blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 16
16 I HEILSA FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 blaöiö „Hœttum Pollýönnuleiknum' -viðurkennum skaðsemi áfengis „Hvað með allt heimilisofbeldið, kynferðisofbeldið, morðin og dauðsföllin í umferðinni af völdum áfengis" Áður fyrr þóttu reykingar fínar og flottar en með vaxandi vitneskju um skaðsemi þeirra og meðvituðum áróðri gegn þeim hafa þær minnkað síðustu ár. Nú er komið í lög á flest- um stöðum á heimsvísu að merkja skuli sígarettupakka þannig að skað- semi þeirra sé öllum ljós, auk þess sem bann við reykingum á skemmti- stöðum er víða gengið í garð. Skaðsemi áfengis er flestum ljós en þrátt fyrir það hafa stjórnvöld ekki séð sérstaka ástæðu til þess að setja viðvaranir á áfengisumbúð- ir. Margir kynnu að mæla gegn því með þeim rökum að flestir kunni með áfengi að fara án þess að það skapi vandamál. Þá væri allt eins hægt að nota þessi rök gegn merk- ingum á sígarettupökkum - ekki fá allir sem reykja krabbamein. Gunnar Kristinn Þórðarson áfeng- isráðgjafi og guðfræðinemi vakti at- hygli á þessu nýlega í pistli sínum á vefmiðlinum deiglan.com. Áróður gegn reykingum ^ a ,Reykingar þóttu ( eina / / tíð mikið menningarfyrir- bæri og var það markaðs- sett sem slíkt. Sú mark- aðssetning kostaði ótal mannslífa fyrir utan ótal- inn kostnað fyrir samfé- lagið, allt þar til fólk áttaði sig á afleiðingum tóbaks- fíknarinnar og horfðist i augu við þær. Það gerði sér grein fyrir að bregðast þurfti við á einhvern hátt til að stemma stigum við reykingum og ótímabær- um dauðsföllum. Þessi viðbrögð einkenndust af áróðri og fræðslu um skaðsemi reykinga," segir Gunnar sem starfar sem áfengisráð- gjafi á meðferðarheimilinu Vík á Kjalarnesi. Gunnar Kristinn Þórðarson, áfengisráðgjafi Vantarsvör Út frá þessari staðreynd veltir Gunn- ar fyrir sér spurningunni um það hvers vegna samfélagið er ekki enn búið að viðurkenna skaðsemi áfengis þó að neysla þess fari enn aftar í aldir en neysla tóbaks. „Að minnsta kosti fer lítið fyrir kennslu í grunnskólum um skað- semi áfengis. Hvað þá í sjónvarpsauglýsingum eða í hvers kyns fræðslu- efni fyrir fullorðna. Hvað með allt það fólk sem lætur lífið af völd- um áfengis? Hvað með allt heimilisofbeldið, kynferðisofbeldið, morðin og dauðsföllin í umferðinni af völd- um áfengis? Hvað með fjölskyldur þeirra sem alast upp við áfengissýki? Hvað með ómælanlegar þjáningar áfengissjúk- linganna sjálfra? Hvað um almenna skaðsemi áfengisneyslu, hvort sem er um áfengissýki að ræða eða ekki?“, spyr Gunnar og undrast það mjög að þessum spurningum sé enn ósvarað þó að áfengisvandi hafi ver- ið til staðar svo öldum skipti. Skaðsemi áfengis Umræða hefur verið í gangi um að prenta á alla sígarettupakka myndir af afskræmdum líffærum og líkams- hlutum til að fólk sem kaupir sér tób- ak geri sér grein fyrir hvað það er að gera heilsu sinni og lífi. „Af hverju er ekki sama upp á ten- ingnum með áfengið? Því ekki að lima á allar seldar áfengisflöskur miða þar sem greint er frá skaðsemi áfengis? Þá færi vel að prenta á flösk- urnar myndir af heimilisofbeldi og alvarlegum umferðarslysum. Eða jafnvel mynd sem lýsti tilfinninga- legu, líkamlegu og félagslegu gjald- þroti áfengissjúklingsins,“ segir Gunnar. Drekkum af brunnum andlegrariðkunar Auglýsingar sem teljast áróður gegn ölvunarakstri og afleiðingum hans hafa færst í aukana að undanförnu og gerir Gunnar sér fulla grein fyrir því. „ Af hverju fræðum við ekki fólk al- mennt um skaðsemi áfengisdrykkju og