blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
GETTÓ í ALÞJÓÐAÞORPI
Aundanförnum árum hefur mönnum orðið tíðrætt um fjöl-
menningarsamfélagið. f opinberri umræðu - sem einatt er
næsta lituð af pólitískri rétthugsun - er gengið út frá því
sem vísu að fjölmenningarsamfélagið sé fagurt og gott, að það sé
beinlínis eftirsóknarvert í sjálfu sér og að styðja beri það og fóstra
á alla lund. Nú er mannkynssagan raunar þannig að menn skyldu
ávallt gjalda varhug við hugmyndafræði eða trúarsetningum, sem
boða nýtt og betra þjóðfélag. Góð markmið tryggja ekki afleiðing-
arnar: Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá.
Umræða um þessi mál er sjálfsögð og nauðsynleg. Landnemar
eru um 3,5% af íbúum landsins, sem er helmingi hærra hlutfall en
fyrir áratug. Þegar þannig breyting á sér stað meðal þjóðarinnar
er sjálfgefið að einhver spenna og núningur verði og það er fráleitt
að loka augunum fyrir því. En um leið er fráleitt að gefa sér það
að slíkan vanda megi allan rekja til innfæddra og meintra fordóma
þeirra.
Á dögunum var í fjölmiðlum greint frá rannsókn tveggja lektora
við Kennaraháskólann á því hvernig börnum af erlendum uppruna
reiddi af í grunnskólum. f viðtölum kom fram sú skoðun þeirra að
eftirsóknarvert væri að börnin væru tvítyngd, því ella væri hætta
á rofi innan fjölskyldunnar, því börnin vildu yfirleitt halda sig við
íslenskuna þó svo foreldrarnir væru ekki sterkir á því svellinu.
Blaðið tekur undir það að full ástæða er til þess að verja fjölskyld-
una sem hornstein samfélagsins. En það er ekki þar með sagt að það
verði best gert með því að ýta undir það að börn tali tvö tungumál
jöfnum höndum fyrir tilstilli hins opinbera. Reynsla annarra þjóða
bendir einmitt til þess að slíkar ráðstafanir séu helst til þess fallnar
að viðhalda einangrun landnema á nýjum slóðum, að afleiðingin sé
sú að börnin nái fullu valdi á hvorugu tungumálinu og verði fyrir
vikið ólíklegri til þess ná þeim námsárangri eða frama í atvinnulíf-
inu, sem hvert og eitt þeirra hefði að öðru leyti gáfu, gæfu og greind
til.
f sland er vissulega auðugra fyrir tilstilli landnema en áður. Fram-
andi menningarstraumar hafa gert ísland skemmtilegra og enn-
fremur skyldu menn ekki vanmeta dugnað landnema, sem best
endurspeglast í mikilli atvinnuþátttöku þeirra. En menn ættu að
forðast það að lita á fjölmenninguna sem eftirsóknarverða í sjálfu
sér. Við eigum að fagna nýjum Islendingum sem slíkum og binda
vonir við að þeir bæti íslenska menningu. Þeir eru ekki efniviður
í félagslegri tilraun um alþjóðaþorp við norðurhjara þar sem hver
býr í sínu gettói og allt er lagt að jöfnu í nafni menningar.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aöalsímí: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
ðffllWOMS/O
HJSÆk'aftFáan,e9
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is
HUNDABÚR - HVOLPAGRINDUR
Full BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM
30% AFSLÁTTUR AF ÖLLU
TOKYO Opið
gæludýravörur mán-fös. 10-18
Hjallahraun 4 Lau. 10-16
Hafnarfirði s.565-8444 Sun 12-16
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 blaðiö
Össur og efinn
Össuri Skarphéðinssyni, fyrrv. for-
manni Samfylkingarinnar, er tíð-
rætt um aðkomu Gísla Marteins
Baldurssonar að borgarmálunum í
grein sem birtist í Blaðinu 20. júlí
sl. undir fyrirsögninni „Gísli Mar-
teinn og efinn“. Ossur talar þar um
að honum finnist Gísli hikandi í
því hvernig hann hyggist beita sér í
borgarmálunum og segir m.a. af því
tilefni að Gísli sé haldinn því „sem
er hættulegast stjórnmálamanni
- óvissu um hvert beri að stefna." Öss-
ur segir Gísla vera að bíða eftir niður-
stöðu skoðanakönnunar frá Gallup,
um það hvern fólk vilji sjá sem leið-
toga sjálfstæðismanna í borginni,
áður en hann tilkynnir hvort hann
ætli að sækjast eftir leiðtogasætinu
eða ekki.
