blaðið - 18.08.2005, Qupperneq 32
32 I MENNIWG
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 Maðiö
Petta lif tilnefnt
tu verolauna
- ogÁsa ammafrumsýnd ísjónvarpi
Blaöiö/Cúndl
George Bush. Fer í fríið með merkilegar bækur.
Bush fer i fri
til að lesa
Heimildamyndin Ása amma, eftir
Þorstein J. Vilhjálmsson, verður
sýnd í kvöld í Ríkissjónvarpinu en
hún var frumsýnd í þremur hlut-
um á veftímaritinu Þetta líf sem
Þorsteinn heldur úti á slóðinni
www.thorsteinnj.is. „Myndin er
þó endurklippt fyrir sjónvarp-
ið því það er allt annar miðill",
segir Þorsteinn. Hún fjallar um
barnabörnin Ásu og Tómas sem
hafa áhyggjur af ömmu sinni og
tala um að henni hafi verið rænt.
,Ása amma vildi fara á elliheimil-
ið Grund en í millitíðinni fór hún
á heilsuhælið í Hveragerði þangað
sem hún var sótt af tengdasyni sín-
um. Þau fluttu hana á heimili sitt
og einangruðu hana frá öðrum
ættingjum og leyfðu ekki heim-
sóknir til hennar eða símtöl.“
Huga þarf að réttar-
stöðu aldraðra
Þorsteinn fylgdist með framþró-
un þessa máls og sýndi í tímariti
sínu á netinu en þar talaði hann
við félagsmálafulltrúa sem skýrði
stöðu aldraðra og sagði að hún
væri mun verri en fólk gerir sér
almennt grein fyrir. „Ef það leik-
ur grunur á að illa sé farið með
barn þá er barnaverndarfulltrúi
kallaður til en það er ekki sama
uppi á teningnum þegar kemur
að öldruðum því þeir eru auðvit-
að lögráða einstaklingar", segir
Þorsteinn. Ekki var hægt að gera
neitt fyrir Ásu ömmu fyrr en dótt-
ir hennar keypti af henni íbúðina,
með ólögmætum hætti að sögn
annarra ættingja.
Þetta líf tilnefnt til verðlauna
Þetta líf var í vikunni tilnefnt til
Prix Europa verðlaunanna í Berl-
ín í flokki netmiðla. Þetta eru ein
stærstu verðlaun sinnar tegundar
í Evrópu en keppt er í nokkrum
flokkum, sjónvarps- og útvarps-
þátta, að ógleymdum netmiðlum.
Sjónvarpstímaritið var sett á lagg-
irnar í janúar 2005 og byggir fyrst
og fremst á lifandi myndefni.
„Netið er fremur sjónrænn miðill
en textamiðill og það er ákaflega
gaman að vinna með hann því
hann er sífellt að þróast meira í
þá átt“, segir Þorsteinn sem mun
kynna veftimaritið í Berlín dag-
ana 16.-21. október á Prix Europa
hátíðinni. Úrslit hátíðarinnar
verða svo kunngjörð á lokahófi
hennar að kvöldi 2i.október. ■
,Hann er oft laus við forvitni og þess
vegna illa upplýstur", sagði David
Frum fyrrverandi ræðusmiður Ge-
orge Bush Bandaríkjaforseta í minn-
ingum sínum. Fjölmargir hafa tekið
undir þessi orð og látið að því liggja
að forsetinn geti varla verið hraðlæs.
Vegna þessa vekur kannski sérstaka
athygli hvaða bækur George Bush
hefur valið til að hafa með sér í frí-
ið. Á leslistanum er Salt: A World
History eftir Mark Kurlansky en
bókin sem er 484 blaðsíður fjallar
um hlutverk salts í veraldarsögunni.
Höfundurinn Kurlansky, sem áður
hefur skrifað bók um sögu þorsks-
ins, segist undrandi á því að forset-
inn hafi sett bókina á lestrarlista
sinn. „Fyrstu viðbrögð mín voru já,
les hann bækur“ segir Kurlansky.
Aðrar bækur á listanum eru held-
ur engin smásmíði. Þær eru Alex-
ander II: the Last Great Tsar eftir
Edvard Radzinsky og The Great
Influenza: The Epic Story of the De-
adliest Plague in History eftir John
M Barry.
Rúmfatalagerinn óskar eftir verslunarfólki og afgreióslufólki,
í boói er fullt starf og hlutastarf.
Góó laun í boði fyrir duglega einstaklinga.
Mikil vinna í boói ó líflegum og skemmtilegum vinnustaó.
Or vöxtur fyrirtækisins gefur mikla möguleika ó aö vaxa í starfi.
Hæfniskröfur:
• Hressleiki
• Opin tyrir nýjungum
• Tilbúin að læra
• Reynsla af verslunarstörfum æskileg
Umsóknir sendist ó rumfatalagerinn@rumfatalagerinn.is eða Smáratorg 1 201
Kópavogur merkt „Atvinna". Allar nánari upplýsingar veita verlsunarstjórar \
verslunum Rúmfatalagersins milli 14:00 - 16:00.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Smáratorgi 1
200 Kópa-
vogi
510 7000
Póstkrafa
Smáratorgi 1
Holtagörðum
v/Holtaveg
104 Reykjavík
588 7499
Skeifunni13
108 Reykjavík
568 7499
Glerártorg
600 Akureyri
463 3333
Póstkrafa
Glerártorg
463 3333