blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 24
24 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 i blaöið Ferðast ujit í höfuðborginni Reykjavík sem telur um 38,5% af íbúum landsins, sitja stjórnvöld þess og flestar opinber- ar stofnanir ásamt öllum ráðuneyt- unum. Alþingi hefur aðsetur sitt í Reykjavík en það er talið elsta þjóð- þing heims. Alla félagslega þjónustu er hér að finna sem og aðra þjónustu, sem býðst í landinu. Þó svo að borg- in nái yfir mikið landsvæði (242 km2) er stutt í óspillta náttúru og í gegnum borgina renna Elliðaárn- ar, sem voru með bestu laxveiðiám landsins. Veiðmenn hafa úr mörgu að velja, nokkrum ám, fjölda vatna, laxveiðiá innan borgarmarkanna sem er einstakt í heiminum og sjó- stangaveiði með Eldingu frá Reykja- víkurhöfn. Áhugafólk um söfn getur valið úr fjölbreyttri flóru. Útivistarf- ólk getur notið náttúrunnar og heil- brigðrar hreyfingar á útivistarsvæð- um og fjöllum innan eða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Árbæjarsafn er í senn útisafn og byggðasafn og tilheyrir Minjasafni Reykjavíkur. Safninu er ætlað það hlutverk, að gefa almenningi innsýn í lifnaðar- hætti, störf og tómstundir Reykvík- inga fyrr á tímum. Árbæjarsafn var opnað árið 1958. Flest húsanna, sem safnið skartar eru úr miðbænum. Húsin eru u.þ.b. 20 talsins og alltaf bætist við. Fjöldi skemmtilegra sýn- inga er þar yfir sumarið og um helg- ina er sýning um heyannir og póst- þjónustu og listasýning um veðurfar. Grasagarðurinn í Laugadal Enginn, sem hefur áhuga á grasa- fræði, ætti að láta þennan garð fram hjá sér fara. Hann var stofnaður 18. ágúst 1961. Garðurinn er einn af u.þ.b. 1500 grasagarða og trjásafna, sem eru starfandi í heiminum. Sam- eiginlegur tilgangur þeirra er að fræða um og efla skilning á mikil- vægi gróðurs og varðveita plöntur og plöntusöfn, ekki síst þær plöntur, sem eru í útrýmingarhættu. Mikill meirihluti plantnanna í garðinum er afrakstur alþjóðlegra fræskipta við rúmlega 400 aðila víðs vegar um heiminn en þar er að finna um 4000 tegundir. Veðursældin í garð- inum er rómuð og þar er yndislegt að ganga um á góðum degi. Nauthólsvík Þegar hreinsun á strandlengju borgarinnar fór á skrið, kviknuðu hugmyndir um að endurvekja Nauthólsvík sem sjóbaðstað og hóf- ust framkvæmdir skömmu síðar. Ströndin var vígð sumarið 2000 og ári síðar var opnuð þjónustu- miðstöð með búningsklefum, bað- aðstöðu og veitingasölu. Við ákjós- anlegustu aðstæður er hitastig sjávarlónsins innan grjótgarðanna i8-20°C og pottarnir eru 30-35°C heitir. Ylströndin í Nauthólsvík er annar tveggja baðstaða á landinu, sem hefur fengið „bláfánann”, al- þjóðlega viðurkenningu, sem Land- vernd hefur umboð til að veita. Reykjavíkurflugvöllur Vorið 1919 kom Rolf Zimsen, flug- maður og frændi borgarstjórans Knud Zimsens, til landsins til að kanna aðstæður fyrir samgöngur í lofti á Islandi. Honum leist bezt á Vatnsmýrina sem flugvallarstæði. Bæjarstjórnin lagði til 92.300 m2 af svonefndu Briemstúni. Samtímis var hið fyrsta af fjórum fyrirtækj- um, sem hlutu nafnið „Flugfélag íslands”, stofnað og fyrsta flugvél- in kom til landsins í stórum kassa. Hann var fluttur að skýlinu, sem hafði verið reist í Vatnsmýrinni, og hinn 3. september flaug hún fyrst. Flugmaðurinn, sem flaug fyrstu þrjár vikurnar, var Cecil Faber. Fyrsta flugsýningin var haldin dag- inn eftir og mönnum gafst kostur á 5 mínútna flugferð fyrir 25 krónur. Garðabær Garðabær, áður Garðahreppur, fékk