blaðið - 13.09.2005, Page 24

blaðið - 13.09.2005, Page 24
32 I MENNING ÞRIÐJUDAGURINN 13. SEPTEMBER 2005 blaöiö Góð bókasala á Bókmenntahátíð Bókmenntahátíð í Reykjavík er í fullum gangi. Bækur hinna erlendu gesta eru til sölu í stærstu bókabúðum landsins og salan gengur vel að sögn Óttarrs Proppe, vörustjóra erlendra bóka í Pennanum-Eymundsson. „Sal- an hófst um leið og byrjað var að stilla bókunum upp,“ segir Ottarr. „Það eru ákveðnir höfundar sem fólk kveikir á enda hafa þeir verið í umfjölluninni. Rússinn Andrej Kurkov er skemmti- legur höfundur og íslenska þýðingin á Dauðinn og mörgæsin hefur orðið til þess að fólk vill lesa aðrar bækur hans. James Meek er að taka við sér og svo eru menn að rifja upp bækur höfunda sem hafa notið vinsælda eins og Paul Auster og Margaret Atwood.” Bækur erlendu höfundanna eru seldar í Norræna húsinu og Iðnó og höfundarnir hafa áritað eftir upp- lestra sína og spjall á þeim stöðum. Til dæmis var biðröð hjá Margaret At- wood þegar hún gaf kost á áritun. Þátttökuseöill Fyrirsögn Kennitala Sími: ----------------------------- Sendist á - Blaðið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur kolavefurinn iilsuhúsið v O Afnot af Suzuki Swift i 12) heiltár. o Medion Black Dragon fartölvur frá BT. '2 o |-pod frá Apple < búðinni o 25.000.- kr úttekt í jg Office one oNuddtækifrá Heilsu- húsinu oGjafakarfa frá Osta ■j og Smjörsölunni 2 ° Árs Áskrift að Skólavefnum Klipptu út seðilinn hér að neðan og sendu okkur hann (Blaðið, Bæjarlind 14 - 16, 201 Kópavogur) eða sendu okkur tölvupóst (með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið skoli@vbl.is Dregið úr innsendum svörum á mánudögum Ath. Þú mátt taka þátt eins oft og þú vilt, því fleiri innsendir seðlar, þeim mun meiri vinningslíkur blaóió Ollicelsuperstore r — # iMlfl Brotúr skáldsögu Plath kemur i leitirnar Blaðsíður og minnispunktar úr óbirtri skáldsögu eftir Sylviu Plath komu nýlega í leitirnar. Þar er sögð saga bandarískrar stúlku sem flytur til London til að finna sjálfa sig og giftist elskhuga sínum sem er skáld. Nokkrir hlutar sögunnar eru vélritað- ir en aðrir eru handskrifaðir af Sylvíu á bakhlið pappíra Teds Hughes, eigin- manns skáldkonunnar. Sérfræðingar höfðu talið að bókin hefði verið brennd eða aldrei verið til. Verkið ber titilinn Falcon Yard, sem er staðurinn i Cambridge þar sem Plath hitti Hughes. Hún vann að bókinni á árunum 1957-1959 og hún átti að enda með giftingu aðalpersónanna. Kaflarnir úr skáldsögunni fundust í skjölum Ted Hughes. Plath framdi sjálfsmorð árið 1963 eftir að eiginmað- ur hennar hafði yfirgefið hana vegna annarrar konu. m Kalli og sæl- gætisgerðin Hjá Máli og menningu er komin aft- ur út hin vinsæla bók Roalds Dahl, Kalli og sælgætisgerðin, í þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Villi Wonka er besti og frumleg- asti sælgætisframleiðandi í heimi. Um það eru allir sammála. En ým- islegt er dularfullt við Villa og verk- smiðjuna hans. Þess vegna verður uppi fótur og fit þegar han lýsir því yfir að fimm heppin börn fái að skoða sælgætisgerðina hans. Eins og öll börn í landinu langar Kalla að vera i þeim hópi en samt veit hann ekki hversu ótrúlegt ævintýri hann á í vændum. Kalli og sælgætisgerðin sló strax i gegn þegar hún kom út og er löngu orðin sígild, enda er hún bráðfynd- in og frumleg.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.