blaðið - 22.09.2005, Side 14

blaðið - 22.09.2005, Side 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. VIÐ ÞURFUM AÐ HAFA EITTHVAÐ FRAM AÐ FÆRA Davíð Oddsson utanríkisráðherra, tók mun vægar til orða en Hall- dór Ásgrímsson um framboð íslands til Öryggisráðsins í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrrakvöld. Á þennan hátt var fréttaflutningur af ræðu Davíðs og ekki er annað að sjá en að örlítilla vonbrigða gæti í umfjöllun fjölmiðla. Það lítur þannig út að vonast hafi verið til að Davíð myndi taka af skarið í þessu umdeilda máli, og segja af eða á. Milli línanna má lesa að áhrif Davíðs hafa ekkert minnkað - þrátt fyrir tilkynningu hans um að hann muni hætta afskipt- um af stjórnmálum á næstunni. Þar er ennfremur hægt að lesa að ef Davíð hefði sagt - við ætlum fram - væri málið leyst. Að minnsta kosti hefðu íslendingar vitað nákvæmlega hvar málið væri statt. Þessa stöðu hefur Halldór Ásgrímsson augljóslega ekki, því miklar deilur spruttu upp strax í kjölfar yfirlýsingar hans um málið á dögunum. Fjölmargir aðilar, meðal annars úr eigin flokki, lýstu þeirri skoðun sinni að íslend- ingar hefðu ekkert í öryggisráðið að gera. Við ættum ekki að sækja um - aðallega vegna þess að slík umsókn kostaði óhemju fjármuni, sem og að þrátt fyrir að þeim fjármunum yrði eytt, væri alls ekki víst að land- inn hefði árangur sem erfiði. Málið hefur tekið ýmsar dýfur, meðal annars hefur verið á það bent að Norðurlöndin styðja umsókn íslendinga, og að það væri okkur ekki til fram- dráttar í samstarfi Norðurlandanna að bakka út úr málinu á þessum tíma- punkti. Við þurfum með öðrum orðum að halda andliti gagnvart frændþjóð- um okkar - og það gæti kostað okkur hundruð milljóna króna. Það sem hefur hinsvegar nánast ekkert verið rætt er hvað f slendingar hafa fram að færa í Öryggisráðinu. Hvað höfum við fram að færa sem er svo ein- stakt og sérstakt að enginn annar getur sett það fram á þessum vettvangi. Losaralegar tilraunir hafa verið gerðar til að útskýra þetta fyrir íslenskum almenningi. Meðal þess sem rætt hefur verið um er að hér á landi stönd- um við framarlega í lýðræðis- og jafnréttismálum. f þeim málum getum við miðlað af viskubrunni okkar til þjóða heimsins og með inngöngu okkar í öryggisráðið myndi rödd okkar heyrast hærra og berast víðar. Kannski er þetta rétt - en kannski má eyða miiljarðinum í að koma þessari vitneskju okkar á framfæri á annan hátt. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadcild: 510.3701. Símbréfáauglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaðið HVAÐ FRJö Bð P7ELZ mfð >vj j\q rmr Svom Stórt i4ði í/já cKKún. þu VfíKriK UPP VíRPBÓLSWMlJGiHti frá níiwp/i ÁpATusmm Styttur bæjarins Það var undarleg tilfinning að sækja fund borgarstjórnar Reykjavíkur og leggja fram tillögu um að borgar- skáldinu Tómasi Guðmundssyni yrði sýndur virðingarvottur á opin- berum vettvangi, en uppskera há- vær mótmæli borgarstjórans Stein- unnar V. Óskarsdóttur við því. Ekki af því að henni fyndist Tómas ekki nógu merkilegt skáld, heldur aðal- lega vegna þess að henni þótti kven- þjóðin ekki hafa fengið nógu mikla athygli myndhöggvara. Satt best að segja hvarffaði það ekki að mér við tillöguflutninginn að kynferði Tómasar myndi ein- hverju skipta í umfjöllun málsins. Mér fannst einfaldlega að þetta dá- samlega skáld, sem öllum öðrum fremur hefur dregið fram fegurð Reykjavíkur, væri ekki nægur sómi