blaðið - 01.09.2005, Side 30
30 I ÍPRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 1. SPEPTEMBER 2005 blaöiö
Rúrikfórá2o,7
milljónir
Hinn stórefnilegi leikmaður HK í
Kópavogi, Rúrik Gíslason, skrifaði
í gær undir samning við enska úr-
valsdeildarliðið Charlton Athletic
og gildir samningurinn til tveggja
ára. Rúrik, sem er aðeins 17 ára,
var hjá belgíska liðinu Anderlecth
um tíma en kom aftur til að spila
með HK í sumar og var þá laus
undan samningi við Anderlecht.
Samkvæmt breska blaðinu The
Formúla i um helgina á Ítalíu
Um helgina verður keppt á Ítalíu
í Formúla 1 kappakstrinum. Það
er hinn frægi Monsa-kappakstur
sem er heimavöllur Ferrari-liðsins.
Heimamenn vonast eftir betra gengi
í mótinu um helgina en í Tyrklandi
fyrir hálfum mánuði. Það má búast
við nánast alrauðum stúkum við
brautina en það er litur Ferrari.
Mót hafa verið haldin á Monza
síðan 1950 en það var Guiseppe Far-
ina á Ferrari sem vann fyrsta mótið.
Ferrari er staðsett í hálftíma fjar-
lægð frá brautinni og Minardi liðið
er enn skemmra frá, í Faenza. Það
er mikill munur á ítölsku liðunum
tveimur. Ferrari hefur unnið meist-
aratitla fimm ár í röð en Minardi
hefur ekið í yfir 300 mótum án þess
að komast á verðlaunapall.
Árið 2003 vann Schumacher
sinn fimmtugasta sigur á Ferrari
á Monza-brautinni en Rubens Bar-
richello vann í fyrra, varð fimm
sekúndum á undan Schumacher. Sá
síðarnefndi hafði unnið sig upp úr
botnsæti eftir að hafa snúið bílnum
í fyrsta hring. í ár hefur Ferrari heið-
ur að verja á heimavelli á meðan
Fernando Alonso á Renault og Kimi
Raikkönen á McLaren berjast um
titilinn. Ferrari og Schumacher eiga
enn tölfræðilega möguleika á titlum
en líkurnar eru hverfandi. Jean Todt
aðalmaður hjá Ferrari hefur þegar
gefið titlana frá sér í fjölmiðlum.
Úrslit í Monsa 2004
1. Rubens Barrichello - Ferrari
2. Michael Schumacher - Ferrari
3. Jenson Button - BAR Honda
4. Takuma Sato - BAR Honda
5. Juan Pablo Montoya - bmw wiiiiams
Guardian þarf Charlton að punga
út um 180.000 sterlingspundum
sem er jafnvirði um 20.7 milljóna
íslenskra króna. Það telst vera hin
ágætasta búbót fyrir Kópavogs-
menn sem leika í 1. deild hér heima.
Hjá Charlton er Hermann Hreið-
arsson einn aðalmaðurinn í liðinu
og á vefsíðu Charlton í gær kom
fram að Hermann hafi átt drjúgan
þátt í að fá Rúrik til Charlton en
pilturinn hafi verið mjög eftir-
sóttur af mörgum liðum Evrópu.
Fjármögnun til kaupa á þessum
unga Kópavogspilti kom í gegnum
unglingasjóð félagsins sem er
meðal annars greitt í af stuðnings-
mönnum Charlton. Samningur
Rúriks er eins og áður kom fram
til tveggja ára og um er að ræða
fullgildan atvinnumannasamning.
Hanneser
farinn til Stoke
I gær náðust loks samningar á milli
eigenda Islendingaliðsins Stoke City
á Englandi og norska liðsins Viking
frá Stavangri um íslenska landsliðs-
manninn Hannes Þ. Sigurðsson.
Stoke og Hannes hafa gert samning
til þriggja ára sem gildir frá og með
næstu áramótum og forráðamenn
Stoke hafa reynt undanfarnar vikur
að fá Hannes að láni til áramóta eða
þar til samningur hans tekur gildi.
Erik Forgaard og félagar hjá Viking
hafa til þessa ekki viljað ljá máls á
þessu fyrr en Allan Borgvardt gekk
til liðs við Viking frá FH. Það setti
málið í nýja stöðu og í gær var geng-
ið frá lánssamningnum. Þetta þýðir
að Hannes Þ. Sigurðsson er tilbúinn
í næsta leik með Stoke en hann er
þó reyndar meiddur eins og er og
getur til dæmis ekki verið með ís-
lenska landsliðinu í verkefninu gegn
Króatíu og Búlgaríu. Hjá Stoke hitt-
ir Hannes íslendinginn Þórð Guð-
jónsson sem hefur verið á mála þar
að undanförnu en Þórður hefur þó
ekki verið í leikmannahópi Stoke
City að undanförnu en vonandi
verður breyting þar á á allra næstu
vikum.
ekkert pikknikk
í Laugardalnum...
