blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 Maöiö Tekjublað Frjálsrar verslunar komið út: Bankamenn og Baugsmenn raða sér í efstu sætin Landsbyggðin virðist vera að missa aflestinni í hálaunaskriðinu Bankamenn og starfsmenn fjár- málafyrirtækja setja hvert metið á fætur öðrum í tekjum og þar ber KB banki höfuð og herðar yf- ir önnur fyrirtæki. Þegar litið er til einstakra fyrirtækja í landinu vekur svo sérstaka eftirtekt hvað Baugur gerir vel við sitt fólk. Á hinn bóginn má líka greina það að landsbyggðin virðist ekki fylgja höfuðborgarsvæðinu eftir þegar horft er á hálaunamenn- ina. Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út, en þar eru teknar saman áætlaðar tekjur 2.400 íslendinga, útfrá álagningu útsvars. Rétt er þó að árétta að í sumum tilvikum hefur skattstjóri áætlað mönnum tekjur og sú áætlun þarf ekki að nokkru leyti að endurspegla raun- verulegar tekjur manna. Eins er hér ræðir um skattskyldar tekjur manna og þær geta verið fleiri en föst laun manna fyrir aðalstarf þeirra. Eins eru þar ekki taldar með fjármagnstekjur, en þannig geta eigendur fyrirtækja uppskor- ið arð þó eiginleg laun séu lág. Sé miðað við listann undan- farin ár má glögglega greina að menn í stjórnunarstöðum eru að uppskera sitt góðæri. Öðrum fremur eru þó bankamenn að koma sterkir inn. Sú þróun hófst raunar þegar með einkavæðingu ríkisbankanna, en hefur enn færst í aukana. Þar virðist KB banki raunar í sérstöðu og má leiða líkum að því að fyrirtæki í útrás séu í sérflokki þegar kemur að launakjörum yfirmanna. Þar kemur vafalaust tvennt til: fyrir- tækin þurfa að keppa við erlenda keppinauta sína í launum og síð- an hefur færst mjög í vöxt að laun séu árangurstengd með einhverj- um hætti. í lista Frjálsrar verslun- ar má þannig víða sjá ofurlaun, sem rekja má til sérstakra bónusa, hlutdeildar í tiltekinni samnings- gerð eða ámóta. Landsbyggðin að dragast aftur úr Ef horft er til annarar þróun- ar, sem lesa má úr listanum, vek- ur það athygli að landsbyggðin virðist vera að dragast verulega aftur úr höfuðborgarsvæðinu og kemur það heim og saman við ,,hákarlalistana“ sem skattstjórar hafa sent út yfir hæstu skattgreið- endur. Úti á landi hafa læknar þannig í auknum mæli raðað sér í efstu sæti, en gera það í krafti svipaðra tekna og áður. Eins má sjá það af lista Frjálsrar verslunar yfir sjómenn og útgerðarmenn að þar hefur hlutfallslegum ofur- launamönnum fækkað talsvert. Hundabúr - Hvolpagrindur Full búð af nýjum vörum 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLU TOKYO gæludýravörnr Hjallahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444 Opið mán-fös. 10-18 Lau. 10-16 Sun 12-16 til Wurzburg 1 Þýskalandi 1. - 4. desember 2005 8. -11. desember 2005 Þýskaland er land jólamarkaðanna og bjóðum við nú jólaferð til Wurzburg sem er einstaklega heillandi borg og skartar sínu fegursta í desember. Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahug- myndir; bragða á jóladrykknum „Glúhwein" og jólastemmingin eykst á hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett miðsvæðis. Spennandi skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber. Ver3 kr. 56.650 á mann ítvíbýli Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli með morgunverði í 3 nætur, ferðir mílli flugvallar og hótels, skoðunarterð til Rothenburg ob der Tauber og islensk fararstjórn. KYNNTU PER SERFERÐIR FERÐAPJ0NUSTU BÆNOA www.baendaferdir.is s: 570 2790 ferðaþjónusta bænda BÆHDAFCHBIR Erfitt er að sjá af listanum hvern- ig launamunur karla og kvenna er. Handvalið er á listann, þannig að ekki er víst að hann endurspegli þjóðina fullkomlega, en einnig er erfitt að bera störf af þessu tagi saman. Þó má greina eitt og annað ef grannt er lesið. Þannig má ráða það af bankamannalist- anum að konur í útibússtjórastöð- um virðast vera óheppnari með brauðin en stallbræður þeirra, a.m.k. eru tekjurnar jafnan lak- ari. Hins vegar virðist þess mun- ur ekki gæta jafnmikið þegar litið er til fjárfestingargeirans. Forstjórar Vilhelm Róbert Wessmann, for- stjóri