blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 26
26 I VIÐTAL ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÖST 2005 blaöiö Páll Magnússon um uppsögnina á Stöð 2, RÚV, fjölmiðlafólk og áhugamálin „Ekki nœgilegur töffarí” Blaðið/lngó Páll Magnússon tekur við starfi útvarpsstjóra í næsta mánuði. Hann hefur Iýst þeirri skoðun sinni að það væri holl- ara fyrir RÚV að vera ekki á auglýs- ingamarkaði og segir að eitt helsta markmið sitt í nýju starfi verði að efla menningarhlutverk stofn- unarinnar. „Ég tel að RÚV verði að marka sér stöðu í tilteknum þáttum, eins og til dæmis í menn- ingarumfjöllun,“ segir Páll. „Ríkis- sjónvarpið hefur ekki sinnt menn- ingarumfjöllun nægilega vel en Rás 1 sinnir henni hins vegar ágætlega. Ef réttlæta ætti tilvist Rásar 1 með því hversu margir hlusta á hana þá yrði hún lögð niður. £n ef menn reka fjölmiðil á menningarlegum forsendum þá verður að nota annan mælikvarða á það hvernig til tekst en einungis áhorfenda- eða hlust- endafjöldann. Að sumu leyti hefur Ríkissjónvarpið gengið of langt í átt að einkastöðvum í dagskrársam- setningu sinni og einblínt um of á að hámarka áhorfið og þar af leið- andi auglýsingatekjurnar. RÚV er þó nokkur vorkunn að þessu leyti, það hefur verið í fjárhagsvandræð- um, afnotagjöldin eru fastur póstur og menn hafa kvartað undan því að fá ekki eðlilegar hækkanir á þeim. Eina leiðin til að auka tekjur hefur verið að auka auglýsingatekjurnar. Um leið þokast dagskráin í átt að þeirri sem er á einkastöðvum og þá er ekki verið að sinna þeirri skyldu að láta til dæmis íslenska dagskrár- gerð hafa forgang. Mælikvarðinn á velgengni almenningssjónvarps get- ur ekki verið sá að þú eigir alltaf að hámarka áhorfenda- eða hlustenda- fjöldann. Ef það á stöðugt og alltaf að taka mið af áhorfendafjölda þá sitja menn uppi með fjölmiðil sem er nákvæmlega eins og afþreying- arsjónvarpsstöðvarnar - og það er ekki endilega íslensk menning.“ Þú virðist vera búinti að velta hlutverki RÚV nokkuð vandlega fyrir þér. „1 langan tíma hef ég verið í nábýli og návígi við RÚ V sem keppinautur þess. Það er ekki fyrst núna sem ég velti fyrir mér hlutverki stofnunar- innar. Einhverjir hafa staðið í þeirri meiningu að ég hafi í starfi mínu á Stöð 2 verið gagnrýninn á tilvist RÚV. Staðreyndin er sú að ég hef alltaf varið tilvist og tilverurétt Rík- isútvarpsins. Ég hef gagnrýnt RÚV fyrir ýmislegt, meðal annars fyrir að vita ekki alveg sjálft hvað það vill vera. Það hefur sumpart verið rekald og að sumu leyti stjórnunar- legur bastarður. Það breytir hins vegar ekki hinni grunnmúruðu skoðun minni að RÚV eigi fullkom- lega rétt á sér og hefur afar mikil- vægu hlutverki að gegna. En það verður að breytast eins og aðrir fjöl- miðlar. Hlutverk þess er nánast það sama samkvæmt skilgreiningu í núgildandi lögum og það var þegar Ríkisútvarpið var stofnað fyrir 75 árum en þá var ekkert jafnfjarlægt og sú hugsun að einkaaðilar myndu einhvern tíma reka ljósvakamiðla á Islandi. Það er kominn tími á end- urskoðun.“ Röng stefna hjá 365 Þú sagðir upp starfi sem sjónvarps- stjóri og fréttastjóri á Stöð 2 vegna ágreinings en hefur ekki viljað út- skýra nákvœmlega hvers eðlis hann var. Ætlarðu einhvern tíma að segja frá því? „Eigendur og stjórnendur fyrir- tækisins áttu það inni hjá mér að ég skýrði fyrir þeim í smáatriðum hvað mér fyndist vera að. Það gerði ég áður en ég tók ákvörðun um að sækja um nýtt starf. Þeim var svo- sem í stórum dráttum kunnugt um það áður, því þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég hef látið þá vita af því sem mér þykir miður fara hjá þessu fyrirtæki. Eg tel að sú stefna sem 365 hefur verið mörkuð sé í grundvallar- atriðum röng og það lýtur bæði að ritstjórnarlegum þáttum og rekstr- arlegum. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki viljað úthrópa þessa skoð- un mína á torgum og útskýra hana i smáatriðum er af tillitssemi við fyrrverandi samstarfsmenn mína og - áframhaldandi - vini sem eru að vinna að alls kyns verkefnum í samræmi við þá stefnu 365 sem ég tel ranga. Þeir eiga það ekki skilið að ég sé að hnýta opinberlega í það sem þeir eru að gera, og verða að fá að vinna að þessu í friði fyrir mér. Ég er hættur hjá þessu fyrirtæki og hef ekkert meira að segja um þetta mál. Ég sé ekki fyrir mér að þær aðstæð- ur skapist sem munu knýja á um að ég lýsi þessum skoðunum mínum og ágreiningi í smáatriðum. Sú staða er allavega ekki uppi núna Var óánægja búin að blunda í þér lengi? „Fyrir rúmu hálfu ári eða svo var tekið til við að móta fyrirtækinu nýja stefnu og ég hugsaði sem svo að ég myndi leggja mitt af mörkum og láta á það reyna innandyra hvort ekki fyndist leið sem ég væri reiðu-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.