blaðið


blaðið - 13.09.2005, Qupperneq 29

blaðið - 13.09.2005, Qupperneq 29
blaóiö ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 DAGSKRÁ I 37 ■ Fjölmiðlar BEINT í BÍLINN FJÓRIR STAOIR: FELLSMÚLI, SKÚLAGATA, MJÓOD, DAROABÆR Ríkisútvarp- ið og íslensk tunga Ríkisútvarpið skal lögum sam- kvæmt leggja rækt við íslenska tungu. Lögin segja ekkert um það hvernig þetta skuli gert og víst er það svo að íslenskan sem töluð er i miðlum Ríkisútvarpsins er hvorki betri né verri en sú íslenska sem almennt er notuð í öðrum fjölmiðl- um hér á landi. Að vísu er það svo að sumir starfsmenn Ríkisútvarps- ins virðast telja það betri islensku að tala um stundarfjórðunga í stað korters. Hver kannast ekki við það þegar þulir þess segja að klukkuna vanti stundarfjórðung í eitt eða sé stundarfjórðung gengin í tvö. Fjöl- miðlun byggist m.a. á frásögnum, umræðum, samræðum og viðtölum. Runólfur Ágústsson rektor Bifr- astar háskólans var t.d. í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á dögunum og sagði þá m.a. að þegar að starfi hans á Bifröst lyki ætti hann rétt á að fara erlendis. Áuðvitað fer enginn erlend- is heldur dvelja menn erlendis eftir að þeir hafa farið utan. Þannig hef- ur það líka alltaf verið og það ættu Borgfirðingar að vita þekki þeir rit og sögu Snorra Sturlusonar sem bjó í Reykholti í eina tíð. Ríkisútvarpið reynir stundum að vera hip og kúl. Viðleitni í þá átt er að finna í útvarpsþættinum Ung- mennafélaginu á Rás tvö, sem Páll Magnússon hlýtur að losa sig við um leið og færi gefst, enda þarf rik- ið ekki að reka dægurtónlistarrás í samkeppni við einkaaðila. Á dögunum var fjallað um kvik- myndina Strákana okkar í þættin- um. Einhver hafði verið sendur á sýningu kvikmyndarinnar og sagði álit sitt á henni í Ungmennafélag- inu. Mæltist honum þá eitthvað á þá leið að Óttar aðalpersóna mynd- arinnar væri leikin af Björn Hlynur. Auðvitað er aðalpersónan leikin af Birni Hlyni. Og myndin er auk þess skemmtileg og vekur spurningar. Þegar ég heyrði þessa beygingu á orðunum Björn Hlynur, rifjaðist upp fyrir mér að í eldgamladaga þeg- ar ríkið hafði eitt rétt til sjónvarps og útvarps var viðtal við Matthías Á. Mathiesen, sem þá var fjármálaráð- herra. Þegar hann var spurður út í einhver fjármál og skort á fé til ein- hverra framkvæmda, svaraði hann að hann vissi ekki hverning ætti að afla fésins. Eftir það var Matthías Á. oft kallaður manna á meðal fésmála- ráðherra. Vonandi kann sonur hans Árni Mathiesen, sem brátt verður fjármálaráðherra að beygja orðið fé og verður því fjármálaráðherra en ekki fésmálaráðherra þegar hann fylgir fjárlagafrumvarpi sínu úr hlaði í haust. Þá ríður á að kunna að beygja orðið fé um fé frá fé til fjár. siggi@vbl.is 21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00 21.05 Leiftriö bjarta (1:2) Heimildamynd í tveimur hlutum um Iffshlaup og verkJóhanns Sigurjónssonar skálds. BaldurTrausti Hreinsson er sögumaður og með hlutverk Jóhanns fer Stefán Jónsson. Auk þeirra tóku um 25 leikarar þátt 1 gerð myndarinnar. Leikstjóri og handrits- höfundur er Jón Egill Bergþórsson. Seinni hlutinn verður sýndur að viku liðinni. 22.00 Tíufréttir 22.20 Rose og Maloney (8:8) (Rose and Maloney) 23.05 Málsvörn (28:29) (Forsvar) Endursýndur þáttur frá sunnudagskvöldi. 