blaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 6
6 I XNNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Myndlistarsýning:
Bjarni Bern-
harður sýnir
á Mokka
Tíu þúsund útlending-
ar við störf hér á landi
íslenskfyrirtœki þurfa œ oftar að sœkja á erlendan markað í leit að
vinnuafli. Um 10% starfsmanna stóru byggingarfélaganna um þess-
ar mundir eru útlendingar.
Listamaðurinn við eitt verka sinna
á Mokka.
Bjarni Bernharður, málari og
skáld, heldur nú sína fjórðu
einkasýningu á Kaffi Mokka
við Skólavörðustíg. Bjarni er
landskunnur listamaður, sem
selur ljóðabækur sínar á götum
úti, gjarnan á horni Austurstræt-
is og Pósthússtrætis, en hann
hefur gefið út íjórar bækur á
undanförnum þremur árum.
Á sýningunni getur að líta
nýjustu málverk Bjarna og hef-
ur hann einnig bækurnar sínar
til sölu. Bjarni er sjálfmennt-
aður í málaralistinni og hefur
þróað sinn eigin stíl. Sýningin
stendur yfir til 5. október. ■
Gera má ráð fyrir að um tíu þúsund
útlendingar vinni nú hér á landi að
sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra
Vinnumálastofnunar.
„Við höfum nákvæmar tölur yfir
þá sem fá atvinnuleyfi, svokallaða
þriðjuríkisborgara. En það er ekki
eins vel haldið utan um upplýsing-
ar um þá sem koma frá Evrópu og
Norðurlöndunum sem er náttúru-
lega mjög stór hluti af erlendu vinnu-
afli.“ Langflestir koma frá Póllandi
en næststærsti hópurinn kemur frá
Suð-Austur Asíu.
Nauðsynlegt vinnuafl
„Það gengur erfiðlega að bæta við
mönnum þar sem það er mikil eftir-
spurn eftir vinnuafli og náttúrulega
mörg verkefni í gangi og víða. Ef
við eigum að geta staðið skil á því
sem að við höfum tekið að okkur
þá er þetta ein af leiðunum til þess
að bæta við okkur fólki“, segir Páll
Daníel Sigurðsson, sviðsstjóri fram-
kvæmdasviðs Eyktar. Hann segir
það skipta miklu máli fyrir félagið
að hafa greiðan aðgang að erlendu
vinnuafli eins og atvinnuástandið
er. Sömu sögu var að heyra hjá öðr-
um byggingarfélögum. „Það er ekki
til íslenskt vinnuafl", segir Árni
Ingi Stefánsson, starfsmannastjóri
íslenskra aðalverktaka. „Við aug-
lýstum laus störf í síðustu viku og
það svaraði einn maður auglýsing-
unni. Þess vegna skiptir okkur öllu
máli að eiga auðvelt með að fá erlent
starfsfólk til okkar. Við gætum ekki
verið að framkvæma það sem við
erum að gera ef við hefðum ekki að-
gang að erlendu vinnuafli."
Nýtt verklag flýtir afgreiðslu
Forsvarsmenn byggingarfélaganna
fagna fyrirhuguðu nýju verklagi
hjá Vinnumálastofnun sem kemur
til með að auðvelda og flýta fyrir af-
greiðslu á atvinnuleyfum fyrir fólk
frá hinum nýju löndum EES. „Þetta
er gert til þess að reyna að kveða nið-
ur þróun sem hefur verið í svokölluð-
umþjónustusamningum. Þeirliggja
oft á mörkum þess að vera löglegir
miðað við íslensk vinnumarkaðslög.
Síðan erum við líka að gera atvinnu-
lífinu kleift að fá til sín vinnuafl þeg-
ar þörfin er svona mikil eins og raun
ber vitni á ekki lengri tíma“, segir
forstjóri stofnunarinnar.
