blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 11
Maöið FIMMTUDAGUR 28. JÚLl 2005 ERLENDAR FRÉTTIR \ 11 Hinn 6 ára gamli órangútanapi Allan tek- ur sér stutt hlé frá dýrasýningu og gæðir sér á vatnsmelónu í Everland-dýragarðin- um í Yongin í Suður-Kóreu. Algengt er að dýrin í garðinum fái sérstaka glaðninga á sumrin til að létta þeim lundina í hitanum. Reyndiað myrða dóttur sína Kynferðisglæpamaður sem stakk 12 ára gamla dóttur sína nærri til dauða var handtekinn í Idaho-fylki í gær eftir að lögregla hafði leitað hans í vikutíma. Hinn 37 ára gamli John R. Tuggle var látinn laus úr fangelsi á síðasta ári eftir 9 ára vist fyrir að nauðga 14 ára gamalli syst- ur eiginkonu sinnar. Tuggle og kona hans skildu meðan á fangelsisvist hans stóð en þau áttu saman dóttur og son. Tuggle, sem hafði ekki séð dóttur sína síðan áður en hann fór í fang- elsi, mætti á heimili fyrrverandi eig- inkonu sinnar í síðustu viku og sam- kvæmt yfirvöldum sagðist hann vilja fara með stúlkuna að versla. Dóttirin fannst um kvöldið við fjall- veg þar sem Tuggle hafði skilið hana eftir, eftir að hafa stungið hana margsinnis og ætlað sér að myrða hana. Hafði hún legið í vegakantin- um í rúma fjóra klukkutíma þegar fólk í útilegu heyrði hróp hennar. Lá hún enn þungt haldin á sjúkrahúsi í gær. Ekkert eftirlit hafði verið haft með Tuggle frá því að hann losnaði úr fangelsi að því undanskildu að hann þurfti að tilkynna sjálfan sig sem kynferðisglæpamann sem yfir- völd segja að hann hafi gert. ■ Sjúklinga- morðingi ekki vanheil á geði Fyrrum hjúkrunarkona í Texas- fylki, Vickie Dawn Jackson, er hæf til að mæta fyrir rétti samkvæmt úr- skurði geðlæknis sem hafði hana til meðferðar. Jackson er ákærð fyrir morð á 10 sjúklingum sem hún ann- aðist árin 2000-2001. Allir voru þeir aldraðir og er hjúkrunarkonan sögð hafa myrt þá með því að sprauta þá með eitri. Dómari skipaði að fengið yrði geðlæknamat á Jackson eftir að hún kvaðst heyra raddir í mai síðastliðn- um. Vildi verjandi hennar að hún yrði úrskurðuð andlega vanheil og þ.a.l. vistuð á geðveikrahæli. Tveir geðlæknar voru fengnir til verksins og unnu þeir saman að málinu. Ann- ar þeirra hefur skilað skýrslu þar sem Jackson er sögð fullfær um að mæta fyrir rétti og búist er við sömu niðurstöðu hins læknisins. Réttað var yfir Jackson fyrr á þessu ári en þau réttarhöld voru dæmd ómerk vegna galla í máli sak- sóknara. Jackson hefur alla tíð hald- ið fram sakleysi sínu en hún gæti átt von á lífstíðarfangelsi verði hún fundin sek um morð af ásetningi. Saksóknarar hafa ekki farið fram á dauðarefsingu. ■ www.postur.is Réttarhöldum í stærsta barnaníðingamáli Frakklands að ljúka 65 manns ákærðirfyrir kynferðislegt ofbeldi gegnfjölda barna Málaferlum í Frakklandi sem snúa að kynferðislegri misnotkun á börn- um er senn að ljúka en um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp þar í landi. 65 manns, þar af 26 konur, eru ákærð fyrir að misnota kynferðislega börn sín og annarra í fátækrahéraði í bæn- um Angers. Málið kom til kasta yf- irvalda í árslok 2000 þegar tánings- stúlka sakaði tvo fjölskyldumeðlimi um að hafa nauðgað sér. Saksóknar- ar segja 45 börn á aldrinum sex mán- aða til 14 ára hafi verið nauðgað eða boðin til kynlífs í skiptum fyrir oft mjög lágar fjárupphæðir eða tóbak. Forsprakkarnir dæmdir í gær I gær var kveðinn upp dómur yfir forsprökkum barnaklámhringsins, hinni 32 ára gömlu Patriciu og fyrr- um eiginmanni hennar Franck. Hlaut Patricia 16 ára fangelsisdóm og var hún fundin sek um að vera ein stjórnenda „hringsins", fyrir að taka þátt í nauðgunum og sölu vændis á börnum. Franck hlaut 18 ára fangelsisdóm fyrir sömu glæpi. Þá var annar maður, Eric að nafni, einnig dæmdur í gær en fórnarlömb hans, sem vitnuðu í réttarsalnum, töluðu iðulega um hann sem „tröll- ið“ eða „fitubolluna." Fleiri dómsúrskurða er að vænta síðdegis í dag en saksóknarar hafa ítrekað þrýst á að forsprakkar barna- níðingahringsins verði fangelsaðir ævilangt. Sakborningarnir eru á aldrinum 27 til 73 ára. Eftirnöfn þeirra hafa ekki verið opinberuð til að vernda nafnleynd barnanna. Sakborningarnir sjáHir fórnarlömb Fréttaskýrendur sögðu að þeir ákærðu, sem margir hverjir eru at- vinnulausir bótaþegar, hafi sagt lítið fyrir rétti og verið ráðvilltir yfir at- burðarásinni í réttarsalnum. Um 20 þeirra hafa gengist við ákærunum. Verjendur hafa krafist sýknunar yf- ir mörgum sakborninganna á þeim forsendum að skortur sé á sönnun- argögnum. Þá hafa þeir ennffemur bent á að margir þeirra hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sjálf- ir í æsku. ■ Við erum þarsem þú ert

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.