23.50 KastljósiO Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldið. 00.15 Dagskrárlok 21:15 Eyes (10:12) (A griu svæðl) 22:00 LAX (7:13)(0ut Of Control) Hörkuspennandi myndaflokkur sem gerist á alþjóðlega flugvellinum I Los Angeles, LAX. Um flugvöllinn fara árlega milljónir farþega og stjórnendur hans hafa í mörg horn að líta. Örygglsmílin eru 1 öndvegi enda vofir ógn hryöjuverka stöðugt yfir. Aðalhlutverkið leikur Heather Locklear. 22:45 Crossing Jordan (3:21 HRéttarlæknirinn) 23:30 Hudson Hawk 01:05 Skipped Parts (Dónalegu kaflamir) Dramatísk kvikmynd um mæðgin sem eru nánast hrakin til Wyoming. Lydia og Sam, ung* lingssonur hennar, takast á við lífið á nýjum stað. Sam kynnist Maury og saman uppgötva þau leyndardóma kynfffsins. Lydia reynir að fylgjast með þeim en er sjálf upptekin vegna náinna kynna við nýjan nágranna. Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Jennifer Jason Leigh, Bug Hall. Leik- stjóri,Tamra Davis. 2000. Bönnuð bömum. 02:45 Kóngur um stund (1:16) 03:10 Fréttir og fsland í dag 04:30 (sland í bftið 06:30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TfVf 21:00 Innlit/útlit Innlit/útlit hefur göngu sína á ný á SkjáEinum en þetta er sjöunda þáttaröðin enda á þátturinn mikl- um vinsældum að fagna og ekkert lát virðist þar á. 22:00 Judging Amy Bandarlskir þættir um lögmanninn Amy sem gerist dómari i heimabæ sinum. Kyle fer til Minnesota 23:00 Jay Leno 23:45 The Contender (e) Raunveruleikaþættir úr smiðju Mark Burnett (Survivor). Leitin að næstu hnefaleikaleikastjörnu er hafin! Sextán hnefaleikakappar hafa verið valdir til að taka þátt i samkeppni um hver sé efni- 00:40 Cheers - 6. þáttaröð (e) 01:05 Óstöðvandi tónlist með Heather til þess að passa son þeirra á meðan hún fer I meðferð. eru meðframleiöendur þáttanna. 21:00 Að leikslokum (e) Snorri Már Skúlason fer með stækkunargler á leiki helgarinnar. 22:00 Middlesbrough - Arsenal frá 10.09 00:00 WBA-Wiganfrá 10.09 Leikur sem fram fór síðastliðinn laugardag. 02:00 Dagskrárlok 21.00 The Cut (3:13) (You're Gonna Set Me On Fire,...) Þaö er enginn annar en Tommy Hilfiger sem er hönnuðurinn að þessum raunveruleikaþætti en Hilfiger er eitt þekktasta vörumerkið I tísku- heimlnum I dag. 22.40 David Letterman 23.30 Rescue Me (11:13) (Mom) Frábærir þættir um hóp slökkviliðsmanna I New York borg þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Ef það eru ekki vandamál í vinnunni þá er það einkallfið sem er að angra þá. Ekki hjálpar það til að mennirn- ir eru enn að takast á við afleiðingar 11 .september sem hafði mikil áhrif á hópinn, en þarféllu margir félagar þeirra I valinn. 00.20 Friends 3 (5:25) (Vlnlr) (The One With Frank JR) 00.45 Seinfeld (12:24) (The Airport) 01.10 Kvöldþátturinn 21:20 UEFA Champlons League (Chelsea - Anderlecht) Útsending frá leik Chelsea og Anderlecht I G-riðli. Síöustu tvö árin hefur Lundúnaliðið veriö hárs- þreidd frá því að komast alla leið 1 Meistaradeild- Innl. 23:10 Meistaradeildin með Guðna Bergs 23:50 Ensku mörkin 00:20 2005 AVP Pro Beach Volleyball Strandblak kvenna og karla er Iþróttagrein sem nýtur vaxandi vinsælda og dregur að sér fjölda áhorfenda. Keppnisfólkið er það fremsta (sinni röð en í strandblaki fer saman tækni, snerpa og gott úthald. 