blaðið - 01.09.2005, Síða 14

blaðið - 01.09.2005, Síða 14
blaði Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. FYRIRFRAM AKVEÐINN MISSKILNINGUR Náttúruverndarstefna er líklega ein umdeildasta og misskild- asta stefna síðustu ára. Kannski er það skiljanlegt þegar almenn umræða um náttúruverndarstefnu helgast af hátíð- arræðufrösum stjórnmálamanna sem nálgast einhverskonar þjóðernis- rækni í inntaki fremur en skilning á hringrásarferli náttúrunnar. Jafn- vel hefur borið á þessu í málflutningi yfirlýstra náttúruverndarsinna sem þá aðhyllast stefnuna fremur eins og íþróttalið en af skynsemi. í þessu ljósi er ritdeila á síðum Morgunblaðsins, á milli ritstjórnar og Guðna Elíassonar, bókmenntafræðings, einkar fyrirsjáanleg. Hin al- menna afstaða, að bregða fyrir sig almennum frösum um náttúruvernd sem grunnt rista, hefur einkennt ritstjórnarpistla Morgunblaðsins á sama tíma og fréttaflutningur blaðsins af aðgerðum umhverfisverndar- sinna hefur verið afar einhljóma líkt og Guðni hefur bent á. Þarf engan að undra þó komi að því að menn spyrji sig spurninga um hvort um- hverfisverndarstefna ritstjórnar Morgunblaðsins hljómi sannfærandi. Náttúruvernd er ekki stefna sem felur í sér glórulausa upphafningu á jörðinni heldur felur hún í sér skynsama nálgun og nýtingu á náttúru- auðlindum. Sú skynsemi hefur ekki verið sýnd af Vesturlöndum á síðast- liðnum áratugum enda hafa hrannast upp vísbendingar þess efnis um langa hríð að mengun sé að valda stórkostlegum náttúruhamförum. Nú síðast í gær mátti lesa frétt þess efnis, í Morgunblaðinu, að líklega verði árið í ár eitt hamfaramesta fellibyljaár í manna minnum. Ástæð- ur þessa auknu og ofsafengnu fellibylja eru raktar til loftlagsbreytinga en einungis örlítil hækkun á hita sjávarborðs getur haft gríðarleg áhrif. Á síðustu þrjátíu árum, á sama tíma og eyðileggingarmáttur fellibyja hefur margfaldast í Atlantshafi, hefur hitastig sjávarborðs einungis hækkað um 0,5 gráður. Tilhneiging hins vestræna manns til að telja sig hafa yfirburði yfir náttúrunni er auðvitað hlægileg í þessu samhengi en þó er hún stað- reynd. Það væri einnig hlægilegt að menn hnýta saman úr umhverfis- verndarsinnum net samstilltra óeirðaseggja og skemmdarvarga ef það væri ekki alvarleg tilraun til að þagga niður í stórum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir og ráðandi meirihluti. Á meðan umræða um um- hverfisvernd einkennist af skítkasti og áróðurskennd er ekki annars að vænta en að hún verði áfram misskilin. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaAÍA Köld kveðja frá bæjar- stjóranum í Kópavogi Björgvin G. Sigurðsson Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi bæjarbúum, og þá sérstaklega íbúum á Kársnesi, kaldar kveðjur í Morgun- blaðinu fimmtu- daginn25.ágústsíð- astliðinn. Þar var hann spurður um ályktun sem aðalfundur íbúasam- taka vesturbæjarins samþykkti þar sem farið var fram á að afgreiðslu á umdeildu skipulagi á Kópavogstúni yrði frestað fram yfir íbúaþing sem halda á í haust. Frestur til að skila inn athuga- semdum vegna breytinganna er liðinn og segir Gunnar ekki koma til greina að framlengja hann. Orð- rétt segir bæjarfulltrúinn: „Þessi frestur er búinn að vera mjög lang- ur og hafa á þeim tíma verið haldn- ar tvær kynningar.