blaðið - 01.09.2005, Side 6
6 I IAINLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Uppgjöt- Icelandic Group
veldur vonbrigðum
Töpuðu 500
milljónum
á þremur
mánuðum
Tap Icelandic Group hf. á öðrum
ársfjórðungi nam 502 milljónum
króna en á sama tímabili í fyrra var
rúmlega 90 milljóna króna hagnað-
ur á rekstri fyrirtækisins. Fyrirtæk-
ið sendi frá sér sex mánaða uppgjör
í gær og þar segir að ástæða tapsins
sé að m.a. að afkoma í Bandaríkj-
unum hafi verið verulega undir
áætlun sem og að kostnaður vegna
sameiningar við Sjóvík ehf. hafi ver-
ið verulegur.
Ef reksturinn á fyrstu sex mánuð-
um ársins er skoðaður kemur í ljós
að verulegur viðsnúningur hefur
orðið á rekstri fyrirtækisins. í fyrra
var það rekið með um 326 milljón
króna hagnaði en í ár er tap á rekstr-
inum upp á 311 milljónir króna.
f áliti greiningadeildar Lands-
bankans í gær segir að þrátt fyrir að
velta fyrirtækisins á fyrri hluta árs-
ins hafi verið yfir væntingum hafi
uppgjörið í heild sinni verið undir
væntingum. Segir greiningadeildin
að afkomuspá fyrir árið verði tekið
til endurskoðunar í kjölfarið. ■
Leiðrétting
Einstceðir foreldrar með mörg börn
Ódýrara að sleppa vinnunni
en að senda börnin áfrístundaheimili eftir að skóla lýkur
Kostnaður vegna frístundaheimila reynist foreldrum með mörg börn erfiður Ijár í þúfu.
Dæmi eru um að einstæðir foreldrar
með þrjú börn veigri sér við því að
vinna eftir hádegi þar sem kostnað-
ur við að senda börnin á frístunda-
heimili að loknum skóla vex þeim
í augum. Hagkvæmara sé að vinna
hlutastarf fyrir hádegi og sjá síðan
um börnin þegar heim er komið. Að-
alástæða þessa er niðurfelling systk-
inaafsláttar í nýjustu breytingu á
verðskrá.
Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi
ÍTR, segir að breytingarnar hafi átt
að þóknast meirihlutanum. „Það
var mikið kurr fyrir breytinguna en
í könnunum hefur engin óánægja
komið fram.“
Enginn afsláttur veittur
„Það var tekin sú ákvörðun að
bjóða upp á eitt gjald, sama hvort
um systkini, einstæða foreldra eða
annað væri að ræða. Samfara þess-
um breytingum var gjaldið lækkað
mikið í fyrra“, segir Anna Kristins-
dóttir, formaður ÍTR. Með þessu
hafi skipulag orðið mun þægilegra
þar sem ekki þurfti að velja fyrir-
fram ákveðinn tímafjölda og fleira
í þeim dúr. Nú er það svo að fast
gjald fyrir hvert barn er 7.150 krónur
á mánuði og enginn afsláttur veitt-
ur. „Gamla fyrirkomulagið gerði
okkur erfitt fyrir þar sem við ráðum
starfsfólk í hlutastörf þannig að nið-
urstaðan varð sú að við ákváðum að
greiða meira með þessu og hafa bara
þetta eina gjald. Það er þá ekki með
neinum sérstökum niðurgreiðslum,
hvorki fyrir einstæða foreldra né
erum við með systkinaafslátt", seg-
ir Anna og bætir við að engar fyrir-
spurnir um að þetta þyki óeðlilegt
hafi borist henni.
Möguleikar á styrkjum
Þá segist Anna efast um að það
séu mjög mörg dæmi um að einstæð-
ir foreldar séu í fullri vinnu með
þrjú börn á þessum aldri. Þar fyrir
utan bendir Anna á að efnaminna
fólk eða aðrir sem sjá sér ekki fært
að greiða frístundaheimilin, íþrótta-
iðkun eða annað svipað fyrir börn-
in sín geti sótt um styrki til þessa.
