blaðið - 24.08.2005, Side 22

blaðið - 24.08.2005, Side 22
22 I SNYRTIVÖRUR MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 blaöið Haltu tttnum við í haust - skemmtileg brúnkusprei frá Sally Hansen Þó svo að senn líði að sumarlokum er ekki þar með sagt að konur þurfi að láta deigan síga og leyfa húðinni að verðahvít. Sólargeisl- arnir fara að kveðja okkur hvað úr hverju og sundferðir með það fyrir augum að ná góð- um húðlit verða án efa fátíðari. Hins vegar er engin ástæða til að ör- vænta - þær sem vilja líta sem best út og hafa fallegan lit á sér geta svo sannarlega gert það áfram þó svo að vetur- inn sé yfirvofandi. Sally Hansen hefur löngum verið áberandi þegar kemur að all- skyns vörum sem gera húðina brúna og fyrir ekki margt löngu komu þær með þar til gerð sprei sem auðvelda konum ásetningu. Nú er það nýjasta frá þeim að ryðja sér til rúms, en nýju sólarspreiin eru eitthvað sem allar konur, ungar sem aldnar, verða að prófa. Liturinn endist í allt að sjö daga og auðvelt er að halda honum við. Að- alkosturinn er án efa mikil þægndi en eftir að úðað er á líkamann tekur það 6o sekúndur fyrir efnið að þorna þannig að ekki þarf að bíða lengi áður en farið er í föt. Náttúruleg og falleg brúnka er einkennandi fyrir vöruna og ekki þarf að hræðast smit í klæðnaðinn. í boði eru tvenns konar úðar - and- litsúði og líkamsúði, en báðir gera mikið fýrir konur á stuttum tíma. Eingöngu þarf að úða á sig af nokk- urra sentimetra fjarlægð, dreifa svo vel úr með fingurgómum og á innan við klukkutíma má sjá góða breyt- ingu á húðlitnum. ■ halldora@vbl.is Glans og glamúr á kinnarnar - góðir kinnalitirfrá Cee Mikið hefur verið rætt um náttúru- lega förðun og vörur sem eru ekki of áberandi á andlitinu. Þegar léttur farði hefur verið settur á er ekki úr vegi að undirstrika frískleika húð- arinnar með því að setja kinnalit á kinnbeinin og dreifa vel úr. CEE býður upp á tvenns konar liti þegar kemur að fallegum, léttum og náttúrulegum kinnalitum sem gera heildarútlitið frísklegra og yfir- höfuð fallegra. Annars vegar gylltur tónn og hins vegar bleikur, en báð- ir gefa þeir andlitinu aukinn glans og falla vel að hvaða húðgerð sem er. Fallegur litur á kinnarnar gerir gæfumuninn enda hægt að draga fram það besta í andlitinu. Einnig er hentugt að setja eilítið á hendur, axl- ir eða fætur, auk þess sem það setur punktinn yfir i-ið við flegna kjólinn sé því dreift létt á bringuna. Varan er afar þægileg í notkun og passar vel við flest allar húðgerðir. ■ Þú faerð L'Oréal make-up í snyrtivörudeíldum Hagkaupa í verslunum Lyf & heilsu og Apótekaranum Akureyri ÞVÍ ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ. L'ORÉAL PARiS Ný og glæsileg baðlína frá Biotherm örvar og endurnýjar húðina Það er ekki nóg að hugsa um fallegt útlit - förðun, falleg föt og það sem gerir heildarútlitið sem flottast. Umhirða húðar er ekki síður mikil- væg í þessu samhengi og það er ekki nóg að setja eingöngu á sig meik, púður og önnur efni ef húðin er ekki í þokkalegu lagi. Snyrtivörufyrirtækið Biotherm hefur komið á fót nýrri baðlínu sem er afar góð ef fólk vill fá fallegri og yfir- höfuð heilbrigðari húð. í kremunum er oleo-steinefna formúla, en hún inniheldur stein- og snefilefni, hreinar appelsínu- og greipaldin olíur, auk þess sem hún gefur léttan, ferskan, hressandi og orkugefandi sítrus ilm. Formúlan bætir húðina svo hún verður endurnærð og mjúk. Línan inniheldur hreinsandi og frískandi sturtukrem fyrir allar húðgerðir, djúphreins- andi maska sem hreinsar í burtu dauðar húðfrum- ur og nærandi rakakrem fyrir líkamann sem gengur vel inn í húðina. • ■ Augnkrem sem styrkir, dregur úr hrukkum og mýkir sjáanlegur árangur eftirfjórar vikur Stöðug endurnýjun á sér stað hjá Lancome og nú hefur ný lína litið dagsins ljós. Línan ber nafnið Rén- ergie Morpholift en hún hefur mun öflugri lyftandi eiginleika en sú sem varáðurvinsælusthjáLancome. Rén- ergie Morpholift hefur hnitmiðuð áhrif á húðina og er sérlega góð fyrir þá sem hafa áhyggjur af hrukkum, skorti á þéttleika og teygjanleika. Nýjasta augnkremið er afar gott fyr- ir þreytt augu, enda eru í kreminu örfínar agnir og prótein sem mynda fullkomlega lyftandi áhrif. Orka frumna eykst til muna, stinnleiki og teygjanleiki verður meiri, auk þess sem útlínur verða fallegri. E f t i r ■ fjögurra v i k n a notkun er húðin stinnari, þéttari og líkt og henni hafi verið lyft til muna. A u g n - kremið er fíngert og með einstaka mýkt en það vinnur vel gegn öldrun húðarinnar ásamt því að auka blóð- streymi. Nóg er um skemmtilegar nýjungar frá merkinu í þessari línu og því um að gera að kynna sér vör- una, hvort sem um augnkrem eða önnur krem er að ræða. ■ Nýjustu augnskuggarnir frá Helenu Rubinstein - Exotic Eyes Palette Lotus Legend er það nýjasta hjá Helenu Rubinstein en litir línunnar eru framandi og seiðandi aukþess sem þeir gefa andlitinu geislandi og ljómandi kynþokka fullt útlit. Exotic Eyes Palette saman- stendur af fjórum perlukenndum augnskuggum sem stirnir á og gefa augunum dularfullt og seið- andi útlit. Allir eru þeir klassískir og ættu að passa flestum, hvort sem þeir eru notaðir saman eða sitt í hvoru lagi. Þá eru umbúðirnar ekki af verri endanum en pakkningin er fallega blá og minnir á skel. Án efa mjög góð- ir augnskuggar og þægilegir í notkun - enda sérvaldir litir með það fyrir aug- um að flestir eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. ■ Gler augnaverslunin SiónarhÓl 1 stærri verslun meira úrval frábær tilboð Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði S.565-5970 www.sjonarholl. i s

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.