blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 16
16 I VEIÐI ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 blaöiö Veiðikortið í Pingvallavatni „Það er búið að semja um aðild Þing- vallavatns fyrir landi þjóðgarðsins af Veiðikortinu, frá og með 2006. Handhafar Veiðikortsins geta sam- kvæmt sérstöku samkomulagi Veiði- kortsins við Þingvallanefnd veitt í vatninu frá og með 1. ágúst núna,“ sagði Ingimundur Bergsson í sam- tali við Blaðið, en áður hefur verið greint frá því á þessum stað að slíkt væri í burðarliðnum. „Þingvallavatn er kærkomin við- bót við þau 20 vötn sem korthafar geta nú veitt í en við Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðsins, er nýlega búið að stórbæta aðstöðu fyrir veiði- menn með tveimur smáhýsum við Vatnskotið. En þar má finna ný salerni og aðstöðu fyrir veiðimenn. Einnig verður sett þar upp sér að- staða til að gera að aflanum,“ sagði Ingimundur ennfremur. Veiðin hefur verið ágæt í Þing- vallavatni. Einn og einn vænn er að veiðast í vatninu og svo auðvitað murtan sem alltaf er að gefa sig. Ingimundur Bergsson meö fallegan urriða en hann er mjög hress með að hafa náð Þingvailavatni, fyrir veiðimenn með Veiðikortið. Jack Nicklaus að veiðum Hinn heimsfrægi golfleikari Jack Nicklaus kom um helgina til veiða á Islandi en hann hefur oft komið hingað áður. Oftast hefur hann rennt fyrir fisk í Laxá f Dölum, en hann hefur líka reynt fyrir sér í Norðurá í Borgarfirði og þar hefur hann verið hin seinni ár. Nicklaus þykir fimur með stöngina eins og með golfkylfuna. Synir hans eru með honum í för. Sportvörugerðín hf., *>k i t>fiol t 5. 5(>2 H3»3. Þverá í Borgarfirði: Aflahœst núna Þverá í Borgarfirði hefur gefið flesta laxana í sumar eða 2500, Norð- urá í Borgarfirði hefur gefið um 2300 laxa, síðan kemur Eystri-Rangá með 1500 laxa , svo Blanda með um 1000 laxa, næst Langá á Mýrum, sem hefur gefið 755 laxa og Haffjarðará hefur gefið um 700 laxa. Rétt fyrir neðan eru Grímsá, Laxá í Kjós, Ytri- Rangá og Elliðaárnar. Laxveiðiárnar stórbæta sig marg- ar hverjar á milli ára. Laxar eru ennþá að ganga í þær og það er einn stærsti straumur ársins núna eftir helgina. „Það eru komnir 409 laxar á land í Leirvogsá og það hafa farið 1500 í gegnum teljarann hjá okkur,“ sagði Skúli Skarphéðinsson veiðivörður í Leirvogsá, er við könnuðum stöð- una í ánni. HolgerTorp með 12 laxa og 2 sjóbirtinga á tveimur og hálfum tima i Kerfossi í Álftá á Mýrum, við kjöraðstæður eftir miklar rigningar. „Hann á að fara að að rigna og það gæti hleypt lífi í veiðina en vatnið er orðið heldur lítið núna,“ sagði Skúli í lokin. „Við vorum að koma úr Álftá á Mýr- um í síðustu viku og fengum fína veiði, þetta voru kjöraðstæður þarna við ána og fiskurinn tókgrimmt. Síð- asta morguninn fengum við 17 laxa úr Kerfossinum," sagði Snorri Tóm- asson, en hann var á veiðislóðum. „Við fengum 23 laxa og töluvert af sjóbirtingi, fiskurinn tók grimmt hjá okkur, við þessar fínu aðstæður sem voru þarna við Álftá þennan dag,“ sagði Snorri ennfremur. Fallegir laxar úr Álftá á Mýrum. Veiðiskapurinn gengur ágætlega, veiðimenn hafa verið að fá góða veiði og laxinn er fýrir hendi í veiði- ánum. Veiðimaður kastaði grimmt á Mið- fellsfljótið í Laxá í Leirársveit í fyrra- dag en laxinn var tregur, þrátt fyrir að lax stykki á mínútu fresti í hyln- um. Það var mikið af fiski í ánni. Veiðimenn sem voru að koma úr Krossá á Skarðsströnd, veiddu 12 laxa og góður gangur hefur verið í Búðardalsá og Flekkudalsánni. Glerá í Dölum hefur gefið fáeina laxa. Sérfræfiingar í fluguveiOi Maelum stangir, splæsum lfnur og setjum upp. Eitt kort 20 vatnasvæði VEIÐIKORTIÐ ípCORTH) fe •*« tsso

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.