blaðið - 01.09.2005, Qupperneq 24
Kaffi mánaðarins
September - 2005
Costa Rica -
Tarrazu San Rafael
Costa Rica Tarrazu er af mörgum
talið vera eitt besta og eftirsóttasta
kaffi heims. Það er þekkt fyrir
létt og frísklegt berjabragð og
U-Já' unaðslega angan. Kaffið
M Tarrazu San Rafael
hefur öðlast ákveðinn
"r virðingarsess meðal
kaffiunnenda og er oft nefnt
Burgundi Suður Ameríska
kaffisins.
Nú á frábæru
kynningarverði í öllum
verslunum Te og kaffi.
250 gr. -445 kr
Kaffihús:
Laugavegi 24
Smaralind
Verslanir:
Kringlunni
Smaralind
Laugavegi 27
Suðurveri
“O"
TE ,\ kAFFI
24 I MATUR
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaöið
Ber eru hluti haustsins
Það er einhver góð tilfinning sem
fylgir því að vera úti í náttúrunni
og týna ber. Það er jafnt friðsælt
og guðdómlegt í senn. Haustið er
einmitt tíminn til að týna ber og
það er ýmislegt sem hægt er að
geravið afraksturinn.
Nýverið kom út bókin Ætigarður-
inn eftir Hildi Hákonardóttur. Bók-
in er titluð sem handbók grasnytj-
ungsins enda eru í henni ýmis fræði
og fróðleikur um jurtir, ber og móð-
ur náttúru. Hildur býr vel því í garði
hennar eru sólber, rifsber, reyniber,
stikilsber, jarðarber og vínber. Hild-
ur viðurkennir þó fúslega að henni
finnist leiðinlegt að tína ber en
henni þyki aðalbláberin best. „Ég
borða þau bara beint, það er best. Ég
hugsa að manngerðin komi fram í
öllum þegar þeir tína ber. Sumum er
sama þó þeir tína ekki svo mikið og
vilja gera það. Svo eru aðrir sem vilja
koma heim með eins mikið magn og
þeir geta. Þetta er bæði manngerðin
og hvað maður ætlar að nota berin í
og hvað maður hefur mikinn tíma.
Ég er ekki dugleg að tína. En ég
reyni alltaf að gera rifsberjahlaup og
geyma til jóla til að hafa spari“, seg-
ir Hildur sem er svo hugulsöm að
gefa okkur uppskriftina af rifsberja-
hlaupina góða. Hún segir einnig að
ef fólk vill ekki setja rotvarnarefni í
sultu þá sé hægt að setja fjallagrös í
sultuna til að hún endist betur. Þá
eru grösin soðin með sultunni.
svcmhvit@vbl.is
Hildur Hákonardóttir
Rifsberjahlaup
1 kg sykur
1 kg ber
'/2 bolli vatn
Ein stöng vanilla.
Hrein berin, stönglar og jafnvel
lauf eru soðin í vatninu í 10-15
mínútur, þangað til þau eru
sprungin. Þá eru þau síuð frá og
sett upp aftur með sykrinum og
vanillunni. Froðan er veidd ofan
af og soðið í 20 mínútur þang-
að til loðir milli fingra en ekíd
lengur. Það má reyna að minnka
sykurinn og gera tilraunir með
ijallagrös sem rotvarnarefni.
Frír aögangur
í þínum framhaldsskóla að:
ordabok.is
No kidding!
Aðgangur að ordabok.is er frír innan allra framhaldsskóla á landinu og námsfólk
getur því notað ordabok.is án endurgjalds, sé það tengt neti skólans.
Ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók með samtals 140.000 uppflettiorðum.
Þú munt líka vilja nota ordabok.is heima. Sanngjarnar áskriftaleiðir í boði.