blaðið - 18.08.2005, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 blaöiö
BAUGSMÁLIÐ
Blaöiö/Gúndi
Eyðsla Jóns Ásgeirs
Gucci,
djamm
og
pylsur
Málið illskiljanlegt þar til
menn. skilja hugarfar
Jóns Ásgeirs
- segir Deidre Lo, sem í gœr kynnti skýrslu ensks eftirlitsfyrirtœkis um
ákœrur í Baugsmálinu sem unnin var að beiðni Baugs
Jón Ásgeir Jóhannesson á að hafa
notað greiðslukort Baugs til þess
að greiða 12.553.358 krónur fyrir
eigin neyslu á þeim fjórum árum
sem rannsóknin náði yfir. Jón Ás-
geir virðist hafa straujað kortið
langmest árið 2001 eða fyrir rúm-
ar tíu og hálfa milljón króna. Ríf-
lega sex milljónir fara þar af til
eins og sama aðila en það er að
öllum líkindum ferðakostnaður.
Einnig má rekja fjórar færslur
til Flóridaríkis í Bandaríkjunum
þar sem Jóni Ásgeiri tókst að eyða
tæpri milljón króna í skemmtan-
ir á einni helgi. Þá keypti Jón Ás-
geir á tímabilinu tískufatnað fyr-
ir rúmar þrjár milljónir en þar af
mátti rekja tæplega tvær þeirra
til Gucci verslana. Þess má geta
að hæsta færslan í Gucci verslun
var upp á 665 þúsund krónur.
Skyndibiti og bíó
Einnig greiddi Jón Ásgeir fyrir
fjölmargar kvikmyndahúsa-
ferðir með korti Baugs og eins
ýmsan skyndibita, m.a. bæjar-
ins bestu pylsur. Samanlagt er
neysla Jóns Ásgeirs á skyndibita-
stöðum, í bíóhúsum og á börum
Reykjavíkur um 140 þúsund
krónur þessi fjögur ár. Þess ber
að geta að þetta er einungis sú
upphæð sem færðist á greiðslu-
kort Baugs. Þá er enn ótalinn
ríflega 100 þúsund króna reikn-
ingur frá efnalaug og um 100 þús-
und krónur i tannlæknakostnað.
Blaöiö/Gúndi
Jóhannes í Bónus:
Erum öll
algerlega saklaus
„Við erum öll algerlega saklaus
og ég held að 98% þjóðarinnar
séu sammála okkur í því“, sagði
Jóhannes Jónsson í Bónus á göng-
um Héraðsdóms Reykjavíkur,
skömmu eftir að þingfestingu á
máli ákæruvaldsins gegn honum
lauk i gær. Aðspurður um það á
hverju hann byggði þá skoðun
sína að þorri Islendinga væri á
sínu bandi svaraði Jóhannes: „Af
viðtölum við fólk og ég veit hvað
þarna að baki býr. Það er nóg fyrir
mig.“
Ekki bar á öðru en að Jóhann-
es væri brattur og hann kvaðst
ánægður með tilveruna þrátt fyrir
allt. „Þetta er bara ágætur dagur
og bara ágætt að þetta er komið
fram.“
Hann sagðist fagna því að ákær-
urnar lægju loksins fyrir enda
hefði biðin verið erfið. „Það er bú-
ið að vera þriggja ára tortúr að eiga
þetta yfir höfði sér og nú vitum
hvað það er í dag. Þetta tekur ansi
langan tíma, væntanlega fimm ár
úr ævi okkar, en ókei, það er allt
í lagi að lifa með því. Við erum
sannfærð um sakleysi okkar og lif-
um samkvæmt því. Þetta heldur
aAr\r\ <rXlr., Armv r\\r\riirU
I gær boðaði Baugur til blaðamanna-
fundar á Hótel Nordica þar sem kynnt
var skýrsla bresks fyrirtækis um
ákærur ríkislögreglustjóra á hendur
lykilmönnum fyrirtækisins. Þar kom
meðal annars fram það álit fulltrúa fyr-
irtækisins að málið væri afar flókið og
jafnvel erfitt fyrir þaulvana endurskoð-
endur að átta sig á öllum atriðum þess.
Til þess að ná yfirsýn yfir það þyrftu
menn fyrst að skilja hugarfar Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs.