á þá augljósu staðreynd að líf okkar, hamingja og heilsa muni eflast og batna við það eitt að láta þetta efni vera. Frekar ættum við að drekka af brunnum menningar og trúarbragða, heilsuræktar og and- legra iðkana,“ segir Gunnar. Lygi er ekki sannleikur Gunnar segir það auðvelt verða hræsnari í þessari umfjöllun en mik- ilvægt sé að gera sér grein fyrir því að umræða um almenna skaðsemi áfengis verði að lita dagsins ljós. „Ljós er ekki myrkur og lygi er ekki sannleikur. Staðreyndirnar tala sínu máli og hvort sem við er- um bindindismenn eða drekkum eins og flestir Islendingar getum við þó viðurkennt þessar staðreyndir og brugðist við þeim á viðeigandi hátt. Hættum að vera í tilgangslausum Pollýönnuleik.” ■ Égdregþóí efa að virkur áfengissjúk- lingur í stjórn- leysisínu taki mikið tillit til slíks áróðurs þegarhann hefurþegar stigið inn í hömluleysi áfengisvím- unnar. Fleiri ungir í meðferð í fyrra voru 1726 einstaklingar skráðir í meðferð á Vogi. Alls voru innritanir 2352 þannig að einhverjir einstaklingar hafa komið oftar en einu sinni til meðferðar. Meðalaldur var um 36 ár. Einstaklingar undir 25 ára aldri voru 767 talsins en yfir 55 ára aldri voru 200. Það vekur athygli að 15% af öll- um sem skráðir voru í meðferð voru undir 19 ára aldri og hefur einstaklingum í þeim aldurs- flokki verið að fjölga síðustu ár. Af þeim sem fóru í meðferð í fyrra höfðu 13 % karla farið oft- ar en tíu sinnum í meðferð og 10% kvenna. Taka skal þó fram að hér er ekki einungis átt við áfengismeðferð heldur meðferð við hvers kyns vímuefnavanda. Áhrif áfengis á lifrina Sú vitneskja að áfengi hefur slæm áhrif á lifrina er ekki ný af nálinni. Það eru meira en 200 ár síðan mönn- um varð það Ijóst að áfengi skemmir lifrina en hún er eitt af okkar mik- ilvægustu líffærum og gegnir mörg hundruð hlutverkum. Hægt er að lifa þó að aðeins lítill hluti lifrarinnar sé starfandi. Hún hefur líka hæfi- leikatilaðbæta úr skemmdum sem verða á líffærinu. Þess- ir eiginleikar lifrarinnar gera það að verkum að skemmdir koma ekki fram fyrr en hún er orð- in stórskemmd - þá er ekki aftur snúið. Sett hefur verið hófdrykkjumark til viðmiðunar. Ef drukknir eru fimm til sex tvöfaldir drykkir á dag að meðaltali í tuttugu ár er hættan á skorpulifur margföld. Skorpulifur er lokastig á alvarleg- um lifrarsjúkdómi sem getur auðveld- lega dregið menn til dauða ef ekki er brugðist við í tæka tíð. Hún myndast hægt og þess vegna verður fólk ekki vart við sjúkdóminn fyrr en á lokastigi. Það sem ger- ist er að lifrin, sem er tveggja kílóa fituríkt, rauðleitt líffæri, breyt- ist í fitusnauðan brúnan klump sem aðeins vegur eitt kíló. ■ Ert þú alkóhólisti? Á heimasíðu SÁÁ eru nokkur sjálfs- próf fyrir fólk sem grunar að það eigi við áfengisvanda að stríða. Hér eru nokkur atriði úr einu þeirra sem fólk getur notað til viðmiðunar vilji það ganga úr skugga um að það sé haldið áfengissýki. • Viðhorf til áfengis skiptir miklu máli. Fylgir samviskubit og sektarkennd drykkjunni? • Hafa ástvinir lýst yfir áhyggj- um af drykkjunni? • Áttu erfitt með að hætta að drekka þegar þú veist að þú hef- ur fengið nóg? • Hefur drykkjan haft rifrildi eða ósætti í för með sér? • Hefur drykkjan áhrif á vinnu, skóla eða eðlileg samskipti við fólk? • Hefurdrykkjanleitttillögreglu- afskipta? • Drekkur þú til þess að gleyma? $ www.sumarferdir.is 575 1515ÞBÓKAÐU ALLAN SÓLARHRINGINN Tenerife Loksins fyrir íslendinga // surriAí! Stíri).n|r) ALLTAF A RÉTTU VERÐI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.