blaðið - 01.09.2005, Side 10
10 I IMNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaðiö
Umdeild ákvörð
un um pilluna
Akvörðun bandaríska matvæla- og lyfja-
eftirlitsins um að leyfa ekki sölu á neyð-
argetnaðarvarnapillu án lyfseðils þykir
umdeild.
Susan Wood, háttsettur starfsmað-
ur bandaríska matvæla- og lyfja-
eftirlitsins, sagði af sér í gær til að
mótmæla því að stofnunin hefði
hafnað því að leyft yrði að selja neyð-
argetnaðarvarnapillu án lyfseðils.
Matvæla- og lyfjaeftirlitið frestaði
á föstudag ákvörðun um hvort leyfa
ætti slíka sölu á pillunni. Eftirlitið
sagði að óhætt væri fyrir fullorðið
fólk að nota pilluna án samráðs við
lækni en unglingar þyrftu enn sem
fyrr á lyfseðli að halda og það gæti
ekki tekið ákvörðun um hvaða ald-
urstakmörk skyldi setja. Var þessi
ákvörðun í mótsögn við ráðlegg-
ingar ráðgjafa eftirlitsins. „Ég get
ekki unnið hér lengur þegar litið
er framhjá vísindalegum og iæknis-
fræðilegum staðreyndum sem kann-
aðar hafa verið til hlítar og fagmenn
mæla með“, segir Wood og bætir við
að þessi ákvörðun muni hamla enn
frekar aðgengi kvenna að vöru sem
geti komið í veg fyrir ótímabærar
þunganir og dregið úr fóstureyðing-
um. ■
Smart í skólann
írakskir menn flytja lík konu sem dó i troðningnum við Kadhim moskuna í Bagdad f gær.
Ný sending
Leðurjakkar
Litir: svart - brúnt
hvítt - rautt
áður 14.990
nú 11.990
M
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Hundruð látast í
troðningi í Bagdad
-ekki jafnmikið mannfall í einufrá innrásinni 2003
Talið er að allt að 1000 manns hafi
farist og rúmlega 300 særst í mikl-
um troðningi við Kadhim moskuna
í Bagdad í gær. Tildrög harmleiks-
ins voru þau að örvænting greip um
sig vegna orðróms um að tveir sjálfs-
morðssprengjumenn væru í hópi
pílagríma sem safnast höfðu saman
í tilefni af trúarhátíð sjítamúslíma.
Flestir hinna látnu voru konur og
börn sem tróðust undir eða drukkn-
uðu í ánni Tígris eftir að handrið
brúar yfir ána gaf sig.
Talið er að um milljón pílagríma
úr röðum sjíta-múslima hafi verið
við moskuna þegar atvikið átti sér
stað og var mikil spenna í lofti þar
sem sprengjuárás varð 16 manns
að bana og særði 36 í grennd mos-
kunnar rúmum tveimur tímum fyrr.
Samkvæmt yfirlýsingu sem birt var
á vefsíðu sem tengist A1 Kaída sam-
tökunum bar hópur súnni-múslima
ábyrgð á árásinni. Algengt er að öfga-
menn úr röðum súnni-múslima ráð-
ist á sjíta-pílagríma.
Ekki jafnmikið mannfall
í einu frá innrás
Að sögn dr. Swadi Karim, talsmanns
írakska heilbrigðisráðuneytisins,
fórust 769 og 307 særðust í troðn-
ingnum. Þó að endanlegar tölur um
særða og látna liggi ekki fyrir er
ljóst að ekki hefur jafnmikið mann-
fall orðið í einu í Irak síðan innrásin
á landið hófst í mars 2003. ■
Dalvegur16a 201 Kópavogur Sími 544 4656 Fax 544 4657 mhg@mhg.is
otvinnumQnninn
í MHG versiuninni
Oflugir sláttutraktorar - allt fyrir atvinnumanninn
15 ti118 hestafla í * * Jn n_______________________