blaðið


blaðið - 13.09.2005, Qupperneq 2

blaðið - 13.09.2005, Qupperneq 2
2 I INNLENDAR FRÉTTXR ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 blaóiö Mál gegn olíu- félögunum þingfest Gceti gefið fordœmi í dag verður þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur mál Neytendasamtakanna gegn olíufélögunum. Að sögn Jóhann- esar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, er um að ræða skaðabótakröfu vegna þess tjóns sem viðskiptavin- ur varð fyrir vegna ólöglegs verðsamráðs. Jóhannes segir málið vera mjög merkilegt að því leyti að þetta sé í fyrsta sinn, að minnsta kosti í Evrópu, sem slíkt mál sé höfðað. „Þetta er merkilegt prófmál og gæti að sjálfsögðu verið fordæmisgef- andi ef málið vinnst. Þá geta neytendur sótt það tjón sem fyrirtæki valda þeim með ólög- mætu verðsamráði", segir Jó- hannes sem kveðst hvorki vera svartsýnn né bjartsýnn á að málið vinnist. „Réttlætiskennd min segir mér að við eigum að vinna þetta mál en það er ekki þar með sagt að það vinnist“, segir Jóhannes Gunnarsson. Skaðabótamál Neytendasam- takanna gegn olíufélögunum er prófmál og gæti gefið fordæmi ef það vinnst. Simtöl til útlanda á 5 krónur íslendingar eyða hátt í tveimur milljörðum í símtöl til útlanda á ári. Ný tæknifrá Hive mun lækka þennan kostnað verulega Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive I dag hleypir Hive af stokkunum nýrri þjónustu, netsíma. Hér er um að ræða tækni sem gefur öllum við- skiptavinum Hive kost á að hringja hvert sem er í heiminum í gegnum heimilistölvuna, í hvaða síma sem er, á hvaða tíma sem er. Þess ber að geta að Sigurður G. Guðjónsson stjórnarformaður Blaðsins er á með- al hluthafa í Hive. Kostnaður við að hringja til 30 helstu viðskiptalanda byltingu en grófléga má áætla að heildarkostnaður við útlandasím- töl slagi hátt í 2 milljarða á einu ári. Það er því ljóst að landsmenn geti sparað sér fleiri hundruð milljón- ir á ári nýti þeir sér þjónustu Hive. 90% allra símtala til útlanda eru til þessara 30 landa sem Hive skilgrein- ir sem helstu viðskiptalönd Islands.“ Búbót fyrir íslendinga erlendis fslands mun verða 5 krónur á mín- Viðskiptavinir Hive sækja sér forrit- útuna en til þessa hefur fólk verið ið ókeypis á heimasíðu Hive og síðan að greiða um 16 krónur fyrir ódýr- ustu símtöl til þessara landa. „Við hjá Hive erum enn einu sinni að færa ísland nær umheiminum með því að bjóða útlandasímtöl á innan- landsverði og síðustu múrarnir í kringum landið eru að falla,“ segir Arnþór Halldórsson framkvæmda- stjóri Hive: „Þetta boðar klárlega greiða þeir aðeins fyrir notkunina. Þeir sem staddir eru í útlöndum og hafa netsíma Hive í tölvunni sinni greiða 2 krónur og 90 aura á mín- útu fyrir símtal til Islands. „Þetta opnar til dæmis möguleikann á því að námsmenn erlendis geti hringt heim á þessum kjörum og sama má segja um menn í viðskiptaerindum.“ Símtöl innanlands munu einnig kosta 2 krónur og 90 aura, en Hive er í viðræðum við Símann um sam- tengingu á kerfum fyrirtækjanna sem gæfi Hive kost á að bjóða sam- keppnishæf verð á símtölum innan- lands. Arnþór segir þau mál skýrast á næstu vikum. Aðspurður um gæði símtalanna segir Arnþór þau fylli- lega sambærileg við almenna síma þar sem Hive. ræður yfir eigin sæ- strengjum til Evrópu og Bandaríkj- anna og lætur því viðskiptavini net- símans njóta forgangs. „Við leggjum mikla áherslu á að hafa þetta einfalt fyrst í stað á meðan að landsmenn kynnast tækninni, en í framtíðinni verða fleiri möguleikar í boði og það er margt að gerjast í þessum málum sem kynntir verða