blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 22
22 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 blaöiö Brjóstagjöf gœti bjargað lifi 1,3 milljóna barna Áætlað er að bjarga mætti lífi 1,3 millj- ón ungbarna ár hvert ef þeim væri gefin brjóstamjólk fyrstu sex mán- uði frá fæðingu. Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós mikilvægi brjóstamjólkur fyrir unga- börn og framtíð þeirra og í tilefni af þvi stendur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í samstarfí við 120 þjóð- lönd, fyrir árlegri viku brjóstagjafar þann 1.-7. ágúst. Fyrsti kostur Kostir bijóstamjólkur umfram alla aðra mögulega fæðu ungabarna hafa á undangengnum áratugum orðið ljós- ari. Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að börn sem eru á brjósti fyrstu mánuði lífs síns eru mun líklegri til að standa af Markmið alþjóðlegrar viku brjóstagjafar er að bæta næringu ungbarna með því að gefa konum færi á að: -velja brjóstamjólk sem nær- ingu fyrir börn sín -halda áfram brjóstagjöf til barna sinna, ásamt annarri fæðu, vel á annað aldursár barnanna Guörún jónasdóttir, brjóstagjafaráðgjafi sér ýmsa sjúkdóma og eru almennt heil- brigðari. Ánna Björg Aradóttir, hjúkr- unarfræðingur hjá Landlæknisembætt- inu, segir að það sé stefna embættisins að rnæla með brjóstamjólk sem fyrsta valkosti. „Það er ekki nema ef brjósta- gjöf gengur ekki upp, að einhverjum ástæðum, að bent er á að nota þurr- mjólk. Auðvitað er brjóstamjólkin lang- samlega besti valkosturinn.“ Hún segir að þurrmjólkin sé ekki hættuleg vara þó það geti gerst að einhver misbrestur verði í framleiðslu hennar en komið hef- ur fyrir að innkalla þurfi sendingar af þurrmjólk. Meðhöndlun mikilvæg Anna Björg leggur áherslu á að huga þurfi að geymslu mjólkurinnar en kom- ið hefur upp tilvik hér á landi þar sem börn veiktust alvarlega á sjúkrahúsi vegna rangrar meðhöndlunar mjólk- urinnar. 1 kjölfarið ritaði Anna Björg grein í Morgunblaðið þar sem hún hvatti til þess að foreldrar athuguðu vel leiðbeiningar um meðhöndlun og geymslu mjólkur fyrir ungabörn. Neyðarkostur Guðrún Jónasdóttir, brjóstagjafaráð- gjafi, segir að þurrmjólk ætti að vera neyðarúrræði en alls ekki sjálfsagður valkostur líkt og hún væri jafngóð og brjóstamjólk. „Eg er lítið fyrir hræðslu- áróður og mér er illa við að nota ókosti þurrmjólkur sem ástæður fyrir notkun á brjóstamjólk. En þurrmjólkin hefur samt ókosti. Henni fylgja aukin líkindi á efri loftvegasýkingum þar með talin eyrnabólgan. Það er augljóslega búið að sýna fram á tengsl offitu og þurrmjólk- ur. Þá hefúr sykursýking augljóslega vaðið upp á sama tf ma og notkun þurr- mjólkur eykst.“ Guðrún segir að gæði brjóstamjólkur séu slík að ekkert annað jafnist á við hana. „Það er svo merkilegt með náttúruna að þegar börnin verða ársgömul og eru þá viðkvæmari fyrir sýkingum vegna þess að þau eru orðin sjálfstæðari og komast í snertingu við fleira í umhverfi sínu þá aukast efni í brjóstamjólkinni sem styrkja ónæmis- kerfi barnanna." ■ Samþykkt sem bannar auglýsingar á þurrmjólk Á Alþjóðaheilbrigðisþingi sem haldið var árið 1981 var samþykkt ályktun sem miðar að aukinni heilsuvernd unga- barna. fslendingar samþykktu þessa ályktun og gengust inn á að ýta undir og örva bijóstamjólkurgjöf sem besta mögulega næringarkost ungabarna. Ályktunin kveður á um bann aðildar- ríkjanna um auglýsingar á ýmsum barnavörum eins og þurrmjólk. Áiykt- unin hefur ekki lagagildi en eiga að veita póhtískt og siðferðilegt viðmið. Bretar vilja ganga lengra Mikilli gagnrýni hefur verið haldið uppi í Bretlandi vegna þess að ályktuninni hefur ekki verið framfylgt þar í landi og ffamleiðendur bamamatvöru hafa óáreittir komist upp með að auglýsa varninginn. Melanie Johnson, bresld heilbrigðisráðherrann, hefur sagt að hún vilji gera breytingar á lögum Evr- ópusambandsins til að veita mæðrum og börnum þeirra aukna vernd gegn áróðri auglýsenda en fjöldamargar rann- sóknir sýna aukinn heilbrigðisvanda sem tengist beint notkun þurrmjólkur og annarrar fæðu en brjóstamjólkur. f nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, sem stóð yfir í sjö ár, kom ffam mikill munur á heilbrigði barna sem nærast eingöngu á bijósta- mjólk fyrstu sex mánuðina og svo þeirra sem em nærð á tilbúnum matvælum. Algertbann Breskir heilbrigðissérffæðingar vilja margir hverjir banna algerlega auglýs- ingar slíkrar vöm en í fyrrgreindri sam- jykkt eru ff amleiðendum sett mörk um iær upplýsingar sem þeir setja á umbúð- ir og vísanir í rannsóknir sem segja að þurrmjólk og tilbúinn barnamatur auki greind barna, komi í veg fyrir sýkingar og sé almennt betri en bijóstamjólk. Sama uppi á teningnum hér á landi Guðrún Jónasdóttir, bijóstamjólkur- ráðgjafi, segir að hér á landi sé ástandið svipað. „Við íslendingar undirrituðum þennan sáttmála og hann hefur því gildi hér. Samkvæmt honum á ekki að auglýsa ákveðnar vörur í íslenskum miðlum. Af einhveijum ástæðum keyra þó hér um götur bílar merktir auglýsingum fyrir þurrmjólk og fýrirtæki auglýsa í blöðum, túttur, pela og þurrmjólk án þess að nokkuð sé gert íþví.“ 50% afsláttur af bravado gjafahöldurum 's v M 11 ■/-- , ■ ý Hamraborg 7 S. 564 1451 UTSALA ÚTSALA 50-80% afsláttur GIR KKiNGLANa-12 9!ml 560 6600 Síðustu dogor útsölunnor 20% auka Qfsláttur HnofeiGar &Hn4tur Bamafataverslun . Skólavöröustfg 20 . slml 561 6910

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.