,Fólk getur fengið styrk ef það vill og
er tekjulágt og þetta er því fjárhags-
lega erfitt.“
Almennt telur Anna að ánægja sé
með þjónustuna sem frístundaheim-
ilin bjóða upp á. „Við sjáum það á
könnunum sem gerðar eru árlega að
þeir sem nýta sér þessa þjónustu eru
mjög ánægðir.“ Anna bendir á að
þrátt fyrir að þjónustan sé ekki lög-
bundin sé hún niðurgreidd verulega
af borginni á hverju ári. Hún sé til
staðar svo fólk með börn geti verið á
vinnumarkaðinum. ■
Fátæktin verður helst upprætt
með því að leyfa fólki að efnast
- segir Julian Morris framkvæmdastjóri International Policy Network
Þau leiðu mistök urðu í Blaðinu
síðastliðinn þriðjudag að röng feril-
skrá var birt með frétt um að Ragn-
heiður Bragadóttir hafi verið skipuð
dómari við héraðsdóm Austurlands.
f lögfræðistéttinni eru tvær Ragn-
heiðar Bragadætur og var tekin fer-
ilskrá þeirrar sem er prófessor við
Háskóla íslands.
Hið rétta er að nýskipaður dómari
útskrifaðist frá Menntaskólanum að
Laugarvatni 1983 og lauk lagaprófi
frá Háskóla Islands 1989. Frá árinu
2002 hefur Ragnheiður starfað sem
sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún
sat í stjórn Lögmannafélags Islands
frá 2003 til 2005, þar af var hún vara-
formaður frá 2004. Blaðið biðst vel-
virðingar á mistökunum.
Julian Morris er framkvæmda-
stjóri stefnumótunarstofunnar
Internat ional Policy Network,
en hann var einn fyrirlesara á
ráðstefnu RSE um eignarrétt og
framtíðina í liðinni viku. Umfjöll-
unarefni hans var fyrst og fremst
fátækt í heiminum og hvernig
mætti uppræta hana. Lykilinn að
því göfuga markmiði taldi hann
vera að tryggja eignarréttinn og
veldi laganna.
„Við búum við þau gæði í hinum
vestræna heimi að fyrirbæri eins og
eignarréttur, réttarríkið og annað
af því taginu er snar þáttur í okkar
daglega lífi, svo snar þáttur að við
göngum að honum vísum. Fyrir
vikið erum við stundum værukær
þegar gengið er á þessar sjálfsögðu
stofnanir samfélagsins. Það gerist
enda ekki með þeim hætti að ráð-
ist sé á þær, heldur saxast smám
saman á þær á ýmsum sviðum og
yfirleitt alltaf af góðum ásetningi",
svarar Julian.
Skipulagslög skerða eignarrétt
,Á Englandi höfum við t.d. horft
upp á það hvernig gengið hefur ver-
ið á eignarrétt manna með skipu-
lagslögum. Þau leggja ýmsar höml-
ur á eignarréttinn og skaða hann
um leið. Vegna þeirra geta menn oft
ekki nýtt eignir sínar á þann hátt,
sem þeir kjósa, verðmat eignanna
skekkist eftir ákvörðunum eða hug-
dettum nefnda og ráða og eðlileg
þróun nær ekki fram að ganga.“
Með þessu telur Julian Morris að
menn hafi nánast óafvitandi horf-
ið aftur til lénskerfisins, þar sem
menn byggi eignir sínar á tiltekn-
um réttindum í þágu hins opinbera.
„Þannig getur eignastaða manna
oltið að verulegu leyti á því hvað yf-
irvöldum - oft ókjörnum - þóknast
hverju sinni og með þeim hætti vík-
ur veldi laganna fyrir veldi manna“,
segir Morris og bætir við að með
því opni menn sjálfkrafa fyrir spill-
ingu.
Hann minnir jafnframt á að af-
leiðingarnar geti orðið mun afdrifa-
ríkari til langs tíma litið fyrir samfé-
lagið allt. „ Auðvitað hefur það áhrif
á byggðaþróun ef aðeins er byggt
þar sem núverandi sveitarfélög
kjósa. Þannig verður sérstaklega
ólíklegt að ný þorp og bæir myndist
þar sem þeirra er þörf og fólk kýs að
búa“, segir Julian.
