blaðið

Ulloq

blaðið - 01.09.2005, Qupperneq 4

blaðið - 01.09.2005, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaöið Kaup Eimskips á Daalimpex Flutningsmagn tvöfaldast Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á meiri- hluta hlutafjár í frystigeymslufélag- inu Daalimpex Beheer B.V. í Hol- landi. „Ástæðan fyrir kaupunum er einföld, þetta er gott fyrirtæki og það stærsta í Hollandi á sínu sviði. Það fellur líka vel að þeirri stefnu sem við erum að fylgja hjá Eimskipi“, segir Baldur Guðnason, forstjóri fyrirtækisins. 25-falt geymslupláss Daalimpex er eitt stærsta frysti- geymslufyrirtæki Evrópu. „Ef við setjum þetta í samhengi þá er Eim- skip með tvær frystigeymslur á íslandi sem rúma í kringum sjö þúsund tonn meðan geymslur Daa- limpex í Hollandi rúma 220 þúsund tonn“, segir Baldur. Því hefur Eim- skip um 25 faldað geymslupláss sitt. , Við erum komin með eitt öflugasta fyrirtæki Evrópu sem meðhöndlar allar gerðir frystivöru, ávexti, græn- meti, kartöflur, kjöt, fisk og svo framvegis. I gegnum Daalimpex fara um milljón tonn og það sama hjá Eimskip þannig að við erum að tvöfalda þessi umsvif. Við erum líka að víkka okkar vöruúrval, ef þann- ig mætti segja, þar sem við höfum hingað til aðallega flutt og geymt fiskivörur." Kaupverð ekki uppgefið Baldur vill ekki gefa upp kaupverðið og segir það trúnaðarmál milli kaup- anda og seljanda. Þó fylgja allar fasteignir og lóðir Daalimpex með í kaupunum og eru þær metnar á um 71 milljón evra, eða tæpan fimm og hálfan milljarð króna. Heildarvelta félagsins í flutningaþjónustu utan áætlanasiglingakerfisins mun verða um 9 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu. Hjá Daalimpex starfa um 120 starfsmenn. Frá undirskrift kaupsamnings í gær. Lokaútkall í næstu viku TaKrt»arK®d tramboö,,, fvrsturKenurt- ^ Y u ■ Verð á mann 34.900 kr. í viku* ♦Netverð á mann á ofangreinda áfanga- og gististaði. Verð er óháð fjölda í íbúð, en lágmarksfjöldi í íbúð er 2. innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting Í7 nætur og íslensk fararstjórn. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. y* Bókaðu strax á www.urvalutsyn.iswww.urvalutsyn.is Vöruskiptahallinn tvöfalt meiri en í fyrra Islendingar fluttu inn vörur fyrir tæpa 24 milljarða króna í síðasta mánuði. Á sama tíma voru fluttar út vörur fyrir tæpa 14 milljarða og voru vöruskipti því óhagstæð um rúma 10 milljarða króna. I sama mánuði í fyrra var vöruskiptahall- inn hinsvegar 5,6 milljarðar. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Islands birti í gær. Ef fyrstu sjö mánuðir ársins eru skoðaðir sést að búið er að flytja inn vörur fyrir rúma 159 milljarða króna á móti útflutningi upp á tæplega 112 milljarða. Halli á vöruskiptum við útlönd eru því um 47,5 milljarðar á fyrstu sjö mánuðum ársins sem er um helmingi meiri vöruskiptahalli en á sama tímabili í fyrra. Sjávarafurðir 60% alls útflutnings I Morgunkorni Islandsbanka segir um málið að lítill útflutningur sjávar- afurða hafi þarna mikil áhrif sem og viðvarandi aukning á innflutningi varanlegra neysluvara og hækkun á eldsneytisverði. Hagstofan bendir á að aukning hafi orðið í flestum liðum innflutn- ings. Mest aukning hafi hinsvegar orðið í innflutningi á flutningatækj- um, sérstaklega fólksbílum sem og fjárfestingavöru, hrá- og rekstrar- vöru og eldsneyti. Segir Hagstofan ennfremur að sjávarafurðir hafi verið 60% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4% meira en á sama tíma í fyrra. Út- fluttar iðnaðarvörur voru 34% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,5% meira en árið áður. Aukning varð í útflutningi á ferskum og fryst- um fiski og áli en samdráttur varð í útflutningi á frystri rækju, lyfjum og lækningatækjum. Mikiö er flutt inn af bílum um þessar mundir sem hefur mikil áhrif á vöruskipta- jöfnuð Mótorhjóladella hrjáir landann Mjög mikið hefur verið flutt inn af mótorhjólum það sem af er þessu ári. Um miðjan ágúst voru næstum 1.400 mótorhjól komin til landsins frá áramótum en til samanburðar voru fyrir um 3.000 hjól í landinu. Þetta kemur fram í tímaritinu Bílar og sport sem kemur út í næstu viku. Þar segir ennfremur að í fyrra hafi um 440 manns aflað sér réttinda á mótorhjól og höfðu aldrei fleiri tekið próf á einu ári. Frá áramótum nú hafa hinsvegar tæplega 550 manns tekið slíkt próf og því ljóst að það met verður slegið með glæsibrag þetta árið. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF MYNDVÖRPUM FRÁ 79.900 KR Fagleg ráðgjöf sérfræðinga ASKC110 Fyrir fundarherbergið og heimabióið • SVGA 800x600 upplausn. • 1500 Ansi Lumen. • Lampaending 4000 klst. • DLP myndtækni. • VGA, S-Video, hljóð inngangur. • Tveggja ára ábyrgð Tilboðsverð 79.900 kr. Verð 99.900 kr. IIIIIIIIII „ ';* v ' i t JmxÞ? ■ NEC LT245 Hiaðinn tæknilegum nýjungum • XGA 1024x768 upplausn. • 2200 Ansi Lumen. • Lampaending 4000 klst. • DLP myndtækni. • 2 x VGA inngangar, monitor out, audio out. • Þriggja ára ábyrgð. Tilboðsverð 239.900 kr. Verð 259.900 kr. 0 * Sony VPL-CX70 Glæsilegur myndvarpi í fundarherbergið • XGA 1024x768 upplausn. • 2000 Ansi Lumen. • Lampaending 3000 klst. • LCD myndtækni. • VGA, sideshot, hljóö inngangur. • Þriggja ára ábyrgð. Tilboösverð 159.900 kr. Verð 179.900 kr. Toshiba T40 Hagkvæmur fyrir tjald og rafræna töflu • XGA 1024x768 upplausn. • 1800 Ansi Lumen. • Lampaending 3000 klst. • DLP myndtækni, monitor out, audio out. • 2 x VGA inngangar, • Tveggja ára ábyrgð. Tilboösverð 134.900 kr. Verð 149.900 kr. NÝHERJI Nýherji hf. • Borgartúni 37 • 105 Rcykjavík • Sími 569 7700 • www.nyhcrji.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.