veiðivör- ur og Blaðið ræddi við í gær voru aug- ljóslega sáttir við ákvörðun ráðherra. Þeir giska á að um 12.000 manns stundi rjúpnaveiðar hér á landi og þvi er um mikla hagsmuni að ræða. Þeir lýstu hins vegar yfir nokkurri Gera má ráö fyrir að rjúpur verði á borð- um fjölmargra landsmanna um næstu jól eftir tveggja ára hlé óánægju vegna þeirrar óvissu sem væri í kring um fyrirkomulag veið- anna á hausti komanda. Bentu þeir á að lengd veiðitímans hefði til að mynda mikið að segja um hversu mikið af skotfærum og öðrum veiði- vörum seldist á tímabilinu. Óvissan setti verslunareigendur þannig í nokkurn vanda með vörupantanir fyrir haustið. ■ 27 þúsund ökuskírteini í fyrra I fyrra voru gefin út rúmlega 27 þúsund ökuskírteini og voru gild ökuskírteini þá orðin tæplega 174 þúsund á landinu öllu. Lögreglu- stjórinn í Reykjavík gaf út flest öku- skírteini árið 2004, eða 11.813, þar á eftir komu embætti lögreglustjór- ans i Hafnarfirði (2.749 skírteini) og í Kópavogi (2.631 skírteini). Af heild- arfjölda útgefinna ökuskírteina voru 4.247 svokölluð bráðabirgða- skírteini en þau gilda í tvö ár og eru gefin út þegar umsækjendur fá öku- réttindi í fyrsta sinn. ■ Filippseyskur karlmaður slasað- ist alvarlega við Kárahnjúka Lestarslys í jarðgöngum Alvarlegt vinnuslys varð við Kára- hnjúka í gærmorgun þegar starfs- maður ítalska verktakafyrirtækis- ins Impregilo lenti á milli lestar og rafmagnstöflu í jarðgöngum við svo- kallað Adit 1 á virkjunarsvæðinu. At- vikið átti sér stað um 5 leytið og eru tildrög þess óljós. Þó liggur fyrir að atvikið átti sér stað um fimm kíló- metra inni í göngunum og var lestin á mjög lítilli ferð þegar slysið gerðist eða á innan við 10 kílómetra hraða. Liggur nú á gjörgæsludeild Maðurinn hlaut áverka á brjóst- kassa og kviðarholi við atvikið og var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl til Egilsstaða og þaðan með sjúkra- flugi til Reykjavíkur. I gær fengust þær upplýsingar að maðurinn lægi á gjörgæsludeildLandsspítalaháskóla- sjúkrahúss með alvarlega innvortis áverka. Að sögn Ómars Valdimars- sonar, upplýsingafulltrúa Impregilo, var um að ræða Filippseyskan karl- mann sem vinnur við jarðganga- gerðina. Lögreglu og vinnueftirliti var þegar gert viðvart um atvikið en ástæður þess eru óljósar. ■ Ókeypis í Árbæjar- safn í dag Af tilefni þess að sýningin „Lifað og leikið“ opnar í safnhúsinu Þing- holtsstræti 9 á Árbæjarsafni verður frítt inn á safnið í dag. Snikkarinn Helgi Jónsson reisti húsið árið 1846 og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni en synir hans, Jónas og Helgi, voru áberandi í tónlistarlífi Reykjavíkur og stofnuðu meðal annars Söngfé- lagið Hörpuna og Lúðurþeytarafé- lag Reykjavíkur. Bræðrunum eru gerð góð skil á sýningunni sem og Guðrúnu Daníelsdóttir kennara en hún bjó lengst allra íbúa í húsinu eða í hartnær sextíu ár. I þessu litla húsi voru einnig haldin píuböll og var þá oft glatt á hjalla. Gestir sýningarinnar fræðast um píuböll en einnig höfðingjaböll, handverksmannaböll, skólaböll Lærða skólans og Konungsdansleik- inn 1874. ■ TILBOÐ 1 Alla virka daga HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690 Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Frá 11.00-13.30 TILB0Ð 2 Alla daga vikunnar 30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITAB0RDINU gildirfrá 17.30 - 2100 mEKONG Tflboðin gilda ekkf með heimsendingu Sóltún 3 Bæjarlind 14-16 S 562 9060 S 564 6111 t h a i I e n s h motstofa

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.