kaupstaðarréttindi árið 1976 og hefur vaxið einna örast sveitafé- laga á landinu. Innan Garðabæjar eru Vífilsstaðir þar sem stórt og fullkomið sjúkrahús fyrir berkla- sjúklinga. Það var byggt í byrjun 20. aldar. Berklum var nærri útrýmt á landinu. Á fjórða áratugnum var starfseminni beint að lungna- og öndunarfærasjúklingum. Sam- hliða rekstri berklahælisins var stórt kúabú, sem lagt var niður árið 1974. í janúar 2004 varð spít- alinn að hjúkrunarheimili fyrir 50 aldraða sem deild á Landsspítala háskólasjúkrahúsi. Vífilsstaðir og Vífilsstaðavatn eru í jaðri þéttbýlis- ins en góð silungsveiði er í vatninu. Mikið menningarlíf er í bænum og margir þekktir listamenn eru búsettir þar eða hafa alist þar upp. Þrír golfvellir eru í bæjarlandinu þ.á.m. einn á Vífilsstaðatúninu. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í Garðabæ og um bæinn þveran og endilangan eru góðir göngustíg- ar en einnig eru góðar gönguleiðir utan þéttbýlis. Menning Garðabær Krókur á Garðaholti, smábýli þar sem varð- veittir eru gamlir munir. Opið hús á sunnudögum í sumar frá kl. 13-17. Ókeypis aðgangur. Minjagarður að Hofsstöðum. Opið allan sólarhring- inn allan ársins hring, ókeypis aðgangur. Hönnunarsafn íslands, sýningin Circus er til sýnis í sýning- arsalnum við Garðatorg. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Ókeypis aðgangur. Frekari upplýsingar um ferða- þjónustu og afþreyingu á höfuð- borgarsvæðinu er að finna á www. nat.is ■ Veistu svarið? I næstu viku verður fjallað um tvo staði í tveimur sveitafélögum og nágrenni þeirra. Um tíma bjó þar Gissur Þorvaldsson. Gísli Hákon- arson (1583-1631), lögmaður bjó þar á fyrri hluta 16. aldar. Hann var talinn einhver vinsælasti veraldlegi höfðingi landsins og var tengdafaðir Þorláks Skúlasonar, biskups í Skálholti. Helga Magnúsdóttir, tengdadóttir hans, bjó þar lengi eftir að hún hafði misst mann sinn. Hún kom mikið við sögu Brynjólfs biskups Sveinssonar og dóttur hans, Ragnheiðar.Þar býr u.þ.b. þriðj- ungur íbúa sveitarfélagsins. Þar eru starfrækt a.m.k. fimm fyrirtæki og fjögur verkstæði. Þar hófst fyrst lífræn ræktun á Norðurlöndum. Frekari upplýsingar má finna á www.nat.is Sony Erics- son J300i í verðlaun! Þennan glæsilega síma hlýtur verðlaunahafi vikunnar fyrir rétt svör í ferðagetraun Blaðsins. Hann er af tegundinni Sony Er- icsson J300Í. Hann er einfaldur í notkun, léttur, með frábæra raf- hlöðuendingu og íslensku valmyndakerfi. Hann vegur aðeins 83 grömm. Taltími er allt að 7 ldukkustundir og biðtími allt að 300 klukkustundir. Innbyggt minni er 12 MB. Handfrjáls hátal- ari er í símanum. Hægt er að senda SMS, MMS og tölvupóst. Síminn spilar 30 radda Midi pólýtóna og MP3 hringitóna. Auk alls þessa er eftirfarandi búnaður í símanum: vekjari, reiknivél, dagbók, Java leikir 3D, titrari og MusicDJ. Höfuðborgin í fyrsta sæti Hrafn Þorri Þórisson er formað- ur nýstofnaðs félags um gervi- greind. Hann er vinningshafi vikunnar og notar síma mikið í starfi sínu.„Þessi sími kemur sér mjög vel en ég ætlaði einmitt að fara að endurnýja,“segir Hrafn. Vinningshaíinn í ferðaleiknum að þessu sinni segist aðallega ferð- ast innanbæjar. „Höfúðborgin er líklega minn uppáhaldsstaður. Ég fer svoh'tið upp í sumarbústað með fjölskyldimni, yfir sumartímann. „Hrafn og íjölskylda hans eiga sumarbústað i Svínadal i Hvalfjarðarstranda- hreppi sem er notalegt athvarf um helgar, fjarri ys og þys borgarinnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.