blaðið

Ulloq

blaðið - 01.09.2005, Qupperneq 32

blaðið - 01.09.2005, Qupperneq 32
32 I MENMING FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaöiö Dansað fram ásunnudag fengið viðurkenningu sem bylting- arkenndur leikstjóri. Hann er með fýsískt leiksóló á föstudagskvöldið Wake Up Hate. Sama kvöld er verk- ið Crystall sýnt en það er eftir Alice Chauchat og Alix Eynaudi. Ég hef ekki séð það verk en hef séð myndir af því og lesið um það og það virðist vera afar sjónrænt og fallegt. Fred Gehrig sýnir sólóverk sitt Im Panzer í kvöld, fimmtudagskvöld. Gerich hefur einnig samið verkið Who is the Horse ásamt Nadiu K. Banine sem sýnt verður á sunnudagskvöld. Játningar minnisleysingjans er verk eftir Jóhann Freyr Björgvins- son. Hann sýndi það í Kling og Bank í vor en er búinn að betrumbæta og laga og sýnir í annað sinn. Verkið er samstarfsverkefni hans og íslenska dansflokksins. Ólöf Ingólfsdóttir hefur samið verk fyrir börn sem heitir Heima er best og hún dansar í þvi sjálf ásamt tveimur öðrum dönsurum. Camer- on Corbett hefur samið sólóverkið Postcards from Home sem hann dansar sjálfur í. Ungur íslenskur höfundur, Steinunn Ketilsdóttir, nýútskrifuð frá New York, sýnir síð- an verkið Love Story á sunnudags- kvöld. No, he was white er þróunarverk- efni eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Margréti Söru Guðjónsdóttur, Anne Tismer og Rahel Savoldelli. Þetta er leikhúsverk með dansívafi og sýnir það sem verið er að gera í Evrópu í dag. Lokið verður við verkið í vetur og þá verður það sýnt í Berlín og von- andi víðar. Það eru afar fjölbreytt verk á efnis- skránni og sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Ástrós Gunnarsdóttir. ■ Wý afsteypa eftir Ásmund Sveinsson Listasafn Reykjavíkur hefur bætt nýjum dýrgrip í afsteypusafn Ás- mundar Sveinssonar. Um er að ræða höggmyndina Vetur, sem Ásmund- ur gerði árið 1940. Vetur er hér sýnd- ur í líki krjúpandi konu, en í þeim verkum þar sem myndefnið er sjálf náttúran samsamaði listamaður- inn iðulega viðfangsefnið konunni. Þannig myndgerði hann árið 1940 árstíðirnar fjórar sem konur, sem hver um sig túlkar vetur, sumar, vor og haust með látbragði sínu. Afsteypan er gerð í 150 númeruð- um eintökum og ekki fyrirsjáanlegt að fleiri eintök verði gerð. Þegar hafa verið gerðar afsteypur af Vori og Hausti en öll eintökin eru upp- seld. 1 byrjun næsta árs mun Lista- safn Reykjavíkur gera afsteypu af Sumrinu sem einnig verður fáanleg í verslunum safnsins. Hæð afsteypunnar af Vetri er 35 cm og kostar hún kr. 40.000,- Hún er fáanleg í öllum safnverslunum Listasafns Reykjavíkur; í Ásmund- arsafni, Hafnarhúsi og á Kjarvals- stöðum. Danshátíðin Reykjavík Dance Festi- val verður haldin í fjórða sinn dag- ana 1. - 4. september í Borgarleik- húsinu og í Regnboganum verða sýnd vídeóverk. „Þessi árlega hátíð er orðin stórt og viðamikið verkefni," segir Ástrós Gunnarsdóttir einn af aðstandendum hátíðarinnar. „I ár sýnum við tíu verk, átta sviðsverk og tvö vídeóverk. Þrjú verk koma erlendis frá og þar eru spennandi listmenn á ferð. Portúgalinn Paulo Castro hefur - .. m o Afnot af Suzuki Swift heilt ár. o Medion Black Dragon \ fartölvur frá BT. ol-podfrá Apple búðinni 0 25.000.- kr úttektí Office one oNuddtæki frá Heilsu- húsinu oGjafakarfa frá Osta og Smjörsölunni o Árs Áskrift að Skólavefnum Klipptu út seðilinn hér að neðan og sendu okkur hann (Blaðið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur) eða sendu okkur tölvupóst (með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið skoli®vbl.is Dregið úr innsendum svörum á mánudögum Ath. Þú mátt taka þátt eins oft og þú vilt, því fleiri innsendir seðlar, þeim mun meiri vinningslíkur Þátttökuseðili Fyrirsogn: Fullt nafn: Kennitala: Simi: blaóieu Sendist á - Blaöið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur iðhelsuhúsið kolavefurinnjs 25.000,- Qílicelsuperstote

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.