blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR I 11
Helmingur asískra
barna býr við fátækt
Nærri helmingur 1,27 milljarða as-
ískra barna býr við fátækt - skort
á mat, hreinu drykkjarvatni, heil-
brigðisþjónustu og húsaskjóli sam-
kvæmt skýrslu rannsóknarhóps
þróunarstofnunar sem gefin var út
í gær. Um 600 milljón barna undir
18 ára aldri skortir einn af fyrrnefnd-
um grundvallarþáttum og yfir 350
milljónir skortir tvo eða fleiri af
þáttunum. Rannsóknin bar heitið
,,Að alast upp í Asíu“ og hefur það að
markmiði að vinna að áætlun um
hvernig megi bæta ástandið. 1 skýrsl-
unni kom einnig fram að um helm-
ingur asískra fjölskyldna hagnast
ekki á auknum hagvexti og alþjóða-
væðingu.
Rannsóknarnefndin sagði ástæð-
urnar fyrir því að Asía réði illa við
gifurlega fólksfjölgun vera skort á
menntun, heilbrigðisþjónustu og
hreinlæti og þá væri stéttamismun-
un, máttlaus stjórnvöld og gífurleg
spilling einnig þrándur í götu. „I
Asíu eru meira en helmingi fleiri
börn sem líða alvarlegan skort en á
eyðimerkursvæðum Vestur-Afríku“,
sagði Michael Diamond, yfirmaður
rannsóknarinnar í fréttatilkynn-
ingu. „Þetta stærðarhlutfall barna-
fátæktar mun hafa alvarleg áhrif
á framtíðarhorfur Asíu verði ekki
tekist á við vandamálið strax", sagði
hann ennfremur.
1 skýrslunni sagði að til þess að
berjast gegn fátækt þyrfti alþjóða-
samfélagið að minnka fjárstyrki til
bænda í Bandaríkjunum, Evrópu og
Japan og aflétta skuldum sem nema
milljörðum Bandaríkjadala. Þá var
talað um að ríkari lönd gætu aðstoð-
að með því að greiða hærra verð fyr-
ir vörur sem keyptar eru frá þróunar-
ríkjum. Rannsóknarnefndin hefur
heitið því að veita einum milljarði
Bandaríkjadala í að minnka fátækt
12 Asíuríkja næsta áratuginn. ■
Jaruzelski harmar
Vorið í Prag
Fyrrum forseti Póllands, Wojciech
Jaruzelski, hefur í fyrsta sinn beðist
afsökunar á þætti sínum í innrás
Sovétmanna í Tékkóslóvakíu árið
1968, atburður sem nefndur hef-
Wojciech Jaruzelski
ur verið Vorið í Prag. Hinn 82 ára
gamli Jaruzelski sagðist enn kveljast
yfir þeirri ákvörðun sinni að senda
pólska hermenn til hjálpar Sovét-
mönnum sem hugðust brjóta niður
lýðræðisþyrsta mótmælendur í tékk-
nesku höfuðborginni. Jaruzelski
var varnarmálaráðherra landsins á
þeim tíma. Afsökunarbeiðnin kom
fram í tékkneskum sjónvarpsþætti
um helgina þar sem þess var minnst
að 37 ár eru liðin frá innrásinni.
„1 dag sé ég ákaflega eftir þessu
en á þeim tíma gat ég ekki brugð-
ist öðruvísi við. Þetta var pólitísk
ákvörðun“, sagði Jaruzelski. „En ég
var á þeim tíma sannfærður um að
ég væri að gera rétt, út frá þeim upp-
lýsingum sem okkur voru færðar",
sagði hann ennfremur. Tugir létu
lífið í innrásinni sem framkvæmd
var af fimm aðildarlöndum Varsjár-
bandalagsins. Fjölmargir frjálslynd-
ir embættismenn Tékkóslóvakíu
voru handteknir, þ.á.m. forsætisráð-
herrann Alexander Dubcek. Sovéski
herinn yfirgaf ekki Tékkóslóvakíu
fyrr en 1991. Tveimur árum síðar, í
ársbyrjun 1993, sögðu Tékkar end-
anlega skilið við kommúnismann
þegar Tékkóslóvakía klofnaði í
Tékkland og Slóvakíu eftir hina svo-
nefndu „Flauelsbyltingu.“ ■
16 látnir í flóðum
í Rúmeníu
Minnst 16 eru látnir í Rúmeníu eftir
mikið ofsaveður og flóð þar í landi
undanfarna viku samkvæmt innan-
ríkisráðherra landsins, Vasile Blaga.
Blaga sagði að 9.000 hermenn hafi
verið kallaðir út til að aðstoða þá
sem hafi orðið illa úti. Yfir 1.400 hafa
þurft að yfirgefa heimili sín víðs veg-
ar um landið og gífurlegt tjón hefur
orðið á eignum. Ófært er um stór
svæði, brýr eru eyðilagðar og heilu
samfélögin eru rafmagnslaus. Fórn-
arlömb flóðanna hafa mörg hver ver-
ið börn sem hafa drukknað á götum
úti eða í vatnsmiklum ám. Þá létust
tveir smalar um helgina þegar þeir
urðu fyrir eldingu en mikil hætta
stafar af eldingum og rafmagni í
slíkum flóðum.
I síðastliðnum mánuði létust á
þriðja tug manna í flóðum í land-
inu og þúsundir heimila urðu fyrir
miklu tjóni. Þá flæddi yfir gríðar-
stór landsvæði og ræktað land sem
mun hafa slæmar afleiðingar fyrir
uppskeru landsins. Flóðin í sumar
eru þau verstu í Rúmeníu í marga
áratugi. ■
SPREÍWmLBOÐ
TAKMARKAÐ MAGN
www.1928.is
Skilrúm 6 vængja, handmálað
1,80x2,40
67% afsláttur.
Áður kr. 29.900
Nú kr. 9.900
Tunna 67% afsláttur
Áður kr. 2.850
Nú kr. 950
Innskotsborð
70% afsláttur
áður kr. 17.500
Nú kr. 5.000
Bókakistlar 50% afsláttur.
Stærðl áður kr. 4000 nú 2000
Stærð2 áður kr. 3000 nú 1500
Stærð3 áður kr. 2000 nú 1000
Stærð4 áður kr. 1000 nú 500
M
■
& T
r!
JLj
S\\
V
Turnskápur
78% afslát
Áður kr. 8.9t
Núkr. 1.9*
Bastskilrúm
m/lérefti
50% afsláttur
Frákr. 3.450
Basthilla 5 hillu
50% aísíóttur
Áður kr. 4.900
Núkr. 2.450 ■
Basthilla 4 hiilu
Áður kr. 3.900
Níufer, 1.351.
Hornhilla 4ra hillu 3ja hillu 2ja hillu
50% afsláttur 50% afsláttur 50% afsláttur
Áður kr. 3.900 Áður kr. 2.900 Áður kr. 1.900
Nú kr. 1.950 Nú kr. 1.450 Nú kr. 950
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480
• 10-18 manudaga til föstudaga og 11-16 laugardaga