blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 2
2 I IWNLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 blaðÍA Bryndís út - Ingibjörg inn Bryndls Hlöðversdóttir, þingmaður Samfyikingarinnarlétafþingmennsku í gær, en hún var þriðji þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Hún afsalaði sér þingmennsku frá og með í. ágúst með bréfi sem hún sendi for- seta Alþingis 26. júlí síðastliðinn. Það var stór dagur hjá Bryndísi í gær, því ásamt því að hætta þingmennsku, tók hún við starfi deildarforseta lagadeild- ar Viðskiptaskólans á Bifföst. Það er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem tek- ur sæti Bryndísar á Alþingi. g Enn ein breytingin hjá Strætó Strætó sendi í gær frá sér tilkynningu um að breytingar verði á þjónustu Strætó á stofnleiðum alla þessa viku. Þar segir að á álagstimum verði ekið á 20 mínútna fresti í stað 10 mínútna og að nk. laugardag verði ekið á 30 mín- útna fresti í stað 20 mínútna. Leiða- bókin muni þó gilda að öllu leyti nema hvað álagstíma stofnleiða varðar. Samkvæmt tilkynningunni eru tvær ástæður fyrir breytingunni nú. Annarsvegar er um að ræða skort á mannskap vegna sumarfría vagn- stjóra en í ofanálag hafi vagnstjórum fjölgað með breytingum á leiðakerfi Stætó. Sem sagt - ferðir strætó verða færri þessa viku vegna þess að bílstjóra vant- ar. Þeir sem hyggjast nota strætó en vilja fá frekari upplýsingar geta hringt í þjónustunúmer Strætó bs. í síma 800 1199. Sameining Landsbanka, Straums og Buröaráss Sameiningarviðræður milli Landsbankans og fjárfest- ingafélaganna Straums og Burðaráss hafa staðið yfir um helgina og var samþykkkt að leggja sameiningu Burðaráss við Landsbankann annars vegar og Straum fjárfestingarbanka hins vegar. Gert er ráð fyrir að nafn fjár- festingarbankans verði Straumur- Burðarás fjárfestingarbanki hf. Þetta er í fyrsta skipti sem skráð félag í Kauphöll íslands er sameinað tveimur félögum. Stjórnendur hjá þessum fyrirtækjum vildu í engu svara spurningum fjölmiðla um málið í gærkvöldi. Markmið sameininganna er að mynda enn stærri og öflugri fjár- málafyrirtæki, sem eru í stakk búin til þess að takast á við breyttar aðstæður í banka- og fjárfestingar- starfsemi og metnaðarfull verkefni á alþjóðavettvangi. Sameiningin á að skila stækkuð- um efnahag og sterkari einingu. Hagnaður Landsbanka, Straums og Burðaráss var afar góður á fyrri hluta ársins. Landsbankinn hagn- aðist um 11 miljarða eftir skatta, Straumur um tæpa 8 miljarða og Burðaráss um rúma 24 miljarðar sem er einn mesti hagnaður íslensks fyrirtækis fyrr og síðar. Félögin þrjú hafa öll tengst átök- um um eignarhald íslandsbanka undanfarin misserin og hugsan- legum samruna Landsbanka og Is- landsbanka, en Landsbankamenn hafa verið mjög áfram um slíkt þó áhuginn sé dræmari inn við Kirkju- sand. Straumur á nú ríflega 21% hlut í Islandsbanka og Burðarás um 8% hlut þannig að nýtt félag myndi þá eiga tæplega þriðjungs hlut í íslands- banka. ■ Fjármálaeftirlitið kannar málefni Sparisjóðs Hafnarfjarðar Þjófnaður í beinni segir Lúðvík Bergvinsson w >' $ $ $ Tölvunám í viðurkenndum skóla Heimasíðugerð fyrirbömogunglinga Skemmtilegt námskeið um vefsíðugerö, myndvinnslu fyrir vefinn, gestabækur, blogg og fleira. Tveggja vikna námskeíð á morgnana hefst 8. ágúst. VerS20.900. TÖLVU- OG VERKFRÆÐIMÓNUSTAN Tölvusumarskólinn Sími 520 9000 • www.tv.is Fjármálaeftirlitið kannar nú hvort myndast hafi virkur eignarhluti í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Þetta staðfesti Jónas Fr. Jónsson, nýráð- inn forstjóri Fjármálaeftirlitsins í samtali við Blaðið í gær, en sagðist ennfremur ekkert geta tjáð sig frek- ar um málið. Sigurður G. Guðjónsson (einn eig- enda Blaðsins), er einn þeirra sem nýlega hefur fest kaup á stofnfjár- hlut í Sparisjóðnum. Hann segist hafa móttekið bréf frá Fjármálaeftir- Iitinu þann 26. júlí síðastliðinn þar sem spurt er útí ástæður fyrir kaup- unum sem og farið er fram á að fá afrit af kaupsamningi. Ennfremur er spurt útí hvort hann sé bundinn einhverjum samningum fyrir aðal- fund, eða hvort virkur eignarhluti hafi myndast. Sigurður segir að í bréfinu séu spurningar um mál sem hann sjái ekki að komi Fjármálaeftir- litinu við eins og ástæður kaupanna. Hann hyggst skila inn svari til eftir- litsins fyrir klukkan 15.00 í dag. Eiga stofnfiáreigendur sjóðinn? Málefni Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa verið nokkuð til umræðu að I ” .11 1^^. m 'TT' „það er ódýrt og einfalt að framkalla stafrænar myndir hjá okkur J&S'M tWiinf/AS Alfabakka 14 s. 557 4070 ’W'mfNwww.myndval.is undanförnu. Hart hefur verið tek- ist á um hann og um stofnfjárhluti i sjóðnum