blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 38
38 I FÓLK
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 blaöÍA
SMAboraarinn
ÖKUNÍÐINGAR ATHUGIÐ
Verslunarmannahelgin nálg-
ast óðfluga og fólk flykkist út á
land í stríðum straumum enda
nóg um að vera á litla skerinu
okkar, hvert sem haldið verð-
ur.
Umferðaróhöpp eru tíð á
þessum tíma árs. Smáborgar-
anum finnst fólk alltaf vera að
flýta sér í umferðinni og þessa
helgi blöskrar honum alltaf
vitfirringshátturinnþegaröku-
menn stunda hraðakstur og
framúrakstur eins og þeir eigi
lífið að leysa. Þeir átta sig nefni-
lega ekki á því að lífið liggur
ekki við - nema stundaður sé
akstur afþessu tagi.
Sjóvá hefur tekið saman slys
síðastliðnar fimm verslunar-
mannahelgar. í ljós kom að 170
einstaklingar hafa slasast í 700
óhöppum. Á fimmtán dögum!
Segir það okkur ekki að það
er eitthvað að klikka í umferð-
inni hjá okkur á þessu landi
sem annars er svo fjári magn-
að - miðað við höfðatölu.
Jú, það er alltaf verið að
impra á þessu við okkur og aug-
lýsingar og áróður hefur aukist
gríðarlega undanfarin ár. En
samt sem áður virðist það vera
þannig að fólk hægir bara alls
ekkert á sér. Skemmst er að
minnast ökuníðings sem var
tekinn á 208 kílómetra hraða
nú á dögunum, þvílíkur fauti!
Hvert sem hann var að fara
hlýtur það að hafa verið lífs-
nauðsynlegt.
Fólk verður að átta sig á því
hvers vegna við eigum að aka
á löglegum hraða. Margir sem
passa sig að vera undir 90 á
þjóðveginum virðast gera það
til þess að löggan nái þeim
ekki. Hver hefur efni á því að
fá himinháa sekt á þessum
síðustu og verstu? Hugsunar-
hátturinn verður að breytast
því það er ekki sektin sem á
að hindra okkur í að gerast lög-
brjótar - mannslíf verða seint
metin til fjár.
Smáborgarinn ætlar ekki að
fara út úr bænum um verslun-
armannahelgina heldur vera
heima hjá sér í örygginu og
fara í mesta lagi niður í bæ
- fótgangandi. Ekki það að
hann keyri hratt, síður en svo,
allt fyrir ofan 90 er sem eitur
í hans beinum. Það eru hinir
sem hann ekki treystir fyrir lífi
sínu. Því að vera með hjartað í
buxunum úti á þjóðveginum
alla helgina af ótta við að ein-
hver í líkingu við þennan á 208
komi á blússandi ferð og geri
helgina að martröð?
Spennum beltin, ökum á lög-
legum hraða og skemmtum
okkar vel!
SU
IS
raut
c Ju Doki Ll- I [8. gáta
8 6 2
3 9 2
4 3 7
3 8 1
6 2 1 3 4
1 5 2
6 3 7
5 4 9
2 8 1
Lausn á 18.
gátu verður að
finna i
blaðinu á
morgun.
Su Doku - lausn á 17. gátu
6 .1 3 4 8 2 7 9 1
7 1 2 3 6 9 5 4 8
8 9 4 7 5 1 6 2 3
9 4 8 5 1 7 3 6 J 2
1 5 6 3 4 8 u 9
3 6 7 2 9 8 1 _ 5
4 3 9 1 7 5 Tl 8 6
5 7 1 8 2 6 91 3 4
2 8 6 9 4 3 i 5 7
Leiðbeiningar
Su Doku gengur út á að raða
tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og
í þar til gerð box sem innihalda 9
reiti. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í hverri línu og innan hvers
Lausn á 17. gátu
box. Allar gátur er hægt að ráða út
frá þeim tölum sem gefnar eru upp
í upphafi. Leitað er að talnapörum
og reynt að koma þeirri þriðju fyrir.
Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta
boxinu vinstra megin og því neðsta
líka, ætti ekki að vera erfitt að átta
sig á hvar 7 á að vera i miðju-boxinu.
Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt
að skrá þá hjá sér og halda áfram.
Usher neit-
ar orðrómi
Söngvarinn Usher hefur neitað því Xzibit, en hún og Usher byrjuðu sam-
að hann eigi von á barni, en orð- an stuttu eftir að sambandi hennar
rómurinn byrjaði eftir að hann sást og Xzibit lauk.
strjúka magann á kærustu sinni
Eishiu Brightwell á nýlegri mynda-
töku á góðgerðarsamkomu. Tals-
maður Usher hefur hinsvegar gefið
það út að söngvarinn hafi einungis
sett handlegginn utan
um hana til að þrýsta
henni nær sér. Bright-
well var trúlofuð
rapparanum
Scarlett ekki
hrífin af leiklist
Scarlett Johansson hefur greint
frá því að hún sé
ekki stolt af kvikmyndum sínum
og henni finnist að leiklist sé mjög
tilgangslaus atvinna. „Sem leikarar
gerum við kvikmyndir, en við erum
ekki að bjarga neinum lífum. Mér
finnst ég ekki gera neitt merkilegt.
Ég er ekki stolt af mínum mynd-
um. Það var aldrei neitt sem skipti
máli í þeim,” sagði Scarlett. Hún
segist hafa mestan áhuga á að leika
í mynd sem Tim Burton leikstýrir,
en að hún væri
jafnframt til í
að leikstýra
einn daginn,
þó að það
væri ekki
Johnny Depp
gefur Pete ráð
Johnny Depp hefur nú sagt Pete
Doherty, fyrrverandi unnusta Kate
Moss, að taka sig saman í andlitinu.
