blaðið - 10.08.2005, Síða 20
20 I SNYRTIVÖRUR
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 ! blaðið
Ferskí og fallegra andlit
farðaðu þig eins og Jennifer Lopez
Fatasmekkur söng- og leikkonunn-
ar Jennifer Lopez kann að vera marg-
breytilegur, allt frá nýtískulegum
götufatnaði upp í hátískuklæðnað,
en áherslur hennar í andlitsmáln-
ingu virðast hins vegar yfirleitt þær
sömu. Stjarnan íðilfagra sést yfirleitt
með kvenlega og náttúrulega förðun
og lítið er um skyggingar og liti sem
geta orðið yfirþyrmandi, hvort sem
er á forsíðum tímarita, í kvikmynd-
um eða myndböndum.
Jennifer leggur áherslu á frísklegt
og kynþokkafullt útlit án þess að
vera með litadýrðina í hávegum og
þykkt lag af farða.
Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum
og fáið fram fallegt og yfirvegað útlit
án þess að til mikilla útlitsbreytinga
komi. Förðunarfræðingar stjarn-
anna segja þessa leið ágæta til þess
að ná þeirri fallegu og fersku förðun
sem Jennifer Lopez er jafnan þekkt
fyrir.
Það sem þú þarft:
• Létt grunnmeik
• Hyljari
• Þunntpúður
• Léttur ogglansandi kremlitað
ur augnskuggi
• Hlutlaus Ijósbrúnn augn
skuggi
• Augnhárabrettari
• Svartur maskari
• Augabrúnalitur í daufari tón
en hárliturinn
• Rósrauður kinnalitur
• Ljós varablýantur
• Gljáandi gloss, jafnvel litlaust
1. Grunnmeik, hyljari og púður.
Settu örlítið lag af léttum farða á
húðina og dreifðu vel úr með fingr-
unum. Gakktu úr skugga um að
lagið sé örþunnt og varla sýnilegt.
Hyljari undir augun og á önnur mis-
lit svæði er einnig góður til þess að
jafna húðina sem mest. Þá er létt
púður í réttum lit gott til þess að
setja jafnvægi á húðina, en ekki má
vera of mikið.
2. Augnskuggi
Þegar farði hefur verið settur á
er komið að augnskugganum sem í
þessu tilfelli er afar ljós. Púður yfir
augnsvæðið hjúpar vel fyrir augn-
skuggann og gerir förðun auðveld-
ari. Settu lag afléttum kremlituðum
lit frá augnbeini niður að augnhár-
um og því næst ljósbrúnan lit með
léttum bursta. (gott er að setja laust
litlaust púður undir augun áður
en augnskuggi er settur á augun ef
hann skildi falla niður. Púðrið er
svo dustað af þegar augun hafa ver-
ið förðuð)
3. Augnhár
Notaðu augnhárabrettara til þess
að ná fram fallegu lagi á augnhárin.
Settu svo þykkt lag af góðum svört-
um maskara á efri augnhárin ein-
göngu. Til þess að gera augun skýr-
ari má setja dökkan augnskugga í
ytri horn neðri augnháranna með
litlum bursta. Fína og næstum ósýni-
lega línu.
4. Augabrúnir
Með því að nota fallegan auga-
brúnalit má móta augabrúnirnar
eftir þörfum, hvort sem þær eiga að
vera áberandi eður ei. Passa þarf þó
litaval og til þess að ná fram sem nátt-
úrulegustum yfirlitum þarf liturinn
að vera ljósari en hárið annars verða
brúnirnar alltof skýrar og beittar.
5. Kinnalitur
Jennifer Lopez er jafnan með gljá-
andi kinnalit til þess að lífga upp
á annars daufa förðunina. Krem-
kenndur kinnalitur í heitum rósrauð-
um lit er mjög fallegur en passa þarf
að dreifa vel úr honum svo að ekki
myndist tvö epli á kinnunum. Settu
þunnt lag á kinnbeinin og dreifðu
svo jafnt og þétt í átt að hárlínunni.