á næstunni." ■ Landssíminn ekki með einkarétt Landssími Islands hefur ekki einkarétt til að dreifa Enska boltanum á fjarskiptakerfum fyrirtækisins samkvæmt bráða- birgðaákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins. íslenska sjónvarps- félagið (ÍS) neitaði að afhenda fyrirtækjunum Tengi og Island- smiðli sjónvarpsdagskrá Enska boltans á þeirri forsendu einni að Landssíminn hefði einka- rétt á þessari dreifingu. Þar sem ÍS byggir enn á þessum einkarétti telur Samkeppniseft- irlitið verulega hættu á því að félagið haldi áfram að hafna beiðnum um afhendingu sjón- varpsmerkja á þessum grunni. Telur Samkeppniseftirlitið enn fremur að það geti haft veru- lega skaðleg áhrif á samkeppni ef ákvörðun samkeppnisráðs um skilyrði fyrir kaupum Landssímans á ÍS nær ekki fram að ganga að öllu leyti. Baugsmál þingfest 1 dag verður mál ríkisins á hend- ur stjórnenda Baugs þingfest í Héraðsdómi. Þá munu verjend- ur hinna ákærðu sem og ákæru- valdið fá tækifæri til þess að tjá sig um ákærurnar og bréf það sem dómendur sendu málsaðil- um og fjallað hefur verið um í fréttum síðustu viku. Þar segir að svo illa hafi verið staðið að sumum ákæruliðunum að marg- ar þeirra standi ekki fyrir rétti. Gler augnaverslunin Si ónar hÓl 1 'i; stærri verslun meira úrval frábær tilboð fíeykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði S.565-5970 www.sjonarholl.is Undirfatnaður fyrir allar konur Vorum að taka upp nýjar vörur frá LoMjrruC Frábær verð og gæði. Persónuleg þjónusta Hamraborg 7, Kópavogi Sími 5444088 www.ynja.is Samningar milli símafélags og Neyðarlínunnar vantar Björgunarstarf tafðist Blaðið hefur heimildir fyrir því að björgunarstörf á Viðeyjarsundi síð- astliðna föstudagsnótt hafi reynst tafsamari en ella þar sem ekki reyndist unnt að fá nákvæma stað- setningu á slysstað. Tilkynning um slysið barst um GSM síma, en tækni- lega er mögulegt að staðsetja slík símtæki með nokkurri nákvæmni. Símtöl til Neyðarlínunnar sem ber- ast um GSM símkerfi Símans eru þannig staðsett en hið sama á ekki við um Og Vodafone. Síminn sem hringt var úr í Neyðarlínuna nótt- ina örlagaríku var einmitt í því kerfi. Samkvæmt heimildum Blaðsins er þetta ekki í fyrsta skipti sem þessar upplýsingar vantar. Ekki haft samband Dóra SifTynes, lögfræðingur Og Vod- afone, segir að ekki hafi verið reynt að hafa samband við bakvakt félags- ins á aðfararnótt laugardagsins sem gefur lögreglu staðsetningu GSM síma þegar óskað er eftir upplýsing- unum. „Síminn er með sérstakt kerfi sem þeir tengja við Neyðarlínuna og gefur þessar upplýsingar. Þeir hafa ekki viljað hleypa okkur inn á það kerfi og í raun liggur vandamálið þar. Þetta snýst um kerfi sem Sím- inn á og rekur og þá skilmála sem eru á aðgangi að því kerfi." Dóra Sif hefur ennfremur eftir tæknimönn- um Og Vodafone að staðsetning á símtalinu til Neyðarlínunnar hefði ekki stytt tímann sem tók að finna slysstað sökum þess um hversu stórt svæði var að ræða. o Heiðskírt Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað i Rigning, lítilsháttar /'/s Rignlng 9 9 Súld Snjókoma ' 9 * jj Slydda Snjóél ^ Skúr Amsterdam 19 Barcelona 25 Berlín 18 Chicago 22 Frankfurt 20 Hamborg 17 Helsinki 13 Kaupmannahöfn 18 London 20 Madrid 23 Mallorka 25 Montreal 22 New York 21 Orlando 24 Osló 14 París 23 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 13 Vín 20 Algarve 25 Dublin 18 Glasgow 16 /// /// /// / x Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 7° / / P / / / / ?1ÖV0 Á morgun 4' ^ t 0 /; 5°

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.