“ Er óvenjulegt að kjörinn bæjarfulltrúi segi með svo afdráttarlausum hætti að hann geri ekkert með það sem íbúarnir og samtök þeirra segja. Auk þess er rangt hjá honum að fresturinn hafi verið sérstaklega langur, hann hafi verið nákvæmlega jafn langur og lög kveða á um. Margt væri hægt að skrifa um hvernig andi skipulagslag- anna og hugmyndir um íbúalýðræði eru þverbrotnar en það sem stingur mest í augun er dónaskapurinn og yfirlætið. Hugmyndir um skipulag á Kópa- vogstúni ganga út á að byggja þar 165 íbúðir á því landi sem Kópavogur á nú þegar og hefur þessi fjöldi verið rökstuddur með því að kaupverð landsins hafi verið svo hátt, en það var keypt á 260 milljónir 2003, og jað verði að ná því inn með þessum íætti. Sýnt hefur verið fram á að )að er nóg að byggja 15 einbýlishús, 10 parhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að ná inn fyrir kaupverðinu. Megin- forsenda skipulagsins stenst því alls ekki. Auk þess hefur komið í ljós að ríkið hefur engar hugmyndir uppi um að selja afganginn af landinu þrátt fyrir yfirlýsingar bæjarstjóra um annað. Það er sjálfsagt að verða við til- mælum íbúa í vesturbænum og fresta afgreiðslu skipulagsins á Kópa- vogstúninu fram yfir íbúaþing sem boðað er í haust. Það er eðlileg krafa og sjálfsögð og um hana á að fjalla á málefnalegan og efnislegan hátt en ekki með þeim hætti sem Gunn- ar Birgisson gerir í Morgunblaðinu, þannig svarar ekki bæjarstjóri sem vandur er að virðingu sinni. Flosi Eiríksson Höfundur er oddviti Samfylkingar- innar í Kópavogi Hvað geta stjórnvöld gert? Fréttir af uppsögn- um í sjávarútvegs- fyrirtækjum eru grafalvarlegar og endurspegla veika og viðkvæma stöðu greinarinn- ar. Nú áðan voru Guðfinnssón' að birtast fréttir .............. um uppsagnir í Súðavík, sem er mikið áfall fyrir ekki stærra byggðarlag. Þó verður að horfa til þess að uppsagnirnar taka ekki gildi fyrr en eftir þrjá mánuði. Vonandi er unnt að finna leiðir á þeim tíma til þess að halda rekstrinum áfram, þó ekkert slíkt sé í hendi í dag. Vandinn í Súðavík er vandi rækju- vinnslunnar í hnotskurn. Þar hefur mjög margt lagst á eitt. Rækjuafli á heimamiðum hefur hrunið. Inn- fjarðarrækjuveiðin er nánast horfin. Olíuverð vegna heimsmarkaðar hef- ur rokið upp. Það er vaxandi sam- keppni á mörkuðum, meðal annars frá heitsjávarrækjunni, afurðaverð hefur lækkað og gengi íslensku krónunnar er mjög fjandsamlegt út- flutnings- og samkeppnisgreinum. Fyrir fyrirtæki eins og í rækjunni, sem búið hafa við litla framlegð, er gengishækkunin síðustu mánuði og misseri nóg til þess að stöðva rekst- ur. Nákvæmlega eins og gerst hefur í Súðavík. Margt af þessu er líka þess vald- andi að rekstur hefur stöðvast ann- ars staðar og í annars konar sjávar- útvegsfyrirtækjum. Skýringarnar eru ekki einhlítar. Það eru líka fyrir hendi staðbundar aðstæður. Rekst- ur er mismunandi og það er engum greiði gerður að tala um þessa hluti í upphrópunar og sleggjudómastíl eins og sést í málflutningi eins þingmanns Norðvesturkjördæmis. Slíkt leysir engan vanda enda er til málflutningsins ekki stofnað í þeim tilgangi. Þar ráða allt aðrir og annar- legri hagsmunir. Það sjá allir. Hvað geta stjórnvöld gert? Það er hins vegar eðlilegt að menn spyrji hvað stjórnvöld geti gert. Stjórnvöld hafa sannarlega skyld- ur. Sumt af því sem er að gerast er þess eðlis að stjórnvöld geta haft þar áhrif. Þess vegna er eðlilegt að við horfum til slíkra þátta. Hér skal sitt- hvað nefnt. Byggðakvóti í fyrsta lagi skal minnt á að nú ný- verið hefur verið úthlutað ríflega fjögur þúsund þorskílgildistonnum í formi byggðakvóta. Um 1230 þorsk- ígildistonn fóru til Vestfjarða. Þetta eru talsverðar aflaheimildir og geta skipt miklu máli í því að koma af stað rekstri. Nú liggur niðri fisk- vinnsla á Bíldudal. Það er ljóst að þangað var úthlutað 140 tonnum. Til Súðavíkur fóru 210 tonn. Við eigum ekki að gera lítið úr þessari úthlutun. Það er enginn vafi á því að úthlutun aflaheimilda sem þess- ara skiptir máli og getur, ef vel tekst til, stuðlað að fiskverkun og útgerð á viðkomandi stöðum. Minna má á að bolfiskverkun er nýlega