sem seldir hafa verið fyrir allt að 50 milljónir króna. Þeir sem keypt hafa stofnfjárhluti virðast líta þannig á að þeir sem stjórna þeim, stjórni sjóðnum, og með þvi að kaupa stofnfjárbréf sé í ra un hægt að kaupa Sparisjóðinn sjálfan. Lúð- vík Bergvinsson segir þetta aðför að sjóðnum og að í raun sé þetta eins og „rán í beinni útsendingu“. „Þetta er sorglegt dæmi um þá græðgi og bíræfni sem menn sýna til að komast yfir fjármuni sem þeir eiga ekki,“ segir Lúðvík. Löggjafinn á að bregðast vlð Hann bendir á að stofnfjárbréf hafi verið seld handvöldum og fámenn- um hópi. „Ég lít þannig á að þessum aðilum hafi fyrst og fremst verið falin varð- veisla og stjórn félagsins“. Nú virðast menn líta þannig á að þeir séu eigendur sjóðsins fremur en umsjónarmenn. Lúðvík segir að þessir menn hafi aldrei lagt neitt undir, og aldrei tekið neina áhættu, en geti nú selt með óheyrilegum hagnaði. „Ekki svo að ég skilji ekki þessa aðila. Ef einhver kæmi til mín og segðist vilja kaupa útidyrahurðina á 100 milljónir myndi ég selja. Það er hinsvegar mjög alvarlegt ef löggjaf- inn ætlar að láta þetta rán fara hjá án þess að grípa til ráðstafana“. Lúð- vík segist ætla að taka málið upp á alþingi á hausti komanda. _ Mótmœlendur við Kárahnjúka Fóru inn á stórhættulegt vinnusvæði Sjö manna hópur íslenskra og er- lendra mótmælenda, sem nú dvelja á landi Vaðs í Skriðdal fór inn á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar í gær og hengdu upp mótmælaborða. Borðinn var hengdur upp á norður- vegg aðalstíflu Kárahnjúkavirkjun- ar. Að sögn Ómars Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa Impregilo, lítur fyrirtækið þetta mjög alvarlegum augum. „Þarna er farið inn á mjög hættu- legt svæði, og þó að engar fram- kvæmdir séu nákvæmlega þar sem borðinn var hengdur upp, þurfti fólkið að fara í gegnum fram- kvæmdasvæði stíflunnar.“ Hann segir ennfremur að þó vinna fari ekki þarna fram, þar sem borðanum hafi verið komið fyrir, sé hætta á grjóthruni á svæðinu og það því hættulegt. Ómar gerir ráð fyrir að fólkið verði kært fyrir uppátækið. Hópurinn var handtekinn af lög- reglunni á Egilsstöðum í gær, en þeg- ar Blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort það myndi gista fangaklefa lögreglu í nótt. Hundruð fastir i Eyjum Nokkrar tafir urðu á flugi til og frá Vestmannaeyjum í gær vegna þoku. Mestu vandræðin voru í tengslum við flug til og frá Bakka- flugvelli, og síðdegis í gær höfðu aðeins 300 af þeim 850 farþegum sem áttu bókað flug þangað kom- ist leiðar sinnar, en ófært var á flugleiðinni frá þvi klukkan tvö í gær. Flug til og frá Reykjavík gekk örlítið betur enda flugvélar sem mega fljúga blindflug á þeirri leið. Um klukkan sex stöðvaðist hinsvegar allt flug milli Reykja- víkur og Eyja. Búist er við að um 500 þjóðhátíðargestir hafi verið strandaglópar í Vestmannaeyjum í nótt vegna þessa. Vont veður var í Vestmannaeyj- um í gær, rok og rigning, og fengu þeir sem ekki komust leiðar sinn- ar að koma sér fyrir í íþróttamið- stöðinni í Eyjum. n Afalla- lítið á Akureyri Aðstandendur hátíðarinnar Ein með öllu á Akureyri sögðust í samtali við Blaðið í gær vera nánst klökkir yfir því hversu vel hefði gengið nyrðra um helgina. Gera þeir ráð fyrir að 10 til 12 þúsund gestir hafi verið í bænum um helgina, og að þegar einnig sé gert ráð fyrir heimamönn- um megi búast við að 20 til 25 þús- und manns hafi verið á Akureyri um helgina. Miðað við fjöldann fór allt áfallalítið fram þó auðvitað hafi í ýmsu verið að snúast hjá lögreglu og gæslufólki. I gær höfðu til að mynda alls komið upp 24 fíkniefna- mál, 47 verið teknir fyrir of hraðan akstur og 9 fyrir ölvun við akstur. Einhverjar ryskingar urðu á hátíð- inni og á sunnudag var t.d. tilkynnt um 5 líkamsárásir en ekki hlutust mikil meiðsl í þeim og óvíst með eft- irmála vegna þeirra. Að sögn Braga Bergmann, eins for- svarsmanns hátíðarinnar, má segja að þetta hafi verið áfallalítið miðað við fjöldann. Til vitnis um mann- fjöldann á svæðinu var aðsókarmet slegið á Akureyrarvelli á sunnudag- inn, þegar um 16 þúsund manns flykktust á kvöldvöku. O Heiftsklrt (3 Léttskýjað Skýjað 0 Alskýjað /J Rignlng, MtaMttar '///, Rlonlng y Súld Sniókoma jj Slydda jj Snjóél Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Oriando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Oublln Glasgow 18 24 23 23 23 18 21 19 20 25 27 21 24 26 18 21 19 13 28 26 17 16 / / „/ / / ' 11° 14c 40 13° 12oW r 130 /'/, ♦©/// // / /// /// 10° ///., ’ið11 Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Vedurstofu fslands 11° * C4 12°' ' l morgun /// /// /// 11°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.