blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 37
blaðiö FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 DAGSKRÁ I 37 ■ Fjölmiðlar Hjónabands- vandi Ríkissjónvarpið sýndi ansi góða heimildarmynd um fyrri konu Ein- steins um daginn. Þessi merkiskona var gríðarlega vel gefin og varð ást- fangin af manni sem var snillingur og saman unnu þau að verðugum verkefnum. Satt að segja leit þetta allt afskaplega vel út og er þá vægt til orða tekið. Samt var ekki liðið langt á myndina þegar mig fór að gruna að saga þeirra hjóna myndi ekki enda vel. Sí og æ var vitnað í ástar- bréf þeirra þar sem þau spöruðu ekki ástarupphrópanir sínar. Það gerði mig tortryggna. Sönn ást er hljóðlát og feimin og lítið gefin fyrir auglýs- ingastarfsemi. Ég held að sambönd þar sem fólk er síblaðrandi hvort við annað brenni upp. Það átti vissulega við þarna því allt endaði með ósköp- um hjá þessu mikla hæfileikafólki. Ég heíd að þau hefðu bjargað ástinni með því að þegja meira og sleppa því að ganga í hjónaband. Eg hef takmarkaða trú á ást sem endar í hjónabandi, kannski vegna þess að ég hef lesið svo mikið af dramatískum 19. aldar skáldsögum. Þar kasta konur sér fyrir lestir af því maðurinn sem þær elska sinnir þeim ekki eða deyja úr tæringu í örmum ástmanns síns. Það eru örlög sem ég get lifað mig inn í. Ég hef hins vegar ekki jafn ríka innlifunarhæfileika þegar kemur að hjónabandsstússi sem ég held að hljóti að vera óskap- lega dauflegt og hversdagslegt svona til lengdar. Mér sýndist kona Ein- steins deyja hægum dauða í hjóna- bandinu. Sjálf hef ég einstaka sinn- um gælt við þá hugmynd að giftast snillingi en ég myndi sennilega ekki lifa það hjónaband af. Oft hefur hvarflað að mér að hjónabandið drepi fleiri einstak- linga en það bjargar. Hér á ég vitan- lega um andlegan dauða sem gerist svo hægt að hann er næstum þján- ingarlaus og þess vegna verður við- komandi einstaklingur ekki var við hann. En allt í einu er einstaklingur- inn ekki jafn lifandi og skapandi og hann var áður. Hann er dauður án þess að vita af því. Þetta hefur hent nokkra vini mína og ég hef tekið ör- lög þeirra nærri mér. Sumir hafa þó náð sér afur á strik með skilnaði en það er merkilegt að einhverjir þeirra vilja ólmir sækja í sama farið og eru snemma komnir með nýjan hjóna- bandsglampa í augun. Það er senni- lega ekki hægt að bjarga fólki sem sækir í ógæfuna. Út frá viðskiptasjónarmiði er rétt að hafa í huga að eiginkona Einsteins var klók samningakona og neitaði hún honurn um skilnað nema hann léti henni eftir fúlguna sem hann fékk í Nóbelsverðlaun. Hann gekk að því skilyrði og hún eignaðist raðhús. Endurskoðendur myndu sennilega halda því fram að margra ára ágreiningur þeirra hjóna hefði skilað eiginkonunni arði. Eg er ekkijafn viss. kolbrun@vbl.is 21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00 21.15 Sporlaust (20:24) (WithoutATracell) Bandarlsk spennuþáttaröð um sveit innan Alríkis- lögreglunnar sem leitar að týndu fólki. Aðalhlut- verk leika Anthony LaPaglia, Poppy Montgomery, Marianne Jean-Baptiste, Enrique Murciano og Eric Close. 