Johnny, sem hætti með Kate árið
1998, hitti ofurfyrirsætuna og Pete
nýlega, og hefur Johnny nú gefið
Pete ráð. „Johnny er ennþá mjög
náinn Kate og þau eru ennþá vinir.
Hann hefur heyrt um lífstil Pete og
var áhyggjufullur fyrir hönd Kate
svo að hann talaði við hann.“, segir
heimildarmaður. „Johnny sagði hon
um að börnin sín hefðu breytt lífi
sínu og sagði Pete að hann ætti
að einbeita sér að því að ala
upp son sinn Estille og vera
góður faðir.“
HVAÐ SEGJA
STJÖRNURNAR?
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
$ Það er nóg um að vera í vinnunni og eins og
allir hafi allt á hornum sér. Láttu lítið fyrirpér fara
þar til lægir.
V Heillindi eru þér mikilvæg. Ekki sætta þig
við minna en þú átt skilið. Láttu íþér heyra ef pér
finnst sem verið sé að nota þig.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
$ Láttu smekk þinn fyrir því skrýtna stjórna
ákvörðun þinni í dag. Þú hefur hæfileika til að sjá
hvað verður stórt í framtíðinni jafnvel þótt öllum
fmnist það skrýtið.
V Ef þig lanear að læra eitthvað nýtt þá skaltu
hlusta á annað folk. Besti lærdómur sem pú getur
fengið er að hlusta á fólk.
©Fiskar
(19.febrúar-20. mars)
$ Söfnun viðskiptavina og nvrra starfsmanna
veitist þér einstaklega auðvelt í dag. Þú þarft ekki
að gera neitt sérstakt, opnaðu bara nurðma.
V Treystu innsæinu. Þú hefur góðan skilnine
á því hvað skal gera og hvernig. Notaðu þann hæn-
leika.
Hrútur
(21. mars-19. apríl)
$ Háttvísi þín er mikil núna svo þú skalt ein-
beita þér að þvi að semja frið við óvini og eignast
nýja vini. Þú munt koma vel fyrir.
V Þú ert tilbúin/n að gera margt fyrir ástina
en þó viltu ekki gefa eftir gildi þín. Það er hluti
þess sem gerir þig svo frábæra/nn. Hlustaðu alltaf
á innsæi þitt.
©Naut
(20. apríl-20. maí)
s Það getur verið gaman í vinnunni og í dag
færðu sönnun þess. Þú lcemst ekki hjá því að vera
brosandi í allan dag.
V Það er aðdáunarverður kostur að vera trúr
en ekki taka því sem gefnu. En ekki sætta þig við
minna.
©Tvíburar
(21. maí-21. júní)
S Nú er góður tími til að leita ráða samstarfsfé-
laga þinna og yfirmanna, sérstaldega hvað varðar
reikninga og útborganir. Betur sjá augu en auga.
V Stundum er gaman að blanda saman vinnu
og einkalífi. Það er tilvalið að bjóða vinnufélögum
í mat til að kynnast þeim.
©Krabbi
(22. júní-22. júlf)
S Hugsunaháttur þinn er frumlegur, svo
frumlegur að þú skalt nalda nokkrum af bestu
hugmyndum þínum leyndum þar til sfðar.
^ Fylgdu eftir þessum brjálæðislegu hug-
myndum sem þú færð stundum. Það munu allir
flykkjast á eftir pér til að fá að taka þátt.
Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
S Forðastu að verða að skrifstofubákni. Það
er alltof auðvelt að festast í kerfinu og geta hvorki
fært sig aftur á bak eða áfram.
V Ekki búast við að allt falli í réttar skorður.
Aðstæður núna eru aðeins of flóknar fýrir það. En
ef þú getur haldið stoltinu,þá ætti að vera lítið mál
að leysa úr þessu.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
S Vinna þín er dýpri og merkingarmeiri nú
en venjulega og það er sem þú sért að nálgast
tímapunkt par sem þú ert tilbúin/n að taka nýjum
áskorunum.
V Leitaðu djúpt í hjarta og sál þinni. Spurðu
þi£ þessara erfiou sjjurninga sem þu hefur forðast.
Pu munt uppgötva ýmislegt um hvað þú vilt ef þú
hlustar á innsæið.
©Vog
(23. september-23. október)
$ Einbeittu þér að málunum sem ligeja fvr-
ir. Þú verður að haia augun opinn ef þú vilt ttkki
missa af þessu eina atriði sem er lykillinn að
fr ama þínum.
V Einhver mun reyna að stofna til rifrildis við
þig f dag, sérstaldega tengt ástarmálunum. En það
verður árangurslaust. Þú ert hafin/n yfir slíkt orða-
skak.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
$ Slepptu alveg þessum aukaverkefnum sem
þú tekur stundum á þig. Það kemur þér á óvart
nve mikið af þeim var algjör óþarft.
V Þú ert mjög ástriðufull/ur og þvf tilvalið
að efna til rifrildis við þig. Forðastu fölk sem er til
þess líklegt.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
$ Alveg sama hve mikill timaþjófur það er þá
skaltu alltaf lesa smáa letrið. Þú getur ekki alltaf
verið að skipuleggja, reyndu að einbeita þér að
litlu hlutunum Ifka.
V Það hefur verið nóg að gera og gæti reynst
erfitt að upplifa venjulegan dag a ný.Ekki vera of nei-
kvæð/ur pví fjölbreytileikinn er skemmtilegastur.