Byrjaðu á litlu í einu og bættu svo
við eftir þörfum. Oft er nóg að setja
sem minnst svo að liturinn verði
ekki yfirþyrmandi.
6. Varablýantur og gloss
Gerðu útlínur varanna eilítið skýr-
ari með fallegum varalitablýanti í
ljósum tón. Að lokum er settur glans-
andi gloss sem gerir varirnar kyssi-
legri og þykkari.
hálldora@vbl.is
Sterkari og sýnilegri augnhár
- nýi maskarinnfrá L'oréal
með bursta í, en í honum er settur á bursti 2 en hann þekur
er góð næring fyrir hárin auk þess vel og gefur djúpan og fallegan lit án
íburðamikill maskari, sem hárin lengjast allverulega. Nátt- þess að klístrást. Augnhárin verða
en hann samanstendur af tveimur úrulegir þræðir í burstanum gera þykkari, lengri og í alla staði afar
Double Extension maskarinn frá burstum sem hver gegnir sínu hlut- meiraúraugnhárunumogvaldaþví falleg.
L'oréal er sérlega styrkjandi og verki. Fyrst eru augnhárin þakin að maskarinn verður fallegri. Næst
Endurnœrandi
vökvi sem úðað
ur er á andlitið
FIX+ frá Mac er endurnær-
andi vökvi í spreyformi sem
hægt er að úða á andlitið
undir og yfir farða. Vökvinn
er afar góður fyrir húðina
enda ríkur af A-vítamínum
og andlitið verður ferskara
yfirlitum. Efnið hentar öll-
um húðgerðum og gerir góða
hluti fyrir þreytta húð. Úðan-
um er haldið rétt frá andliti og
spreyjað nokkrum sinnum létt
yfir þegar augun eru lokuð.
Þessi skemmtilega nýjung frá
MAC er afskaplega sniðug í hita og
þegar fólk hefur setið lengi fyrir
framan tölvuna. Lífgar upp á andlit-
ið og húðin verður endurnærð auk
þess sem viðkomandi hressist.
W - CV.V)
Y»»Vlí>»'SÍ’
Glansandi og
glœsilegt gloss
Chanel setti nýverið á markað
nýja gerð af glossum í hinum
ýmsu litum, allt frá ljósum upp
í sterka og áberandi liti. Þessi
gloss eru litlaus og gera varirnar
eðlilega glansandi og kyssilegar,
auk þess að draga fram varalínurn-
ar og mýkja munnsvipinn. Hentar
afar vel á daginn þegar konur vilja
draga fram það besta af vörunum
en vera jafnframt eðlilegar og með
óáberandi lit á þeim. Þá getur ver-
ið gott að setja daufa varalínu til
þess að móta varirnar og setja svo
gloss yfir. Mjög þægilegur gloss
sem klístrast ekki og viðheldur frísk-
leika varanna.
m
A Perfect
World
andoxunar rakakrem með
hvítu tei
Senn fer að hausta og því mikilvægt
að undirbúa húðina undir þær veðra-
breytingar sem geta átt sér stað. Húð-
in getur þornað upp þegar tekur að
kólna og í alla staði nauðsynlegt
að umhirða húðar sé með besta
móti. Snyrtivörufyrirtækið Origins
er þekkt fyrir afspyrnu góð krem,
hvort sem um rakakrem, maska eða
önnur krem er að ræða og því ekki
úr vegi að kynna sér eitthvað af því
sem í línunni er að finna.
A Perfect World er frábært and-
oxunar rakakrem með hvítu tei, en
það gefur húðinni djúpan raka um
leið og það verndar húðina gegn
öldrun og mengun. Úthald húð-
frumna til að gera við sig sjálfar
eykst, rakavörn húðarinnar styrkist
og litamismunur minnkar, aukþess
sem kremið hefur róandi, frískandi
og hressandi áhrif á líkama og sál.
Kremið er borið á hreina húðina
en það hentar best fyrir blandaða,
þurra og viðkvæma húð.