Actavis, ber höfuð og herðar yf- ir alla aðra forstjóra, en samkvæmt Frjálsri verslun námu mánaðartekj- ur hans 20,4 milljónum króna eða 244,8 milljónum á ári, en þar inni eru vafalaust sérstakar greiðslur fyr- ir góðan árangur í stjórn fyrirtækis- ins. Næstur eftir honum kemur svo Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, með 9,1 milljón á mánuði, en segja má að hann og Vilhelm skeri sig talsvert úr. Þar á eftir kemur svo Óskar Magnússon, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar, en þess verð- ur að gæta að inni í þeim tekjum er sjálfsagt starfslokasamningur hans við Og Vodafone. Vilhelm Róbert Wessman Actavis 20.396 Jón Ásgeír Jóhannesson Baugur 9.102 Óskar Magnnússon TM 4.958 Jón Sch. Thorsteinsson BG Capital 4723 Gunnlaugur S. Gunnlaugsson TM 4.281 Bankamenn KB banki er í sérflokki meðal bankamanna, en athygli vekur t.d. að Ingvar Vilhjálmsson siglir duglega fram úr yfirmönnum sín- um. Ástæðan er vafalaust bónus fyrir tiltekna samninga. Ingvar Vilhjálmsson K8 9364 Hreiðar Már Sígurðsson KB 7.505 Erlendur Magnússon íslandsbanki 7.107 Sólon R. Sigurðsson KB 6.517 Sigurður Einarsson KB 5.783 Athafnamenn Einstakir athafnamenn geta uppskorið dyggilega, hvort held- ur er innan fyrirtækja eða á eig- in vegum. Nöfnin á þessum lista koma ekki mikið á óvart. Sindri Sindrason Actavis 6.850 Gunnar Snævar Sigurðsson 4-474 Kristinn Björnsson Straumur 3.244 Pálmi Haraldsson Fengur 2.888 Erlendur Hjaltason Exista 2.591 Næstráðendur Ljóst má vera að Baugur og skyld fyrirtæki gera afar vel við sitt fólk og það sést m.a. þegar litið er til næstráðenda í fyrirtækj- um, en það má einnig finna starfs- menn þeirra á ýmsum öðrum list- um og jafnvel tiltölulega lágsettir millistjórnir eru með mjög góð laun. Stefán Hilmarsson Baugur 5.477 Skarphéðinn Berg Steinarsson Baugur 4.889 Guðmundur Marteinsson Bónus 2.056 Árni Pétur Jónsson Hagar 1.906 Halldór Jóhannesson KEA 1.774 Stjórnmáiamenn Stjórnmálamenn þiggja flestir laun frá hinu opinbera og hafa engan veginn fylgt einkageiran- um eftir í launaskriði, enda þurfa þeir að verja laun sín fyrir kjós- endum. Hæstlaunuðustu stjórn- málamennirnir að forsetunum undanskildum eiga það sameigin- legt að gegna fleira en einu starfi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 1.528 Ólafur Ragnar Grímsson 1.465 Guðlaugur Þór Þórðarson 1.253 Kristján Þór Júlíusson 1.177 Vigdís Finnbogadóttir 1.171 SJALFS AFGREIÐSLA SELF SERVIŒ LÆGRA VERÐ m BlaSiS/SteinarHugi Eldsneytisfærslur tvíbókaðar í sjálfsölum Ökumenn lenda í því að kortafærsl- ur tvíbókast þegar eldsneyti er sett á bíla og notast er við kortasjálfsala. ,Það gerist nánast daglega að fólk hringir í þjónustuver okkar og bend- ir okkur á þetta. Vissulega er þetta alltaf leiðrétt að lokum en þetta er mjög hvimleitt, bæði fyrir okkur en þósérstaklega fyrir viðskiptavininn", segir Jóhann P. Jónsson. „Við höfum reynt eins og við mögulega getum að fá þessu breytt og jafnvel boðist til þess að taka á okkur ábyrgðina á færslunum", segir Jóhann. Lítilvægt Andri Valur Hrólfsson hjá rásþjón- ustu VISA kannaðist i fyrstu ekki við vandann en að lokinni eftir- grennslan sagði hann að vandamál- ið væri ekki óþekkt. „Við teljum þó að þetta muni hverfa þegar svoköll- uð snjallkort komast í gagnið en það verður komið á fullt með haustinu." Hann segir að vandamálið sé ekki það mikið að kortafyrirtækin hafi áhyggjur af því. Það sé fyrirgefan- legt þar sem um kerfi kortafyrirtækj- anna fari um 80 milljón færslur en þessi tilfelli séu undir 100 árlega. ,Það er alltof mikið að segja að þetta gerist nánast daglega", segir Andri Valur. Allar færslur leiðréttast Andri tekur þó fram að allar færsl- ur bakfærist. „Ef fólk hringir og læt- ur vita gerist þetta mjög fljótt. Hins vegar er það þannig að ef enginn til- kynnir neitt þá kemur leiðréttingin á innan við níu dögum.“ Þeir Andri og Jóhann eru báðir sammála um að þetta þurfi að lagast þar sem báðir treysta á að fólk geti notað greiðslu- kort sín.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.