blaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 28
28 I DAGSKRÁ
FIMMTUAGUR 21. JÚLÍ 2005 blaöið
■ Stutt spjall: Búi Bendtsen
Búi er útvarpsmaður á XFM 91,1. Hann stjórnar þættinum Capone alla virka daga milli kl. 07.45 -11.00 ásamt Andra Frey
Viðarssyni (Freysa). Búi sér einnig um klassíska klukkutímann sem er á dagskrá alla virka daga milli kl. 11.00-12.00.
Hvernig hefurðu það i dag?
,Ég hef það alveg Ijómandi fínt, sjaldan haft
það þetra."
Hvað hefurðu unnið lengi í útvarpi?
,Ég hef unnið við útvarp í rúmlega ár núna.
Byrjaði að vera með Freysa á sínum tíma á
X-inu og þegar þessi stöð opnaði þá endaði
ég með honum í morgunþættinum."
Kom eitthvað þér
á óvart þegar
þú byrjaðir að
vinna í útvarpi?
,Nei, ekkert
þannig séð.
Þetta er eitthvað
sem mig dreymdi
alltaf um að gera.
Þetta var kannski ekki
alveg eins auðvelt eins
og margir halda. Það
er mikið sem fylgir þessu, mikið sem þarf að
gera utan þess þegar maður er í loftinu."
Er gaman að vinna í útvarpi?
„Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt og
eiginlega þara forréttindi að fá að vinna
við tónlist á annað borð og einhverju sem
tengist músík."
Hvernig tónlist hlustarðu á?
Ég er opinn fyrir flestu. Hlusta nú aðallega á
rokk og ról og svo hlusta ég mikið
á hipp-hopp líka. Ég hlusta
á flest alla tónlist sem er
vel gerð."
Hvað gerið þið í morgun-
þættinum?
Það er alls konar sprell.
Það eru fastir dag-
skrárliðir, rómantíska
hornið, danska
hornið, teknóhornið og hipp-hopp hornið.
Svo fáum við fræga einstaklinga í spjall og
reynum að búa til stjörnur sjálfir. Núna erum
við með nýjan rappdúett sem heitir Blackstar
og við ætlum að gera hann frægan. Rappar-
arnir heita Copkilla og Rook og eru frá Gana.
Þetta er magnað stöff."
Hvað á að gera skemmtilegt í sumar?
,Ég er náttúrlega búin að vera að gera mjög
skemmtilegt í sumar. Ég fór á Hróarskeldu
og kom síðan heim og við flugum til Berlínar
og sendum þáttinn út þar í beinni útsend-
ingu. Við erum að fara að heimsækja allar
stórborgirnar í boði lcelandair og munum
senda út þáttinn í beinni útsendingu. Svo
ætla ég að fara eitthvert út í ágúst með
konunni og barninu. Brain Police er einnig á
leið í hljóðver til að taka upp nýtt efni og við
förum síðan til Ameríku og Evrópu að spila á
tónleikum. Þetta verður stórt sumar."
■ Molar
Elton John
hættur að
móðga fólk
Elton John hefur jafnan verið dug-
legur við að móðga aðrar stjörnur
og eru Madonna, George Micheal,
Victoria Beckham og Robbie Willi-
ams aðeins nokkrar af þeim fjöl-
mörgu stjörnum sem Elton hefur
sent háðsglósur. En nú hyggst Elton
hætta öllum móðgunum og verða
nýr maður. I nýlegu viðtali, þar sem
Elton var spurður hvort hann hefði
rætt við Madonna eftir að hann
móðgaði hana síðast viðurkenndi
hann að það hefði hann ekki gert.
„Ég hef ekki talað við hana. Hún hef-
ur verið á Kaballah fundum síðan.
Ég held að mér verði aldrei fyrirgef-
ið fyrir það skot. Það var erfitt fyrir
mig í fyrra og þessu er lokið núna.
Það var þetta með Madonnu, svo
var það George Micheal og líka Beck-
ham. Héðan frá mun ég hafa munn-
inn lokaðan.“
Eitthvað fyrir.
.sonqvara
---------------------------- Bíórásin - The Ring - kl. 20.00
Hágæðaspennumynd sem þú gleymir
ekki í bráð. Allir sem skoða dularfullt
myndband virðast eiga sömu örlög
yfir höfði sér, Það að deyja drottni
sínum innan fárra daga frá því að
hafa horft á myndbandið. En öll fórn-
arlömbin eiga það sammerkt að hafa
fengið símtal með tilkynningu um
yfirvofandi dauða. Fréttakonan Rac-
hel Keller rannsakar málið en þorir
hún að horfa á myndbandið og storka
örlögunum? Aðalhlutverk: Naomi
Watts, Martin Henderson, David Dorf-
man. Leikstjóri: Gore Verbinski. 2002. Stranglega bönnuð börnum.
.löqqur
Stöð 2 - After the Storm - kl. 22.15
Hörkuspennandi sjónvarpsmynd gerð
eftir sögu Ernests Hemingway. Lúxus-
fleyta sekkur í óveðri og með henni
gull og skartgripir. Hinn dýrmæti
farmur freistar margra en það eru tvö
pör sem standa best að vígi. Þeirra bíð-
ur hættulegur leiðangur sem tekur á
sig nýjar myndir þegar græðgi og svik
taka yfirhöndina. Aðalhlutverk: Benj-
amin Bratt, Armand Assante, Mili
Avital. Leikstjóri: Guy Ferland. 2001.
Bönnuð börnum.