Þetta er auðvitað vægast sagt
furðuleg nálgun hjá Össuri í ljósi
þess að Gísli hefur ekki sagt að hann
ætli sér að verða leiðtogi sjálfstæðis-
manna í borginni. Fjölmiðlar hafa
hins vegar sótt hart að honum og
spurt hann ítrekað að því og eðlilega
hefur hann ekkert útilokað. Þess ut-
an hefur hann einungis sagt að hann
sækist eftir einu af efstu sætunum á
lista sjálfstæðismanna, eitthvað sem
einungis hlýtur að teljast eðlilegt fyr-
ir metnaðarfullan stjórnmálamann.
Enn er talsverður tími til stefnu
og ekkert sem segir að Gísli þurfi
að taka endan-
lega ákvörðun í
þessum efnum
strax.
En hvað sem
því annars líð-
ur þá er ég nú
ekki viss um
að Össur sé
beint best til þess fallinn að væna
aðra um stefnuleysi. Samfylkingin
undir hans forystu þótti ekki beint
stefnufastasti stjórnmálaflokkur
landsins. Össur segir i grein sinni
að það virki „aldrei vel þegar stjórn-
málamenn láta reka fyrir vindum
skoðanakannanna." Samfylkingin
hefur einmitt ósjaldan verið sökuð
um að dansa eftir því hvað skoðana-
kannanir hafa sagt hverju sinni og
það ekki að ástæðulausu eins og
dæmin sanna. Tökum bara eitt gott
dæmi um þetta.
í upphafi árs 2002 var skoðana-
könnun frá Gallup birt sem sýndi að
mikill meirihluti landsmanna væri
hlynntur aðild að Evrópusamband-
inu. f kjölfarið tilkynnti Össur að
Samfylkingin hyggðist setja aðild að
sambandinu á oddinn fyrir alþing-
iskosningarnar vorið 2003. Þessu
lýsti hann yfir reglulega allt það
ár og síðan var farið út í sérstaka
póstkosningu á meðal félagsmanna
Samfylkingarinnar um haustið sem
fær án efa sinn sess í sögubókunum
fyrir einstaklega ólýðræðislega fram-
kvæmd og lélega þátttöku.
Meirihluti þeirra fáu félagsmanna
Samfylkingarinnar, sem höfðu fyrir
því að taka þátt í póstkosningunni,
heimiluðu að aðild að Evrópusam-
bandinu yrði sett á stefnuskrá flokks-
ins. Síðan gerðist það í upphafi árs
2003 að skoðanakannanir voru birt-
ar sem sýndu að staðan hefði alger-
lega snúist við og mikill meirihluti
landsmanna væri nú á móti aðild að
sambandinu. Stuttu síðar tilkynnti
Össur að aðild yrði ekki sett á odd-
inn í kosningabaráttu Samfylkingar-
innar.
Og þetta er svo sannarlega aðeins
eitt dæmi af fjölmörgum þar sem
Össur hefur gerst sekur um stefnu-
leysi og að dansa eftir því hvað skoð-
anakannanir hafa sagt hverju sinni.
Þannig að kannski hefur hann nú
séð að sér í þeim efnum og tilgangur-
inn með greininni verið að miðla af
eigin reynslu. En ef sú er raunin þá
hefur hann greinilega alveg gleymt
að taka það fram í henni.