„I staðinn fyrir að bæir rísi og
hnígi í samræmi við óskir fólks til
þess að búa þar stýrist byggðaþróun
af duttlungum stjórnmálamanna
og skriffinna þeirra."
Hún er komin...
leJ'slmsI
Eftir ævintýraför á sjó og landi er
Ætigaröurinn - handbók
grasnytjungsins loksins komin íbúðir
og lent beint á metsölulista.
Álfarnir töfðu för hennar enda sjálfsagt
hræddir um að við tiieinkum okkur
fræðin, tínum ber og plöntur út um
allar þorpagrundir og étum þá út á
gaddinn.
Að öllu gamni slepptu þá er
Ætigaröurinn stórfróöleg og
bráðskemmtileg bók, -
sem allir hafa gagn og gaman af. ■
CSfc/'
93rðurinn
Ætigaróurínn, handbók grasnytjungsins
- bók sem bindur þig álögum
sli” Bókaútgáfan Salka
Ármúla 20, 108 Reykjavík I slmi: 552-1122 I Fax: 552-8122 I salkaforlag.is
Fátæktin upprætt
Það sjónarmið hefur reglulega
heyrst að eignarréttur einstaklinga
og frjáls verslun tilheyri hinum vest-
ræna hugmyndaheimi en henti ekki
endilega annars staðar. Julian Mor-
ris furðar sig á að þessari skoðun sé
enn hreyft á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna og víðar. „Julius Nyerere
var velmeinandi einræðisherra í
Tanzaníu og hann hélt sig mjög við
þessa skoðun og reyndi að koma á
afrískum sósíalisma. Afleiðingin
var afskaplega fyrirsjáanleg fátækt
heillar þjóðar að valdastéttinni und-
anskilinni. En ef menn vilja tryggja
almenningi allsnægtir er lykillinn
að því að koma á öruggum eignar-
rétti og veldi laganna. Allt annað er
nánast ávísun á örbirgð. En það er
samt svo skrýtið að allir hafa áhyggj-
ur af fátækt og vilja uppræta hana.
Flestir líta hins vegar framhjá hinni
augljósu lausn, sem er að gefa fólki
færi á því að efnast af eigin ramm-
leik.“ ■
Rannsóknastofnun um samfélags- og efnahagsmál:
Eignarréttur og frjáls viðskipti
varða samfélagið miklu
- segir Birgir Tjörvi Pétursson framkvœmdastjóri
Það var nýstofnuð Rannsóknar-
stofnun um samfélags- og efna-
hagsmál (RSE), sem stóð fyrir
ráðstefnunni um eignarrétt og
framtíðina. Framkvæmdastjóri
stofnunarinnar er Birgir Tjörvi
Pétursson, en í viðtali við Blaðið
telur hann ekki vanþörf á faglegri
umræðu um samþáttun samfé-
lags- og efnahagsmála.
„Markmið stofnunarinnar með
ráðstefnunni var að efla skiln-
ing á mikilvægi eignarréttar og
frjálsra viðskipta fyrir samfélagið,
en með því vonumst við til þess
að gera umræðuna málefnalegri
en hún hefur verið á stundum“,
segir Birgir Tjörvi.
„Aðspurður um stofnun RSE
segir Birgir Tjörvi að aðstandend-
ur hennar hafi talið vöntun á því
að fjallað væri um mál af þessu
tagi á faglegan hátt og í samhengi.
„Að stofnuninni koma menn úr
háskólasamfélaginu og atvinnulíf-
inu og markmiðið er það að eiga
Birgir Tjörvi Pétursson, framkvæmda-
stjóri RSE.
vettvang til þess að setjast niður
og ræða málin frá öðru sjónar-
horni en gert hefur verið.“
Fyrrnefnd ráðstefna var fyrsta
verkefni RSE en í framtíðinni er
fyrirhugað að leggjast í frekara
rannsóknastarf, útgáfu og annað
slíkt. Formaður rannsóknaráðs
RSE er Ragnar Árnason prófess-
or við hagfræðideild Háskóla ís-
lands.
Erum að taka upp nýjar vörur
NýbýlavegJ 12 • 200 Kópavogi
Sími 554 4433
Opnunartími
mán - föst. 10 -18
iaugarciaga 10-16