22:00 Ring of Fire (Ródeókappar) Dramatlskur vestri þar sem rómantíkin er ekki langt undan. Bræðurnir Ely og Hank eru ródeókappar. Ely er nýr I bransanum en hann þykir óttalaus með öllu. Bræðurnir eru gott teymi en þegar annar verður ástfanginn blossar öfundin upp hjá hinum. Aðalhlutverk: Kiefer Sutherland, MarcusThomas, Daryl Hannah, Molly Rlngwald. Leikstjóri, Xavier Koller. 2001. Bönnuð börnum. 00:00 Men With Brooms (Sópað til sigurs) Rómantisk gamanmynd á dramatiskum nótum. Nokkrir vinlr 1 kanadískum smábæ snúa bökum saman á nýjan leik til að láta draum sinn og gamla þjálfarans rætast-Takmarkið er að vinna meistaratitilinn 1 kurii (Curling). Aðalhlutverk: Leslle Nielsen, Paul Gross, Connor Price. Leik- stjóri, Paul Gross. 2002. Bönnuð börnum. 02:00 People 1 Know (Kunningjar) 04:00 Ring of Fire (Ródeókappar) ■ Af netinu Mér finnst ansi pirrandi hvað ís- lensku sjónvarpsstöðvarnar eru allt- af að gefa einhverjum fyrirsætum eða ungfrú Islandsstelpum eða bara þátttakendum í ungfrú fsland, sína eigin þætti á sjónvarpsstöðvunum. Óháð því hvort þær hafi hæfileika til að vera í sjónvarpi eða ekki... Nýj- asta dæmið finnst mér vera skelfi- lega leiðinlegi kvikmyndaþátturinn SJÁÐU á Sirkus sem núverandi ung- frú ísland sér um. Af hverju talar hún við mig eins og ég sé áttræð?? Ógeðslega hátt og vandar sig líka við að tala skýrt. Stendur grafkyrr í sömu sporunum, óaðfinnanlega máluð, í fötum úr Sautján og les texta sem einhver annar skrifaði fyr- ir hana af skjá. Steingelt sjónvarps- efni ef það hefur einhverntíman ver- ið eitthvað... http://gebba.blogspot.com/ Annars fór ég aðeins að pæla í sjón- varpsþáttum. Ég horfði alltaf á Monk og 24. Nú eru Monk búnir og því horfi ég bara á 24. Seinustu tvo sunnudaga hef ég reyndar líka lent inn á Cold Case. Þætti sem fjalla um gömul óupplýst mál sem eruð opnuð á ný. Fínir þættir, skemmti- leg pæling og það sem ég fíla er myndatakan og uppsetningin. Auk þess sem að tónlistin í þættinum er alltaf í samræmi við hvenær morð- ið var framið. Þannig að ef það var framið t.d sextíuogeitthvað var spil- að The Byrds - Turn, Turn, Turn. Sniðugt. Áftur á móti er ekki eins sniðugt að framleiðandinn er Jerry Bruckheimer og því er alltaf 5 mín. lokasenan voða mússí mússí allir ánægðir og hamingjusamir og þetta leystist á sem besta veg. Video klipp- ur af hamingjusömu fólki grátandi yfir því að málið leystist. Æi þessi týpíski Bruckheimer vella. Annars fínir þættir. http://bergur.is/index. asp?pid=2&cid=4ió Hvað er málið þegar ég horfi á Lost, þá skelf ég öll frá toppi til táar. Frek- ar óþægileg tilfinning sérstaklega þegar maður situr og er að reyna að einbeita sér. I staðin situr maður i ein- hverjumherpingiogfærstrengiímag- ann og kjálkann. Þátturinn í kvöld var ógnvænlegur og eitthvað segir mér að næsti þáttur verði ekki síðri. Svo byrjar serían úti í Ameríku 21. sept og þá getur maður farið að horfa á þetta nokkurn vegin ferskt http://www.reykjahn.com/blog/ Reyklaust á neöri hœöinni á meöan eldhúsið er opið. Eldhúsið er opið frá kl. 8:00 fil kl. 22:00. OLIVGR www.cafeolivGr.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.