blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 24
24 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 Maðið Fjöldafram leidd fœða fyrir ungabörn eykur likur á offítu Mikið samhengi er á milli offitu og verksmiðjuframleiddrar fæðu fyrir ungabörn. Þetta kom í ljós í rannsókn Alþj óðaheilbrigisstofnunarinnar, WHO, sem tímaritið Guardian birti fyrr á þessu ári. Foreldrar hafa að öllum líkindum búið til heilsufarsleg vandamál hjá börnum sínum með því að ofala þau. Vaxtarkúrfur sem búnar voru til í Bandaríkjunum fyrir tveimur áratugum voru byggðar á röngum ályktunum um eðlilega næringu ungabarna. Vaxtarkúrfurnar, sem notaðar hafa verið um allan heim, voru miðaðar út frá ungabörnum sem fengu aðallega þurrmjólk i stað brjóstamjólkur. Börn sem fengu brjóstamjólk virtust dafna síður en hin sem kúrfan var miðuð við en í ljós kom að þau voru fullkomlega heilbrigð. Rannsóknin, sem tók sjö ár, sýndi að börn sem einungis voru fædd á brjóstamjólk fyrstu sex mánuði lífs síns voru heilbrigðari og léttari en hin sem fylgja fyrrnefndri kúrfu. Þá kom í ljós að ef gerð væri ný kúrfa, byggð á börnum sem fengju brjóstamjólk, yrði meðalþyngd 7% lægri en hún er nú. Þessar staðreyndir hafa vakið ótta um það að gamlar kúrfur hafu ýtt undir þróun offitu. WHO hefur nú haft frumkvæði að því að teikna nýjar kúrfur sem munu kollvarpa gömlum mælingum. Búist er við að þetta muni koma af stað byltingu i heilbrigðiskerfinu öllu. Mercedes De Onis, næringafræðingur hjá hinu opinbera í Bretlandi er sannfærð um að nýju kúrfurnar verði notaðar um allan heim þegar athygli hefur verið i B !>ri n Bravado brjóstagjafa-brjóstarhaldari í öllum stæröum 32-B - 46-H Úr 100% bómull Inxik&ULiw ay'tmAxmliar brjóstaýjanr Brjostagjöf ræst a nensugæsiustoovum, sjúkrahúsum og sölustöövum Medela Anægjuktgu fyrir og bamid þit! Lonsinoh brjóstoáburðu7~| er borinn á geirvörturnar þrjá síöustu mánuöi meögöngu sem fyrirbyg- gjandi meöhöndlun. Síðan í lok hver- rar brjóstagafar og oftar ef þurfa þykir vakin á þessu og umræðan hefur fundið sér farveg. Stjórnvöld hafa sýnt þessum málstað takmarkaðan áhuga en Mercedes býst við að barnalæknar nái í þessar kúrfur á netinu þegar þær verða komnar í gagnið og hendi þeim gömlu, áður en stjórnvöld gera þær opinberar. Ekki er offita eina afleiðing þess að gefa ungabörnum þurrmjólk og annan verksmiðjuframleiddan mat. Vaxandi líkur eru á þvi miðað við rannsóknir að hætta á hjartavandamálum og sykursýki stóraukist seinna um ævina. ■ Ómetanlegum verðmætum hellt niður í nágrannalöndum fslands og víða um hinn vestræna heim eru starfandi mjólkurbankar. Alþj ó ð aheilbr igð - isstofnunin hefur gefið út að slíkir bankar séu besti kostur þeirra barna sem ekki eiga möguleika á að nærast á mjólk frá eigin móður. Hér á landi hefur slíkur banki ekki starfað en áð- ur fýrr var afgangsmjólk nýtt á Vöku- deild Landsspitalans. Aukinn áhugi hefur verið á stofnun slíks banka á íslandi enda mikilvægur möguleiki fyrir íslensk kornabörn. „Það hefur ekki verið rætt alvarlega hjá Land- læknisembættinu að setja á stofn mjólkurbanka," segir Anna Björg Ara- dóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Land- læknisembættinu, „en ljósmæður hafa mikið velt þessu fyrir sér.“ Hún segir að slíkur banki væri þó mun betri kostur fyrir íslensk ungabörn en þurrmjólkin. „Brjóstamjólkin er bara miklu betri kostur. Þannig að ef börn geta ekki fengið brjóstamjólk ffá eigin móður væri gott að geta leitað í banka.“ Guðrún Jónasdóttir brjóstagjafaráðgjafi segir að ómetanleg- um verðmætum sé hellt niður vegna skorts á slíkum banka hér á landi. „Þetta er eitthvað sem ég verð óneitanlega vör við. Ég leigi út mjaltavél- ar og það er mjög al- gengt að konur sem eru með vélar spyrji hvort þær geti gefið mjólkina sína eitthvert annað því þær eru með umframbirgðir.Hér er ekk- ert um það að ræða og það sviður að þann möguleika vanti því augljóslega er mjólkin til. Oft segja konur mér að þær séu að hella niður miklu magni af mjólk sem enginn getur nýtt.“ íl!)! Pyntcu tvtyjjjtu taktaAœUu, örvarfynt oy wjólkar íuo Medeía/ karwtony brjóstadzeía/

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.