Skýrslan ekki afhent
Deidre Lo, fulltrúi Capcon-Argen
Ltd„ kynnti skýrsluna á fundinum
og fór yfir alla ákæruliði málsins
sem eru 40 talsins. Á hinn bóginn
var skýrslan sjálf var ekki afhent á
fundinum og sagði Sara Lind Þor-
steinsdóttir, forstöðumaður upplýs-
inga- og kynningarsviðs Baugs, að
hún væri innanhúsplagg hjá fyrir-
tækinu.
Lo sagði að fyrirtæki hennar hefði
aðeins haft fjórar vikur til þess að
vinna skýrsluna en hún hefði byggst
á gögnum fyrirtækisins auk þess sem
fyrirtækið hefði haft fullan aðgang að
stjórn fyrirtækisins, forstjóra og öðr-
um stjórnendum hjá fyrirtækinu.
Lo fór einkum yfir þau ákæruatriði
sem snúa að persónulegum útgjöld-
um Jóns Ásgeirs sem greidd voru með
kreditkorti Baugs. Sagði hún Capcon-
Argen Ltd. telja að hér væri um inn-
anhúsmál Baugs að ræða. Hún benti
á, eins og ffam hefur komið, að allar
þessar færslur hefðu verið greiddar til
baka.
Engar skýringar
Nokkuð var spurt um víxilinn sem
var notaður til þeirrar endurgreiðslu.
Hann var að sögn gefinn út hinn 20.
maí 2002 eftir innri endurskoðun
hjá Baugi. Lo var spurð hvers vegna
hann hefði ekki verið greiddur fyrr
en 5. september, um viku eftir hús-
leit efnahagsbrotadeildar Ríkislög-
reglustjóra. Hún kvaðst ekki hafa
fengið skýringar á því og hafði ekki
heldur á takteinum hver upphæð
víxilsins hefði verið, aðeins að hún
hefði verið
meira en 2C
milljónir. Aðspurð
kvaðst hún ekki vita hvort
uppgjör með þessum hætti teldist til
eðlilegra viðskiptahátta.
Hún áréttaði þó að samkvæmt bók-
haldi hefði Baugur ávallt skuldað Jóni
Ásgeiri meira en hann skuldaði fyrir-
tækinu.
Hvað endurgreiðslurnar áhrærði
kvaðst hún ekki getað fullyrt að Jón Ás-
geir hefði haft heimild til þess að nota
krítarkort fyrirtækisins til einkanota,
hún hefði ekki séð ráðningarsamning
hans. Sér skildistþó að stjórn fyrirtæk-
isins hafi vitað af þessu fyrirkomulagi
þó þar hafi ekki legið samþykkt að
baki.
Lánveitingar
Lánveitingar Baugs til hlutafjár-
kaupa í fyrirtækinu bárust einnig
í tal á kynningunni og var lán til
Kristínar Jóhannesdóttur sérstak-
lega rætt í því samhengi en hún var
ekki starfsmaður fyrirtækisins. Lo
kvaðst ekki vita hvort aðrir hluthaf-
ar hefðu fengið lán með sama hætti
og sömu kjörum.
Þegar tahð barst að afskiptum
Baugs að smábátaútgerð í Flórída
vandaðist málið því fundargestir áttu
margir erfitt með að skilja margþætt-
ar greiðslur á vegum Gaums, fjárfest-
ingarfélags Bónusfjölskyldunnar og
Baugs til Nordica, fyrirtækis Jóns
Geralds Sullenberger. Lo játaði að þar
væri um afar flókið fjárstreymi að
ræða og erfitt að skilja fyrir hvað væri
verið að borga. Hún sagði Jón Ásgeir
vera margt betur gefið en nákvæmni
þegar krónur og aurar væru annars
vegar, hans hæfileiki fælist í að sjá
stóru myndina. „Maður skilur þessi
mál ekki almennilega fyrr en mað-
ur áttar sig á hugarfari Jóns Ásgeirs",
sagði Deidre Lo.
f
‘SiiÍM & Jtyqqvaqötu 8,101 ReyQiaviQ
.-----------------—S. 611 2272
•’fhc CASTCB OF V '
<)> *<!í
MenHÍHgarMött
SaBga gtemmÍHQ
íca ;
50 rr ff
m