...þess vegna verða allir að mæta!
Fylgstu með í Blaðinu og þú gætir farið frítt á völlinn!
ísland - Króatía, Laugardalsvelli, 3. september
Forsala hafin á ksi.is og esso.is - tryggið ykkur miða tímanlega!
BE35SH <R>
Laugardaginn 3. september kl. 18dX) maetast landslið íslands og Króatíu
á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2006. Markmiðið er að ná toppleik
gegn efsta liðinu í riðlinum. Til þess að sigra sterkt lið Króata þurfa
strákamir allan þann stuðning sem þeir geta fengið. Áfram ísland!
Forsala á Netinu til 1. september. Forsala á völdum ESSO stöðvum 2. september frá kl. 12 Sala á leikdag 3. september
Gamla stúka 3.000 kr. 3.000 kr. 3.500 kr.
Nýjastúka 2.000 kr. 2.000 kr. 2.500 kr.
Athugið að eingöngu verða selcfir miðar í númeruð sæti. Miðar geta selst upp (forsölu.
50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri í hvaða saeti sem er.
r
30
fyrstu
sem koma
með
afrifuna
á Blaðið
Bæjarlind
14-16
Kópavogi
fá frítt á
leikinn
blaðiðu
Njarðvík hætt-
irviðkeppni
Stjórn körfuknattleikssambands
Islands barst í morgun tilkynning
frá körfuknattleiksdeild Njarðvík-
ur um að félagið hafi ákveðið að
draga kvennalið Njarðvíkur í 1.
deild úr keppni á íslandsmótinu
í vetur. Eins og segir í tilkynning-
unni er ákvörðunin óumflýjanleg.
Stjórn Körfuknattleikssambands
Islands ákvað í kjölfar alls þessa
að bjóða KR sæti Njarðvíkur og
hefur stjórn KR þekkst það boð.
Mótanefnd KKl harmar þetta
brotthvarf Njarðvíkur úr kvenna-
körfuboltanum en vonar um
leið að félagið geti fljótlega teflt
fram kvennaliði í körfunni á ný.
Tvær breytingar
á U 21 árs liðinu
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálf-
ari undir 21 árs landsliðs karla í
knattspyrnu, hefur þurft að gera
tvær breytingar á liði sínu fyrir
leikinn gegn Króatíu á morgun.
Bjarni Þórður Halldórsson, mark-
vörður Fylkis, er meiddur og leikur
ekki knattspyrnu næstu daga og
jafnvel vikur og þá er Viktor Bjarki
Arnarsson leikmaður Fylkis einnig
meiddur. I þeirra stað koma Magn-
ús Þormar, varamarkvörður Keflav-
íkurliðsins, og Eyjólfur Héðinsson,
leikmaður Fylkis. Það er nokkuð
áfall fyrir landsliðið að Bjarni Þórð-
ur geti ekki leikið með í leiknum
gegn Króötum. Þegar liðin mættust
i Króatíu í marsmánuði á þessu
ári unnu Króatar með tveimur
mörkum gegn einu í mjög jöfnum
og spennandi leik þar sem meðal
annars var dæmt löglegt mark af
íslenska liðinu. ísland er i fjórða
sæti riðils síns f undankeppni
Evrópumótsins með 7 stig. Island
hefur unnið tvo leiki, gert eitt
jafntefli og tapað fjórum leikjum.
Króatar eru í efsta sæti með 15 stig
og hafa aðeins tapað einum leik.
Leikurinn á morgun fer fram á KR-
vellinum og hefst klukkan 17.00.
Reykjavíkurmótið í
körfubolta hefstí kvöld
Undirbúningstímabil körfu-
boltamanna er nú byrjaðir og í
kvöld verður flautað til leiks á
Reykjavíkurmótinu í körfuknatt-
leik i karlaflokki. I karlaflokki
eru lið KR, Vals, ÍR, ÍS og
Fjölnis skráð til leiks. Fyrstu
tveir leikirnir fara fram í kvöld.
KR og Valur mætast í DHL-höll
þeirra KR-inga og ÍR leikur gegn
ÍS f Seljaskóla. Báðir leikirnir
hefjast klukkan 19.15. Næstu
leikir eru eftir viku en Reykja-
víkurmótinu í karlaflokki lýkur
svo 29. september. I kvenna-
flokki hefst mótið 12. septemb-
er og lýkur 26. september.