blaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 blaðiö Karlmenn vinna rúmum 12 klukkutímum lengur á viku Djúpavatn: Veiddi 13 punda urriða ,Ég var að veiða í Djúpavatni á Reykjanesi með fjölskyldunni fyrir fáeinum dögum og lenti heldur betur í ævintýri“ sagði Guð- mundur Jónasson, í samtali við Blaðið en hann setti í boltafisk í vatninu fyrir nokkrum dögum. „Ég henti út “letingja” á mölinni fyrir framan skálann og beitti makríl og sökku, en stöngin var sett í hólk sem stungið er í fjöru- borðið. Eftir 15 mínútur beit þetta svaka flykki á öngulinn. Ég sat í rólegheitum inn í skálanum og var að hnýta taum þegar mér varð litið á stöngina sem maraði í kafi. Ég stökk i strigaskóna og hljóp út og þá sá ég að tröllafiskur var á önglin- um. Þegar skepnan kom að landi fór frændi minn Jónas Tryggvi Stefáns- son, 12 ára, út með háfinn og reyndi að ná fiskinum sem hafðist fyrir rest, en hann þurfti að vaða upp fyr- ir stígvélin sín til að klófesta tröllið. Þegar fiskurinn náðist loks í háfinn kom gat á hann en sem betur fer náð- Guömundur Jónasson með boltafiskinn úr Djúpavatni á Reykjanesi, sem er sá stærsti sem veiðst hefur í vatninu, nokkr- um mfnútum eftir löndun hans. ist að innbyrða fiskinn.Viðureignin við fiskinn tók um 15 mínútur. Urrið- inn vóg 13 pund og var 80 sm lang- ur. Þetta var eins og að draga inn stórlúðu. Þegar fiskurinn kom nær landi varð hann vitlaust og reyndi að strauja út með færið en sem bet- ur fer héldu veiðilinan og hnútarnir “ sagði Guðmundur ennfremur. Þetta er stærsti urriði sem veiðst hefur í Djúpavatni, fyrr og síðar enda engin smásmíði. ■ Atvinnuþátttaka hér á landi eykst og vinnutími lengist samkvæmt tölum sem Hagstofa Islands hefur sent frá sér. Þar kemur fram að alls hafi tæplega 164 þúsund ein- staklingar verið á vinnumarkaði hér á landi á öðrum ársfjórðungi ársins. Það er fjölgun um tæplega 6 þúsund manns frá sama tíma- bili í fyrra. Þetta jafngildir 83,5% atvinnuþátttöku hér á landi. Karl- menn eru duglegri á vinnumark- aði en konur - atvinnuþátttaka karla nemur 88% en kvenna tæp- lega 79%. Vinnuvikan hefur lengst um klukkustund Á öðrum ársfjórðungi þessa árs vann meðal starsfmaður 43,1 klukkustund á hverri viku en á sama tímabili í fyrra var unnið að meðaltali í 42,2 klukkustund- ir. Vinnuvika meðal íslendings hefur þvi lengst um tæpa klukku- stund mili ára. Karlmenn vinna að meðaltali um tólf klukkustund- um lengur í hverri viku en konur. Meðal vinnuvika karlmanna eru 48,6 klukkustundir en 36,4 kluklcu- stundir hjá konum. Atvinnuleysi minnkar Um 5.000 manns voru að meðaltali án vinnu á öðrum ársfjórðungi árs- ins sem er um 3% alls vinnuafls. At- vinnuleysi er heldur minna hjá körl- um en konum, 2,8% hjá körlum en 3,2% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 8,5%. Rúmlega helmingur at- vinnulausra var í þessum aldurshópi eða 2.600 manns og af þeim voru rúmlega 80% einnig i námi. Nokk- uð hefur dregið úr atvinnuleysi þvi á sama tímabili í fyrra mældist at- vinnuleysi 4%. B Tískustóllinn í sumsr 14.900kr. Faltegir og þægilegir stólar sem fást í mörgum litum. rumas r Munið tilboðin á heimasíöu okkar www.rum.is Reykjavík: Snorrabraut 56. Sími 551 5200 Akureyri: Glerárgötu 34. Sími 461 5300 Ókeypis í strætó Fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópa- vogi hafa lagt fram tillögu til bæjar- ráðs sem gerir ráð fyrir því að barist sé gegn fækkun farþega í strætó á höfuðborgarsvæðinu, eins og þróunin hefur verið undanfarin ár. Tillagan gengur út á að ná til ungs fólks í Kópavogi og kanna afstöðu þess til strætó og hins nýja leiðakerf- is sem kemur í gagnið á laugardag- inn. Gegn slíkum upplýsingum gæti það sótt um fríkort í strætó fyrir ákveðið tímabil, t.d. í einn mánuð. Auki notkun á almenn- ingssamgöngum Tillagan var lögð fram í bæjarstjórn sem samþykkti að vísa henni til bæjarráðs. Tillagan gengur reynd- ar einungis út á að efna til hvatn- ingarátaks meðal tólf til átján ára ungmenna til að nota strætó. Grein- argerð sem fylgir því fjallar um nán- ari útlistanir á hugmyndinni, s.s. fríkort og viðhorfskönnun. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur bæjarfulltrúa er í greinargerðinni reifuð ákveðin hugmynd en ekki er víst að endan- leg útfærsla verði nákvæmlega eins og lagt er til. Þá segist hún ekki vita hvernig málin þróist en eitthvað muni átakið kosta bæjarfélagið. Það sé þó þess virði ef efling almenn- ingssamgangna og aukin notkun á strætó fylgdi i kjölfarið. Mýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi Slmi 554 4433 Erum að taka upp nýjar vörur Útsalan í fullum gangi! Opnunartími mán - föst. 10-18 laugardaga 10-16

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.