.enqla
q a $ &
AÐÞRENGUAR
ETGINXONUR
Rúv - Aðþrengdar eigin-
konur - kl. 23.10
(Desperate Housewives:
Sorting the Dirty Laun-
dry)
í kvöld verða rifjuð upp
sögulegustu atvik úr þáttun-
um Aðþrengdar eiginkonur
hingað til.
6:00-13:00 13:00-18:30 18:30-21:00
16.35 Formúlukvöld (e) 16.50 Bikarkvöld (e) 17.05 Lelftarljós (Guiding Light) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar Endursýndur þáttur frá vetrinum 2002-2003. Umsjónarmenn voru Jóhann G. Jóhannsson og Þóra Sigurðardóttir og um dagskrárgerð sá Eggert Gunnarsson. 18.30 Spæjarar (21:26) (Totally Spies 1) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósift 20.00 Hálandahöfftinginn (8:10) (MonarchoftheGlen) Breskur myndaflokkur um ungan gósserfingja í skosku Hálöndunum og samskipti hans vift sveitunga sína. 20.50 Hope ogFaith (25:25) (Hope & Faith)
06.58 Island íbítið Fjölbreyttur mW fréttatengdur dægurmálaþáttur þar W jM1 semfjallaðerum þaðsemerefstá baugi hverju sinni í landinu. 09.00 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 09.20 í fínu formi (styrktaræfingar) 09.35 Oprah Winfrey (Wildest Dreams With Oprah) 10.20 fsland f bítið 12.20 Neighbours (Nágrannar) 12.45 í fínu formi (þolfimi) 13.00 Perfect Strangers (96:150) (Úrbæfborg) 13.25 Wife Swap (3:7) (Vistaskipti) 14.15 Auglýsingahlé Simma og Jóa (1:9) (e) 14.45 The Sketch Show (Sketsaþátturinn) Breskur gamanþáttur af bestu gerð. Húmorinn er dálitið 1 anda Monty Python og Not the Nine O'Clock News en ýmsir valinkunnir grínarar stiga á stokk. 15.10 Fear Factor (14:31) (Mörk óttans S) 16.00 Barnatími Stöftvar 2 17.53 Neighbours (Nágrannar) 18.18 Islandidag 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Island í dag 19.35 Simpsons (Simpson-fjölskyldan 7) Velkomin til Springfield. Sirnpson-fjölskyldan er hinirfullkomnu nágrannar. Ótrúlegt en satt. 20.00 The Apprentice 3, (8:18) (LærlingurTrumps) 20.45 Mile High (14:26) (Háloftaklúbburinn 2) Bannaður börnum.
® 17.55 Cheers 18.20 Providence (e) Syd telur sig hafa fundið hinn eina rétta og svo virftist sem Jim hafi náft sér að fullu. Robbie og Joanie myndast við að koma undir sig fótunum með misjöfnum árangri. Hér er á ferðinni lokaþáttaröðin af þessum frábæru þáttum um Hanson-fjölskylduna 1 blfðu og strföu. 19.15 Þakyfir höfuðið (e) 19.30MTV Cribs(e) (MTV Cribs þáttunum bjóða stjörnurnar fólki að skoða heimili sín hátt og lágt og upplýsa áhorfendur um hvað þær dunda sér heimavið. 20.00 Less than Perfect 20.30 Stil! Standing 20.50 Þak yfir höfufiift
sLkus 18.30 Fréttir Stöftvar 2 19.00 Road to Stardom With Missy Ell (4:10) 19.50 Mótorcross (2:50) Stuttur, hraður og ferskur þáttur um jaðarsport i umsjón Bjama Bærings. 20.00 Seinfeld 3 20.30 Friends (19:24) (Vinir) Ein vlnsælasta sjónvarpsseria sem gerð hefur verið og ekki að ástæðulausu.
s&n 17.00 UEFA Champions League (FH - Neftchi) 18.40 Heimsbikarinn í torfæru 19.10 Inside the US PGA Tour 2005 (Bandaríska mótaröðin í golfi) 19.40 Golf Greatest Round (Davis Love III) 20.30 Fifth Gear ((fimmta gir)
t | 06.00 Reversal of Fortune - ^■iáeæ (Sekur efta saklaus) 08.00 Baywatch: Hawailan Wedding (Strandverftir: Brúðkaup á Hawaii) 10.00 GetaClue (Kennarahvarfift) Aðalhlutverk: lindsay Lohan, Bug Hall, lan Gomez. Leikstjóri: Maggie Greenwald. 12.00 Dinner With Friends (Matarboðið) 14.00 Reversal of Fortune (Sekur eða saklaus) 16.00 Baywatch: Hawaiian Wedding (Strandverðir: Brúðkaup á Hawaii) Mitch Buchannon lét ekki llfið i bátasprengingu eins og flestir héldu. Hann hefur dvalist 1 Los Angeles og glimt vift minnisleysi. Nú eru samt bjartari timar fram undan því kappinn er kominn til Hawai en þar ætlar hann aft kvænast sinni heittelskuðu. 18.00 Get a Ciue(Kennarahvarfift) 20.00 The Ring (Hringurinn) Hágæðaspennumynd sem þú gleymir ekki 1 bráð. Aðalhlutverk: Naomi Watts, Martin Henderson, David Dorfman. Leikstjóri: Gore Verblnski. 2002. Stranglega bönnuð börnum.
MlLLION DOLLAR BABY |
MlLLION DOLLAR BABY ER FRÁBÆR
MYND MEÐ LEIM HlLARY SWANK
OG CLINT eastwood.
Ekki missa af EESSARl!
SAM ^MYNDIR