Hjörtur f. Guðmundsson,
sagnfrœðinemi
www.ihald.is
Glæsilegt framtak
Grænna lausna
Allt teiknar nú til þess að hafin
verði tramleiðsla á umhverfisvæn-
um vörubrettum í húsnæði Kísiliðj-
unnar sálugu í Mývatnssveit innan
fárra mánaða. Hráefnið er pappírs-
úrgangur sem verður bleyttur upp
og prcssaður á bretti með gufuafli
sem nóg er af á staðnum. Félags-
skapur sem kallast Grænar lausnir,
og var stofnaður af heimamönnum
fyrir skömmu, á heiður skilinn
fyrir sitt kraftmikla starf að því að
koma brettaverksmiðjunni á fót.
Járn og gler ehf - Skútuvogur 1h
www.weber.is
Þegar fulltrúi Menningarmálastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna, UN-
ESCO, heimsótti Mývatnssveit fyrir
fáeinum árum lofaði hann mjög
náttúrufar, jarðmyndanir og feg-
urð sveitarinnar. Hins vegar sagði
hann ljóst að þótt staðurinn ætti að
næstum því öllu leyti heima á heims-
minjaskrá þá væri eitt ljón í veginum
— Kísiliðjan. Svo einfalt var það mál.
Nú er það ljón úr sögunni. Versta
deiluefni íbúanna um áratugaskeið
er horfið. Nýr og umhverfisvænn
iðnaður er í þann mund að taka við.
Öll efni standa til að ferðaþjónustan
blómstri sem aldrei fyrr á þessum
slóðum. Trúlega verður það svipað
með Kísiliðjuna og kolapokaburð-
inn í Reykjavíkforðum daga — brey t-
ingin er ekki sársaukalaus en sökn-
uðurinn ákaflega skammvinnur.
Orsökin er líka mikið til sú sama í
báðum tilfellum. Eins og Valgerður
Sverrisdóttir benti réttilega á voru
það eingöngu hreinar markaðsleg-
ar ástæður sem réðu því að Kísil-
iðjunni var lokað. Það var engin
eftirspurn eftir afurðum verksmiðj-
unnar og þar af leiðandi sjálfhætt.
Þess vegna var svolitið leiðinlegt að
fylgjast með Sigbirni Gunnarssyni,
sveitarstjóra Skútustaðahrepps,
reyna að koma því í loftið að nátt-
úruverndarsinnar hefðu spillt
fyrir starfseminni sem var talað
um sem grundvöll byggðarinnar í
Reykjahlíðarþorpi. Þótt margt nátt-
úruverndarfólk hefði gjarnan viljað
hafa haft afl til að loka verksmiðj-
unni þá réði það ákaflega litlu um
verðmuninn á kísilgúr sem unninn
er úr uppþornuðum stöðuvötnum
erlendis og þeim sem unninn var
úr Mývatni með því að dæla upp
botnseti og þurrka það til vinnslu.
Telja má víst að ef einhver hefði
viljað kaupa framleiðslu kísilgúr-
verksmiðjunnar í Mývatnssveit
hefðu stjórnvöld knúið fram allar
tilskildar undanþágur og sérleyfi til
að hægt væri að halda starfseminni
áfram — við mikinn fögnuð margra
þingmanna Samfylkingarinnar. Það
var því æði kaldhæðnislegt að það
skyldi vera hinn alvaldi markaður
sem batt enda á það sem allir mark-
aðshyggjuflokkarnir vildu lengja
í með hvaða ráðum sem fyndust.
Þeir sem spáðu Mývetningum engu
nema dauða og djöfli án kísilgúr-
verksmiðjunnar eru sjálfsagt dálítið
rjóðir i vöngum um þessar mundir.
Það tók ekki nema nokkra mánuði
fyrir fólk, sem hafði kjark og þor til
að fara nýjar leiðir í atvinnumálum
sveitarinnar, að sanna hversu herfi-
lega vitlausar slíkar dómsdagsspár
voru. Það ætti að vera mönnum lær-
dómsrikt að bera saman árangur
Grænna lausna og grámyglupólitík-
usanna sem sáu enga aðra lausn en
þá að útvega einhverja nýja skítafa-
brikku í stað þeirrar gömlu
Steinþór Heiðarsson,
Bóndi
www.murinn.is
GARÐHEIMAR