22.00 Tfufréttlr 22.25 Aðþrengdar eiginkonur (21:23) (Desperate Housewlves) Atriði i þáttunum eru ekki við hæfi barna. 21.30 Third Watch (16:22) (Næturvaktin 6) Bönnuð börnum. 22.15 Submerged (A kafi) Dramatlsk kvikmynd um kafbátabjörgun. Undir lok fjórða áratugarins var áhöfn bandarisks kafbáts i sjálfheldu. Hénni virtust allar bjarglr bannaðar en aldrei áður hafði tekist að bjarga mannslffum úr kafbátum sem rötuðu i meiri háttar vandræði í undirdjúpunum. Byggt á met- sölubók eftir Peter Maas. Aðalhlutverk: Sam Neill, Shea Whigham, Emily Procter. Leikstjóri, James Keach.2001. 23.45 Metro (Stórborgarlöggan) Stranglega bönnuð börnum. 21.00 According to Jim Hlunkurlnn og vitleysingurinn Jim er ótrúlega vel giftur og á undarlega vel heppnuð börn. Sprenghlægilegir þættir fyrir alla fjðlskylduna með hinum iturvaxna Jim Belushi í aðalhlutverki. 21.30 Everybody loves Raymond 22.00 TheSwan 22.45 Jay Leno 21.15 Sjáðu Fegurðardrottningin Unnur Birna sýnirokkur allt það heitasta I kvikmyndaheiminum. Nýjustu myndirnar, vinsælustu myndir siðustu viku og heitustu DVD diskarnir eru meðal atriða sem verður kynnt f þessu frábæra þættl sem fjallar eingöngu um kvikmyndir. 22.00 Kvöldþátturinn 22.45 David Letterman 21.30 Fifth Gear ((fimmta gír) 22.00 World's Strongest Man (Sterkasti maður heims) 22.55 2005 AVP Pro Beach Volleyball (Strandblak) 22.00 American Psycho 2 (Bandarísk bilun) Sjálfstætt framhald vinsællar og hörkuspenn- andi hryllingsgamanmyndar. Öll munum við eftir illmenninu Patrick Bateman en kvendið Rachael Newman er ekki betri. Rachael tekur upp þráðinn þar sem fré var horfiö og nú er eins gott að vara slg. Aðalhlutverk: Mlla Kunis, William Shatner, Geraint Wyn Davies. Leikstjóri, Morgan J. Freeman. 2002. Stranglega bönnuð börnum. 23.10 Kastljósið Endursýndur þáttur frá þvi fyrr um kvöldið. 23.30 HMÍsundi Sýnt frá úrslitum í ýmsum greinum í kvöld. 01.30 Dagskrárlok 23.30 Law & Order (e) Bandarlskur þéttur um störf rannsóknarlög- reglumanna og saksóknara i New York. Kvelkt er í byggingu. Bera verður kennsl á stúlku þrátt fyrir að hún sé illa brennd. Rannsókn leiðir i Ijós að öfgahópur umhverfisverndarslnna kveikti í byggingunnl. 23.30 American Dad (5:13) (Roger Codger) Stan Smlth er útsendarí CIA og er alltaf á varð- bergi fyrir hryðjuverkahættum. Fjölskyldulíf hans er heldur óvenjulegt þvi fyrir utan konu hans og börn búa á heimllinu kaldhæðna gelmveran Roger sem leiðist ekki að fá sér (glas og Klaus sem er þýskumælandl gullfiskur. Frébær sería sem gefur Family Guy ekkert eftir. 23.50 DC United - Chelsea Bein útsendíng frá leik DC United og Chelsea ( Washington en Eiður Smári og félagar eru nú á keppnisferöalagi í Bandarlkjunum. 01.40 Rollerball (Hringur dauðans) Ævintýraleg hasarmynd um nýja (þróttagrein, Roll- erball, sem er að ryðja sér til rúms. Jonathan Cross er fremstur meðal jafningja í (þróttinni sem fær siaukið áhorf. Engar reglur gllda þegar tekist er á og þátttakendur komast ekki lengur óskaddaðir frá leiknum. Jonathan llkar iila sú þróun og ákveður að gera eitthvað í málinu, Aðalhlutverk: Ll Cool J, Jean Reno, Chris Klein. Leikstjóri, John McTiernan. 2002. Stranglega bönnuð börnum. 