blaðið - 24.08.2005, Page 12

blaðið - 24.08.2005, Page 12
12 I TRÚMÁL MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 blaðiö H % | 11 ■ ^ i | 4 * l > * ' *JÉ /w frá U.S.A. Vento 50cc Fjarstart •—. Þjófavöm •—' ABS bremsur að framan Hjálmur fylgir Ábreiða fylgir A.T.H. Skellinöðrupróf eða bllpróf nægir til að keyra vespu. öll verkstæðis og varahlutaþjónusta á staðnum áaðeins 195.000,- Járnháls 2 • Sími 557 4848 • nitro.is Fortt vísindi ogtrú somttn? „Er hægt að vera góður vísindamað- ur en trúa engu að síður á guð?“ spurði nemandi í áhorfendaskara á nýlegri vísindaráðstefnu í Borgar- háskóla Nýju Jórvíkur. Einn pallborðsræðumaðurinn, Herbert A. Hauptman, sem fékk Nóbelsverðlaun árið 1985 brást ókvæða við og sagði hreint út: „Nei.“ Hann bætti við að það að trúa á yfirnáttúrulega krafta væri ekki bara ósamrýmanlegt góðum og gildum vísindum heldur væri slík trú lika hættuleg fyrir mannkyn- ið. Vísindamenn taka þó ekki nándar nærri allir svo stórt upp í sig. I okk- ar nútímaþjóðfélagi, þeg- ar trúarhópar eru farnir að storka vísindamönn- um á vettvangi eins og þróun í menntamálum, alnæmisforvörnum og stofnfrumurannsóknum hafa vísindamenn sem tileinka sér einhver trú- arbrögð komið fram opin- berlega og viðurkennt að þeir trúi á andlegri hluti en þróunarkenninguna. „Þessi umræða ætti ekki að vera í bannhelgi en er •••••• það oft í vísindahópum þar sem margir vísindamenn fyr- irlíta kollega sína sem viðurkenna trú sína“, segir Francis S. Collins sem stjórnar bandarísku rannsókn- arstofnun erfðafræða. Hann talar mjög frjálslega um sína kristnu trú og viðurkennir hana fúslega. Þrátt fyrir að sumir vísinda- menn viðurkenni trú sín þá styðja þeir einnig þau vísindi sem hafa verið skilgreind svo öldum skipt- ir. Þeir horfa til náttúruheimsins eftir skýringum á því hvað gerist í náttúruheiminum og þeir viður- kenna að vísindi verður að taka með fyrirvara - með þeim mögu- leika að hægt sé að umturna þeim með rannsóknum og athugun. Þessi trú á vísindi skilur þá frá þeim sem styðja kennisetningar og sköpunarsöguna sem hvoru tveggja byggir á yfirnáttúrulegum kröftum. Trú þeirra á Guð ögrar þeim vís- indamönnum sem taka trúarbrögð- um sem litlu öðru en barnalegum hugsunarhætti. Hún ögrar einnig þeim sem fordæma vísindi sem óguðlegu framtaki og segja vísinda- menn vera veraldlega yfirstétt sem lítilsvirðir guðhrætt fólk. Trúaðir vísindamenn eiga því erfitt með að finna sinn stað í þjóðfélaginu. Sumir vísindamenn segja að trú og vísindi séu tvö ólík svið, óvalds- mannleg samhæfing eins oglíffræð- ingurinn Stephen J. Gould sagði í byltingarkenndri bók sinni, Rocks and Ages. Hann segir ......... að vísindin segi frá því úr hverju heimur- inn er og hvers vegna hann virkar á þann hátt sem hann gerir á meðan trúin spyr að þeim spurning- um sem vakna um hinn æðsta tilgang og siðferðislegt gildi. Hvoru tveggja beri að virða. Sumir vísinda- menn hafa lýst yfir óánægju sinni með starfsbræður sína sem trúa. Þeir segja að trú þeirra, sem byggir á siðferðis- legum spurningum, muni óumflýjanlega hafa áhrif á verk þeirra i vísindaheim- inum vegna þess að ......... 1 vísindum vakni iðu- lega spurningar sem spyrja um siðferðismat. Trúuðu vísindamennirnir hafa þó sagt þetta vera út i hött þar sem hver maður eigi að geta aðskilið staðreynd frá gildum og tilgangi. Þeir hafa einnig sagt að það að biðja fólk um að afneita þróunar- kenningunni til þess eins að játa ást sína á guði væri hreinlega ekki hægt. Isaac Newton, einn fremsti vísindamaður allra tíma, hafi til dæmis skrifað meira um Biblíuna á sínum tíma en náttúrulögmálin sem hann uppgötvaði. Nafnlaus könnun sem gerð var árið 1997 leiddi í ljós að 40% stærð- fræðinga, eðlisfræðinga og líffræð- inga trúa á guð. Þegar þeir voru hins vegar spurðir að sömu spurn- ingu augliti til auglitis sögðust tæp- Iega 10% trúa á guð. Staðreyndin er því sú að flestir vísindamenn trúa á guð sem ein- hvern sem er bakvið lögmál náttúr- unnar en viðurkenna ekki að hann geti með nokkrum hætti gripið inn í það sem gerist í daglegu lífi. 99............ Nafnlaus könnunsem gerð var árið 1997 leiddi í Ijós að 40% stærðfræðinga, eðlisfræðinga og líffræðinga trúa á guð. Þegarþeir voru hins vegar spurðirað sömu spurn- ingu augliti til auglitis sögð- ust tæplega 10% trúa á guð. Alla virka daga W HADEGISVERÐARTILBO Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Frá 11.00-13.30 Tilboftin gllda akki með helmsendlngu Sóltún3 s 562 9060 Bæjarllnd 14-16 S 564 6111

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.