blaðið - 13.09.2005, Síða 16

blaðið - 13.09.2005, Síða 16
16 IHÖNNUN ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 Uaöiö 2S SmHRHV} BÍÓ REGHBOGinH FYRSTI HLUTINN í EPÍSKUM FANTA5IU PHiLtitv [MPCHKOI riniZDWl FRUMSÝND 1 B • Q9 ALDREI HEFUR ANNAÐ EINS SÉST í BÍÓ HÉRLENDIS ÁÐUR! - MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! “NIGHT WATCH IS F***ING 0001!“ •TARANTINO Philippe Starck Verner Panton Verner Panton fæddist árið 1926 en dó árið 1998 og er talinn vera einn af áhrifamestu húsgagna- og innanhúss- hönnuðum í Danmörku á tuttugustu öldinni. Hönnun hans var nýjungagjörn úr alls kyns efnum, sérstaklega plasti, og litríkum litum enda með mikla framtíðarsýn. Stíll Verners var frá sjötta áratugnum en vörur hans urðu vinsælar aftur á síðasta ári og þekktustu hús- gögn hans eru enn í framleiðslu. Bjóðum ávallt hagstæðustu verðin. Útvegum alla bíla frá USA. örugg þjónusta hjá löggiltum bifreiðasala. 11 ára reynsia. Uppl. í s. 897-9227 sjá nánar á www.is-band.is ATH 2 til 5 ára Abyrgð hilippe Starck var fæddur í París 18. janúar 1949 og er hann einn þekktasti nútímahönnuður í heimi. Hann hefur ekki aðeins hlot- ið almennar viðurkenningar fyrir innanhússhönnun sína heldur hefur hann líka reynst vera vinsæll arkitekt og vöruhönnuður. Mikið af vörum hans hafa verið fjöldaframleiddar eins og tannburstar og stólar. Starck hefur unnið sjálfstætt sem innanhúss- og vöruhönnuður síðan árið 1975 og hef- ur á þeim tíma skapað fjöldann allan af tiltölulega ódýrri hönnun fyrir ameríska smásölumarkaðinn. Ólíkt öðrum hönnuðum einbeitir Starck sér ekki að þvi að skapa ögrandi og dýra hönnun. Þess í stað einblínir hann á hluti sem fara inn á hvert heimili og eru fjöldaframleidd. Framleiðni Starck er oftar en ekki stílfærð og hagkvæm í útliti. Starck er einnig þekktur fyrir að nota óvenjulega blöndu efna eins og gler og stein og plast og ál. Nútíminn og tíska hafa áhrif á flest verka hans og hefur stundum verið sagt að þau séu of mikið hönnuð. Starck hefur lát- ið hafa eftir sér að heiðarleiki eigi að vera kjarni hönn- unar. Vörur ættu ekki að vera hannaðar með það í huga að endast aðeins svo lengi sem þau eru í tísku heldur ættu þau að hafa endingar- og notagildi. Hann trúir því staðfast að hönnuðir eiga að vera heiðarlegir og hlutlægir. Alvar Alto Alvar Alto fæddist í Finnlandi árið 1898 og lést þar árið 1976. Innblástur Alto var finnska náttúran og form hennar sem gerðu verk hans óhefðbundin og takmarkalaus. Fyrri verk hans einkenndust af neo-klassísku hreyfingunni en í eldri verkum hans má sjá fúnksjónisma og mannlegan stíl sem hann nýtti vð hönnun bókasafna, kirkna og fleira. Alvar hannaði til að mynda Norræna húsið og er því Islendingum vel kunnugur. Alvar hafði gott vald á formi og skipulagningu og hannaði því einkar notendavænar byggingar. Manneskjan og náttúr- an voru grunnelement í hönnun Alto og ástríða hans fyrir formum gaf hönnun hans hlýju og nánd. Stiklað á stóru - Fjórir þekktir hönnuðir skoðaðir nánar Ut um allan heim eru hönnuðir að vinna verk sín, svo við hin getum fyllt heimili okkar af fallegum hlutum. Hlutum sem jafnvel flokkast undir listaverk. Ljóst er að ef hönnuður er orðinn frægur þá eru verk hans þeim mun dýrari en kannski má líka segja að þau séu þeim mun vand- aðri. Hér verður minnst á fjóra fræga hönnuði en verk þeirra má án efa finna á mörgum íslenskum heimilum. svanhvit@vbl.is Eero Aarnio Eero Aarnio fæddist árið 1932 í Finnlandi og er þekktur fyrir nýjungagjarna innanhúss- hönnun sína og þá sérstaklega plast- og trefjaglersstóla sína. Þekktasta hönnun Eero er einmitt „Ball Chair“ sem lítur út eins og opin kúla á standi. Stóllinn var fram- leiddur í kringum 1963 og efnið og stíllinn var algert nýjung á þessum tíma. Eero hefur unnið með hefðbi efni eins og við og stál á sín- um langa ferli en stíll hans ein- kennist af öðruvísi formum og litríkum vörum sem margar hverjar eru framleiddar úr plasti. :inmg

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.