03.15 Fréttir og Island f dag 04.35 Islandfbltlð 06.15 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVf 00.15 Cheers(e) 00.40 TheO.C. 01.20 Hack 02.05 Óstöðvandi tónlist 00.00 The Newlyweds (9:30) I þessum þáttum er fylgst með poppsöngkonunni Jesslcu Simpson og elginmanni hennar Nick Lachey. Myndavélar fylgja skötuhjúunum hvert fótmál og fá áhorfendur að sjá hvert gullkornið á eftir öðru fara i loftið. Nú get- ur þú séð hvernig fræga fólkiö er i raun heima hjá sér því þetta er nú bara venjulegt fólk...eða hvað? 00.30 Friends (24:24) (Vinir) 01.00 Kvöldþátturlnn llvekjandi spennumynd. Útl er stormur en gestirnir á gistihúsinu hrósa happi þvi þeir telja slg óhulta fyrir veðurofsanum. Gleðin er samt skammvinn því fljótt fækkar f hópnum. I rennur upp fyrir viðstöddum að morðingi er ferð. Loftið er lævi blandið en enginn veit hver verður næstur. Stranglega bönnuð börnum. 02.00 The Faculty (Kennaraliðlð) Stranglega bönnuð börnum. 04.00 American Psycho 2 (Bandarfsk bilun) ■ Af netinu... Horfði á Contender með Naomi í gær. Hún er búin að vera að úthúða mér fyrir það að horfa á þennan þátt. Alltaf að tala um hvað þetta er hræði- leg íþrótt, sem ég er reyndar alveg sammála, þannig ég horfi aldrei á sjálfan bardagann bara „before and after.“ Alla vega er ég búin að vera að reyna að útskýra fyrir henni að þetta sé allt voðalega sorglegt í end- ann og allir fara að gráta, bæði box- ararnir, fjölskyldan, Sly og ég. Svo er auðvitað smá húmor í þessurn þátt- um, augabrýrnar á Sly, algjör brand- ari. Svo í gær horfðum við á einn þátt saman og haldi menn ekki bara að hún hafi svona líka dottið inn í hann.farið að gráta 2 sinnum, bros- að, orðið pirruð og meira að segja hrópað upphátt! http://www.disastefan.blogspot, com/ 1 fyrsta lagi fjalla ég um fjölmiðla- umhverfið í ljósi þess að ný frétta- stöð í sjónvarpi hefur brátt göngu sína. Má leiða líkum að því að ef hún gangi upp muni hún marka þátta- skil í fréttamennsku hérlendis og jafnvel verða Ríkisútvarpinu mjög skeinuhætt. Er ekki annað hægt fyrir fréttafíkil eins og mig að lýsa yfir ánægju með þessa nýju stöð og með þessu, að hafa alltaf aðgang að fréttaumfjöllun og ferskum fréttum á netinu eða í sjónvarpi þegar hent- ar. Það er ekki amalegt að geta geng- ið að öflugum fréttum og spjalli um dægurmálin eins og kalda vatninu í krananum - alltaf aðgengilegt, svo fremi að maður sé við tölvu eða sjón- varp í verkefnum hvunndagsins. Þetta eru vissulega þáttaskil. Fyrsta spurningin sem vaknar er litið er kalt á myndina er: hvernig stendur þetta undir sér? Er virkilega nægt streymi frétta til að halda uppi slíkri stöð og er rekstrargrundvöllurinn slíkur að hann standi undir þessu verkefni. Allt eru þetta hugleiðingar og spurningar sem svör koma fljótt við er stöðin hefur hafið göngu sína. http://stebbifr.blogspot.com Þú getur hætt að reykja námskeið með Guðjóni Bergmann /*** Skráning á www.vertureyklaus.is \£ Næsta námskeið á Hótel Loftleiðum 12. og 13.ágúst w Haustið 2005 verða námskeið á Akureyri, ísafirði og Egilsstöðum. Frumsýning 27.júli

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.