hafin að nýju í Súðavík, eftir langt hlé. 99......................... Með öðrum orðum þetta: Stjórnvöld eru ekki almáttug. Sumtaf því sem veldurþví að fyrirtæki hætta í sjáv- arútvegi er ekki á valdi stjórnvalda að laga. Breytingar á raforkulögum Hvað Súðavík áhrærir sérstaklega er ljóst að breytingar á raforkulög- unum komu mjög illa við atvinnu- rekstur þar. Áætlað er að árlegur kostnaðarauki rækjuvinnslunnar þar nemi um 1,5 milljónum króna. Þetta er vitaskuld óþolandi; ekki síst í rekstri eins og rækjuvinnslunni sem er svona viðkvæmur. Þarna hafa stjórnvöld möguleika. Það er miðað við 200 íbúa mark. íbúafjöldi Súðavíkur liggur rétt við 200 íbúa mörkin og þó ekki væri nema af þeim ástæðum verðum við að ætlast til að svona ákvörðun sé breytt. En hvað með flutningskostnaðinn? Menn nefna líka flutningskostnað. Það er rétt að lögum var breytt varð- andi þungaskatt og olíugjald og óneit- anlega verður maður var við að reynt sé að skáka i því skjólinu og hækka flutningskostnað. Þetta er tilhæfu- laus ástæða. Yfir þau mál var farið mjög ítarlega, meðal annars af hálfu þess sem hér skrifar, með fulltrúum flutningsaðila. Kerfisbreytingin gef- ur ekki tilefni til hækkunar á flutn- ingskostnaði. Hún leiðir að sönnu til tilfærslna á eldsneytiskostnaði. Sumir hækka, aðrir lækka. Heildar- skattheimtan minnkar hins vegar, ef eitthvað er. Á hinn bóginn hefur hækkun olíuverðs neikvæð áhrif á flutningsaðilana en það hefur ekki með kerfisbreytinguna að gera. Gengismálin - það er aðalatriðið En langstærsta atriðið og það sem þyngst vegur og snýr að stjórnvöld- um er gengisþróunin. Sá sem hér skrifar hefur fjallað ítarlega um þau mál og margoft látið í ljósi skoðun sína. Vitna má til fjölmargra pistla hér á síðunni, ræður á Alþingi, viðtöl í fjölmiðlum og loks ítarlegrar grein- ar í Morgunblaðinu um þessi mál. Um afstöðu mína að minnsta kosti þarf því ekkert að velkjast í vafa. Og það sem meira er. Ég hef lagt fram raunhæfar tillögur. Þær mundu, ef framkvæmdir yrðu, stuðla að lækk un krónunnar. Sannast sagna sakna ég þess að hagsmunaaðilar skuli ekki koma fram í öflugri stuðningi við þessar tillögur, en raun ber vitni. Það er nefnilega ekki bara nóg að hrópa á torgum. Það er ekki nóg að búa til blóraböggla. Menn verða að hafa dug og þor og kraft til þess að leggja fram raunhæfar tillögur. Slíkar tillögur koma einhvers staðar við. Þær munu hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. En mér finnst illt til þess að hugsa að til að mynda verkalýðshreyfingin sem horfir upp á félagsmenn sina missa vinnuna úti á landsbyggðinni, skuli ekki aðhafast neitt raunhæft, en brynji sig frekar í vörn fýrir úreltu vaxtabótakerfi sem stuðlar að því að gengi íslensku krón unnar hækkar og sem kippir stoðun um undan atvinnustarfsemi á lands byggðinni. Hvernig iækkum við gengið? Með öðrum orðum þetta: Stjórnvöld eru ekki almáttug. Sumt af því sem veldur því að fyrirtæki hætta í sjávar útvegi er ekki á valdi stjórnvalda að laga. En eðlilegt er hins vegar að tala til stjórnvalda út af öðru, líkt eins og hér hefur verið gert. En þá verða menn að gera sér grein fyrir því - jafnt hagsmunasamtök og stjórn málamenn - að óhjákvæmilegt er að slíku fylgi hvellur. Það kostar átök að slá á hina efnahagslegu þenslu f dag eru fjölmargir að njóta henn ar og láta sér vel lynda. Þeir munu öskra þegar að þeim þrengist. Og þegar það gerist sést hvort menn vilji í raun fylgja kröfum sínum eftii með raunhæfum hætti um Iækkun krónunnar og betra rekstrarum hverfi fyrir íslenskan sjávarútveg og samkeppnisgreinarnar. EinarK. Guðfmnson, formaðut þingsflokks Sjálfstœðisflokksins www.ekg.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.