„Pappírsvinnsla hefur tekið lang-
an tíma en nú á að stytta þann tíma
og við tökum því náttúrulega fagn-
andi“, segir Árni Ingi hjá ÍAV. „Þetta
tekur tíma, en það þarf reyndar ekk-
ert að vera óeðlilegt", segir Páll Daní-
el frá Eykt sem tekur breytingunum
fagnandi. ■
Úrskurðarnefnd
lögð niður
Samgönguráðherra hefur lagt
til að Úrskurðarnefnd um
póst- og fjarskiptamál verði
lögð niður. Þykir einfaldara að
samgönguráðuneytið úrskurði í
ágreiningsmálum um ákvarðan-
ir Póst- og íjarskiptastofnunar.
Samkvæmt lögum er heimilt
að kæra ákvarðanir Póst- og
fjarskiptastofnunar til úrskurð-
arnefndarinnar. Sá sem á
verulegra hagsmuna að gæta
getur kært hvort heldur er máls-
meðferð eða efni ákvörðunar. ■
Davíð í Japan
Davið Oddson utanríkisráð-
herra er staddur í Japan þar
sem hann fer fyrir íslenskri
viðskiptanefnd. í gær skoðaði
hann heimssýninguna í Aichi
og í dag fundar hann með
japanska utanríkisráðherr-
anum Nobutaka Machimura.
Á morgun mun hann taka
þátt í viðskiptaráðstefnu
þar sem islensk fyrirtæki
munu kynna starfsemi sína. ■
Sjávarútvegssýningunni lokið
Marorka með bestu
nýju vöruna
Fljótlegt að koma við og taka með sér rétti
Græna línan, Baejarhravmi 4,
S: 565-2075
íslensku sjávarútvegssýningunni
lauk á laugardaginn var. Fjöldi gesta
var ívið meiri en árið 2002. Aukning
var sérstaklega á meðal erlendra
gesta. Á sýningarhófi sem haldið
var á Broadway á föstudagskvöldið
voru fern verðlaun veitt. Þar var um
að ræða verðlaun fyrir bestu básana
og verðlaun fyrir bestu nýju fram-
leiðsluvöruna.
Marorka með bestu nýju vöruna
Marorka fékk verðlaun fyrir bestu
nýju framleiðsluvöruna, en þar
er um að ræða nýja útgáfu af orku-
stjórnunarkerfi fyrirtækisins sem
hlotið hefur heitið Maren 2. Krist-
inn Aspelund sölu- og markaðstjóri
segir það mikinn heiður að fá þessi
verðlaun og þau hvetji fvritækið til
enn betri verka. Halldór Asgrímsson
forsætisráðherra afhjúpaði kerfið
Empower
( s
i
i£mpowf
Empower Vourself to Se
Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku kynnir forsætisráðherra fyrir Mar-
en 2.
á miðvikudaginn var. Kerfið er hið
eina sinnar tegundar í heiminum og
fellst sérstaða þess í flóknum aðferð-
um sem notaðar eru til þess að lág-
marka orkunotkun skipa. Fyrri út-
gáfur kerfisins hafa verið settar upp
í nokkrum skipum með góðum ár-
angri og binda Marorkumenn mikl-
ar vonir við nýju útgáfuna. Stærsta
verk sem Marorka hefur komið að
til þessa er uppsetning Maren kerf-
is um borð i kanadísku kúfiskveiði-
skipi sem verið er að smíða í Taivan
um þessar mundir.
Olís með besta básinn
Bás Olís vakti mikla athygli á sýn-
ingunni, enda kom á daginn að fyr-
irtækið fékk verðlaun fyrir besta
einstaka básinn yfir 40 fermetrum.
Olís menn höfðu hannað bás sinn
eins og skipsbrú og lögðu margir
leið sína í brúna á MB Héðni Valdi-
marssyni RE 1927 á meðan á sýning-
unni stóð. Matvælafyirtækið Katla
fékk verðlaun fyrir besta básinn
undir 40 fermetrum og besti básinn
sem fleiri en einn aðili standa að var
valinn bás færeyskra fyrirtækja. ■
Pevsur í miku úrvali
Nýfoýlavegi 12 • 200 Kópavogl
Sími 551 4433
Opnunartími
mán - föst. 10-18
laugardaga 10-16