blaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 24
24 I MENWING FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 blaðið Á islendingaslóðum i Kaupmannahöfn ,OGUr ,Þessi bók varð upphaflega til sem minnispunktar fyrir sjálfan mig. Ég var búinn að ganga um Kaupmanna- höfn í mörg ár með Islendingum og segja þeim sögur og fann fljótt að þeir vita mjög lítið um sögu Kaup- mannahafnar. Fólk þekkir Strikið og Nýhöfnina en veit lítið þar fyrir utan. Ég fann að það var þörf fyrir svona bók“, segir Guðlaugur Arason höfundur bókarinnar Gamla góða Kaupmannahöfn. Guðlaugur hefur búið í Kaupmannahöfn i fimmtán ár og notaði þau ár meðal annars til að safna efni í bókina. Síðustu fimm árin hefur hann verið að vinna úr efninu og nú er bókin komin á markað. „Ég skrifa um allar götur í gömlu Kaupmanna- höfn frá a - ö, segi frá helstu húsum sem þar koma við sögu og hverjir hafa búið þar með áherslu á íslendinga. Svo segi ég alls konar sögur sem tengjast íslandi, fslending- um og danskri sögu”, segir Guðlaugur. Áfengi í stað vatns íslenskir stúdentar í Kaup- mannahöfn fyrri tíma koma við sögu í bókinni en það orð hefur leg- ið á að drykkjuskapur hafi þjáð þá marga. Guðlaugur segir þá umræðu byggjast á nokkrum misskilningi. ,Á þessum tíma var vatnið i Kaup- mannahöfn ekki drykkjarhæft og þess vegna fannst fólki heilsusam- legra að drekka bjór eða brennivín. Drykkjuskapur varð því almennur í sO^ Kaupmannahöfn, bæði hjá körlum og konum. íslendingarnir voru van- ir því að geta lagst niður við næsta lækjarbakka og svalað þorsta sín- um. I Kaupmannahöfn gátu þeir ekki einu sinni drukkið vatnið og drukku þá sterka drykki. Þetta þótti einhverjum stúdentum ekki ónýtt, festust í drykkjunni og náðu sér ekki upp úr henni.” Horfin kennileiti Guðlaugur var á sínum tíma þekkt- u r skáldsagnahöfundur og var hann meðal annars höfundur verðlaunabókarinn- ar Eldhúsmellur. Undanfarin ár hefur hann hald- ið sig til hlés á skáldsagnasvið- inu þótt hann sé reyndar að vinna að skáld- sögu. Hvað gerðist? „Það gerð- ist akkúrat ekki neitt“, sagðihann. „Það er svo margt skemmti- legt sem hægt er að gera í þessu lífi annað en að skrifa skáld- sögur þótt það sé skemmtilegt. Ég ákvað að breyta til. Ég fór til Dan- merkur og rak þar íslenskt menn- ingarhús í þrjú ár á vestur Sjálandi. Þetta var veitingastaður, gistihús, matsölustaður og bóksafn. Þarna hélt ég fyrirlestra um ísland og kenndi íslensku. Reksturinn gekk ekki á veturna og ég lokaði búllunni áður en allt fór til andskotans og Guðlaugur Arason.„Fólk þekkir Strikið og Nýhöfnina en veit lítið þar fyrir utan. Ég fann að það var þörf fyrir svona bók." BlaðiS/SteiimHugi flutti aftur til Kaupmannahafnar.” Guðlaugur kemur einstaka sinn- um til ísTands en staldrar yfirleitt fremur stutt við. „Síðastliðinn vetur var ég hér reyndar í fjóra mánuði. Það er í fyrsta skiptið í tiu ár sem ég hef dvalið hér svo lengi. Ég féll i hálfgert þunglyndi en það hrjáir íslendinga hvort eð er í skammdeg- inu þannig að það skipti ekki máli. Mér gekk illa að rata í umferðinni og kennileitin frá því í gamla daga voru horfin. Það er lítið eftir af því Islandi sem ég þekkti. Tvennt hefur þó ekki breyst. Saltkjötsfarsið í Nóatúni iðar jafn yndislega og áður og svo sé ég enn sömu setninguna í sjónvarpinu í lok þátta: Förðun: Ragna Fossberg.’ kolbrun@vbl.is blaðiðu. I ^ þmraf íéS'* G>€) , m & ICELANI) 1» * lllYJlM Taktu þátt og sumarið veröur ógleymanlegt Næstu vikurnar ætlar blaðið aðgera sumarfríið þitt ógleymanlegt Sendu okkur einhverja fyrlrsögn úr Blaðinu og þú kemst í pott sem dregið verður úr einu sinni íviku og þú gætir komist til Spánar í boöi ^ ©öa unnið einhvern af glæsilegum vinningum sumarleiks Blaðsins... Klipptu út seöilinn hér að neðan og sendu okkur hann (Blaöið, Baejarlind 14-16, 201 Kópavogur) eða sendu okkur tölvupóst (meö nafni kenn'itölu og símanúmeri) á netfangið sumar@vbl.ls Dregið út á mánudögum Ath. Takamóþátteinsonogogþúvin,þvffleir1innsencar9eðlar,þeimrnunrnelrlvinningslkur. ^ Þátttökuseöill 1 I Fyrifsögn: _________________________________________________________________________________________________ I 1 Fullt nafn: _______________________________________________________________________________________________ 1 I I I Kennitala: __________________________________________________________________________________________________ , 1 Sími: l I I l Sendefó-aaöiö.B0^arfnd14_-16_2O1Köpavogur_ _ _ __ ___ __ __ __ ____________________ y & 'l ia jisrniöio0'3 011 á9' öGU, SKBrtQf'P ifÉ.BOro.'S Oiaöborðaó ^ OeKurdag ögöogo ó Hóte' Valrtö'' ltso"u Hvað varðar kletta Föstudaginn 22. júlí kl. 18.00 setur Pétur Pétursson upp málverkasýn- inguna Hvað varðar kletta... í Lista- safni Borgarfjarðar í Safnahúsinu Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi. Þar sýnir hann 13 myndir sem unnar voru á árunum 2003 til 2005. Mynd- irnar eru allar unnar með akrýl- litum á striga. Margar myndanna voru til sýnis í Norska húsinu á Stykkishólmi nú í vor en þá aðeins yfir helgi. Pétur er ættaður af Snæ- fellsnesinu og eru flestar myndirn- ar á sýningunni frá því landssvæði þótt inn á milli geti að líta myndir frá öðrum stöðum á landinu svo og óstaðsettar myndir. í flestum mynd- anna er mögnuð fjallasýn íslensks landslags viðfangsefnið. Pétur hefur áður haldið- fjórar einkasýningar. Þá fyrstu hélst hann á Kaffé Kúlture, aðra á Café Milanó og þá þriðju hjá Valhúsgögnum, all- ar árið 2003 og nú síðast í stuttan tíma í Norska húsinu í apríl 2005. Sýningin í Listasafni Borgarfjarð- ar er opin kl. 13 til 18 mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga og kl. 13 til 20 þriðjudaga og fimmtudaga. Hún opnar eins og fyrr segir föstudaginn 22. júlí og lýkur 19. ágúst. ■ Metsölulisti erlendra bóka I. Harry Potter&the Half-Blood Prince J. K. Rowling 2. Mao: The Unknown Story Jung Chang & Jon Halliday 3. Ultimate Hitchhiker's Guide Douglas Adams 4. Sunday Philosophy Club Alexander McCall Smith 5. One you Really Want Jill Mansell Hany Potter 'kom og fór Önnur sending af bókinni um Harry Potter and the Half-Blood Prince seldist upp á örskömmum tíma í flestum bókabúðum landsins. Sem dæmi má nefna að í Eymunds- son í Austurstræti seldust öll eintök upp á einum og hálfum tíma. Aðdá- endur Harry Potter, sem enn hafa ekki fengið eintak, þurfa þó ekki að örvænta því ný sending mun vera væntanleg í búðir í dag.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.