blaðið - 24.08.2005, Side 4
4 I INWLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 blaöi6
Gjaldþrot sushi-verksmiðjunnar Sindra-
bergs er nýjasta dæmið um erfiða stöðu
fiskvinnslunnar
Hrár fiskur
ei meir
Sindraberg á ísafirði
gjaldþrota
Á þriðja tug starfsmanna missa vinn-
una við gjaldþrot sushi-verksmiðj-
unnar Sindrabergs ehf. á ísafirði, en
stjórn félagsins hefur óskað eftir því
að bú þess verði tekið til gjaldþrota-
skipta. Fyrirtækið, sem stofnað var
árið 1999, sérhæfði sig í framleiðslu
á frosnum sushi-réttum og var það
fyrsta og eina fyrirtækið hér á landi
í slíkriframleiðslu. Fyrirtækið hefur
átt í rekstrarerfiðleikum um nokkra
hríð enda reyndist samkeppni við
erlenda framleiðslu á frosnu sushi
frá öðrum löndum Evrópu sem og
frá Asíu erfið. Ennfremur er ljóst
að gengisþróun að undanförnu hafi
komið mjög illa við fyrirtækið.
Líkur á frekari gjaldþrotum
Að undanförnu hafa fjölmargar frétt-
ir borist af rekstrarerfiðleikum fisk-
vinnslufyrirtækja hér á landi sem
og gjaldþrotum. Þannig hafa fisk-
vinnslufyrirtæki á Bildudal, Suður-
nesjum, Reyðarfirði og Stöðvarfirði
hætt starfsemi undanfarna mánuði.
Að sögn Arnars Sigmundssonar, for-
manns Samtaka fiskvinnslustöðva,
er gjaldþrot Sindrabergs því aðeins
síðasta dæmið um erfiða stöðu fisk-
vinnslunnar um þessar mundir.
„Það er vandséð hvað þetta getur
gengið lengi og ef svo fer áfram sem
horfir er viðbúið að fleiri en eitt og
fleiri en tvö fyrirtæki fari sömu leið
á næstunni", segir Arnar.
Erfitt að meta stöðuna
Hann segir ennfremur að þau fyr-
irtæki sem veikari eru fyrir leggi
augljóslega fyrst upp laupana. Að-
spurður um hversu almennir rekstr-
arerfiðleikar fiskvinnslufyrirtækja
séu segir Arnar að oft heyrist af
einhverjum erfiðleikum í rekstri
fyrirtækja. Hins vegar sé það oft
orðrómur og að lítið fréttist fyrr en
fjölmiðlar birti fréttir af gjaldþroti.
Það sé því mjög erfitt að meta stöðu
fyrirtækja hér á landi um þessar
mundir. ■
Tekist á um bensínverð
Utreikningar fjármála
ráðuneytis véfengdir
1S milljón
plöntur
gróðursettar
Fimmtán milljónasta plantan undir
merkjum Landgræðsluskóga var
gróðursett f gær við hátíðlega athöfn í
Smalaholti í Garðabæ. Gróðursetninguna
annaðist Guðni Agústsson, landbúnað-
arráðherra, Baldur Guðnason, forstjóri
Eimskips og fleiri fulltrúar Landgræðslu-
skógaverkefnisins. Staðsetningin var
táknræn þar sem þann 6. maf fyrir 15
árum sfðan gróðursetti þáverandi forseti
fslands, Vigdís Finnbogadóttir, fyrstu
plöntuna á sama stað.
Reiknimeistararfjármálaráðuneytis-
ins annars vegar og Félags íslenskra
bifreiðaeigenda (FÍB) hins vegar
komast að andstæðum niðurstöðum
í útreikningum sínum á því hvort
bensínverð sé nú það hæsta hér á
landi frá upphafi eða ekki. 1 vefriti
fjármálaráðuneytisins á dögunum
segir að verð hafi oft verið hærra en
FÍB fullyrðir hins vegar á heimasíðu
sinni í gær að svo sé ekki.
Útreikningar FÍB marktækari
Samkvæmt hagfræðingum sem Blað-
ið ræddi við eru útreikningar beggja
aðila réttir. Því sem munar er hins
vegar að ráðuneytið miðar útreikn-
inga sína út frá vísitölu launakostn-
aðar, meðan FlB ber verðið saman
við vísitölu neysluverðs. Virðast hag-
fræðingar sammála um að útreikn-
ingar FIB séu marktækari.
„Launavísitalan hefur hækkað
mjög mikið undanfarin ár en hún
hefur hækkað um fjórðung frá byrj-
un árs 1998. Þegar þetta háa bensin-
verð nú er skoðað í samhengi við
launavísitölu virkar það lægra en
ella. FÍB miðar við verð á vörum al-
mennt en fjármálaráðuneytið við
laun sem er svolítið sérstakt”, seg-
ir Gylfi Magnússon hagfræðingur.
Hann segir hins vegar að réttlæta
megi nálgun ráðuneytisins.
„Það sem niðurstaða þeirra sýnir
okkur er að við höfum fleiri krónur
til að kaupa hið dýra bensín”, segir
Gylfi.
Heppilegur mælikvarði valinn
FÍB fór á dögunum fram á að ríkið
og fjármálaráðuney tið lækkuðu álög-
ur á bensíni. Útreikningar fjármála-
ráðuneytisins á bensínverði komu í
kjölfarið og var birtur sama dag og
ráðuneytið tilkynnti að umræddar
álögur yrðu ekki lækkaðar. Einn
hagfræðingur sem Blaðið ræddi við kvarða sem heppilegastur hefði ver-
sagði að þetta sýndi að ráðuneytið ið til að réttlæta þessa ákvörðun. ■
hefði valið sér
þann mæli-
er því ósammála. Hagfræðingar taka undir með F(B
PRENTLAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI
Morðið á laugardag
Unnið að
rannsókn
Sigurbjörn Víðir Eggertsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn
í Reykjavík, segir að enn sé
unnið að rannsókn morðmáls-
ins frá því á laugardagsmorg-
un. Hann gat ekki staðfest
heimildir Blaðsins sem sögðu
að þau fjögur vitni sem urðu
að atvikinu hefðu aftur verið
kölluð til yfirheyrslu í gær.„Það
er ekkert ólíklegt, það verður
örugglega talað við þau og það
verður til þess að fylla í mynd-
ina“, sagði Sigurbjörn. Hann
sagði að í gær hefði verið talað
við manninn sem var færður í
gæsluvarðhald vegna málsins.
I fyrradag reyndist slíkt erfitt
þar sem maðurinn þótti ekki
í ástandi fyrir yfirheyrslu.
Hægagang-
ur í norrænu
samstarfi
Valgerður Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, gerði
það að umtalsefni í ávarpi sínu
á ársfundi Vestnorræna ráðsins
í gær að afgreiðsla á tillögum
ráðsins klárist seint og illa.
Nefndi hún sem dæmi nokkrar
tillögur ráðsins frá árunum
1998 til 2001. Annars sagði
Valgerður að samstarf milli vest-
norrænna ráðherra hefði verið
frábært undanfarin ár. Hún
sagðist trúa því að fólk væri
sammála því að samvinna hafi
gefið af sér í samræmi við vænt-
ingar en alltaf megi gera betur.
www. reykjavik. is:
Um 60.000
innlit í
síðustu viku
I síðustu viku var slegið
aðsóknamet á vef Reykjavík-
urborgar en innlit voru 59.988
í vikunni og fjöldi einstakra
notenda var 28.532. Fyrra metið
var rétt um 20.000 notendur
og 31.000 innlit í lok febrúar
þegar Vetrarhátíð stóð sem
hæst. Vefurinn er mældur
skv. samræmdri vefmælingu
Modernus og Verslunarráðs
íslands.Ástæða notkunar-
innar er Menningarnótt en
dagskrá hennar var á vefnum.
Hraði og hagkvæmni
Canon LBP-5200
Hraðvirkur og hagkvæmur litageislaprentari
• Prentar 19 bls. í svarthvítu á mín. og fjórar í lit.
• Upplausn 600x600 dpi - 9600x600 punkta prentun.
■ Engin upphitunartími eða bið.
■ USB2.0 Hi-Speed tengi.
Tilboðsverð 34.900 kr.
Listaverð 39.900 kr.
í fyrirrúmi
Canon BIJ-1300
Hraðvirkur og hagkvæmur A4 bleksprautuprentari
• Prentar 20 bls. í svarthvítu á mín. og 12 í lit.
• Upplausn 2400x1200 dpi.
■ Fjögurra hylkja kerfi sem lækkar rekstrarkostnað.
• Stór blekhylki - Svart 130 ml og litur 80 ml hvert.
• Netkort (aukabúnaður).
Tilboðsverð 49.900 kr.
Listaverð 69.900 kr.
Canon LBP-2900
Nettur hágæða geislaprentari
• Prentar 12 bls. á min. í svarthvítu.
• Upplausn 600x600 dpi.
• Enginn upphitunartími.
• Mjög auðveldur í notkun.
Tilboðsverð 11.900 kr.
Listaverð 14.980 kr.
Söluaðilar um land allt.
Nánari upplýsingar um Canon eru á
www.canon.nyherji.is
<Q>
nýherji
Nýherji hf. ■ Borgartúni 37 • 105 Reykjavik
Sími 569 7700 • www.nyherji.is