sýndur. Menn þurfa ekki að lesa mikið af ljóðunum hans til þess að átta sig á því að Tómas á meira inni hjá Reykvíkingum en eina styttu. Tómas var einstakur Tómas Guðmundsson, sem einn ber heitið borgarskáld, varð einna fyrstur til að yrkja af aðdáun og áhuga um Reykjavík. Allt frá upp- hafi síðustu aldar höfðu flest höfuð- skáld íslendinga búið í Reykjavík en fæst þeirra litu á borgina sem boðlegt yrkisefni. Skáldin voru þá enn upptekin af fegurð náttúrunnar og sveitanna en borgarlandslagið og borgarlífið áttu ekki heima í kveð- skap nema helst til þess að niðra það. Tómas breytti þessu á einni nóttu með kvæðabókinnni „Fögru ver- öld“, sem kom út árið 1933 og hlaut einróma lof. Tómas þurfti ekki að fara út fyrir bæjarmörkin í leit að yrkisefnum og kvæði hans um Vest- urbæinn, Austurstræti, Reykjavík- urhöfn, Hljómskálagarðinn, húsin í bænum og fjölskrúðugt mannlífið urðu landskunn. Hann orti af lipurð, hlýleika og stundum gamansemi og fyrir vikið lifa verk hans með Reyk- víkingum og raunar landsmönnum öllum. Á áttunda áratugnum létu borg- aryfirvöld gera brjóstmynd af Tómasi og var henni komið fyrir í Austurstræti, hún var seinna tekin niður vegna framkvæmda og sett i geymslu um árabil, en árið 2000 var brjóstmyndinni komið fyrir að nýju í Borgarbókasafni Reykjavíkur og þar hefur hún verið síðan. Kjartan Magnússon Virðing við Tómas er ekki vanvirða við konur Með tillögunni gekk okkur sjálf- stæðismönnum það eitt til að sýna Tómasi og verkum hans þá virðingu og alúð, sem þau eiga skilið, og það hvarflaði raunar ekki annað að okk- ur en að aðrir borgarfulltrúar væru sama sinnis án þess að draga þyrfti flokkapólitík eða önnur sjónarmið inn í málið. En auðvitað átti mér ekki að koma þessi málflutningur Steinunnar á óvart. Hann er dæmigerður fyrir það fum og dugleysi, sem einkenn- ir allt starf R-listans. Einfalt mál var allt í einu farið að snúast um eitthvað allt annað og áður en nokk- ur vissi af var kominn kynjakvóti á styttur bæjarins. Nú getum við sjálfstæðismenn alveg tekið undir það með borgar- stjóra að fleiri styttur mættu heiðra minningu þeirra kvenna, sem skar- að hafa fram úr. Til dæmis mætti nefna Hallveig Fróðadóttur, fyrstu húsfreyju í Reykjavík, Ingibjörgu H. Bjarnason, sem var kvenna fyrst kjörin á Alþingi, Auði Auðuns, sem varð kvenna fyrst borgarstjóri, og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sem kalla má móður íslenskrar kvenréttinda- hreyfingar. En þá er bara að bæta úr því. Það þýðir hins vegar ekki að borgarskáld- ið Tómas Guðmundsson eigi að gjalda kynferðis síns og snilli hans höfð að engu fýrir vikið. Við eigum ekki að vera feimin við að heiðra minningu bestu sona og dætra borg- arinnar, en þá á að hafa afrek þeirra að leiðarljósi, ekki hvors kyns þau voru. Höfundur er borgarulltrí Klippt & skoríð ikið fjaðrafok varð á dögunum vegna menntunar Gísla Mar- teins Baldurssonar og upplýs- ingagjafar frambjóðandans knáa um hana. Sýndist sitt hverjum eins og gengur, en minna var um það rætt hvaðan fréttin væri komin, því hin ranga fullyrð- ing hafði staðið um árabil athugasemdalaust. Allnokkru áður en Stöð 2 vakti máls á þessu hafði málinu verið hreyft við a.m.k. tvo aðra fjölmiðla, sem kusu að gera sér ekki mat úr því. Á Stöð 2 var það hins vegar Óli Tynes, sem sagði fréttina, en hann er góð- ur kunningi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og situr með honum (fulltrúaráði Sólheima í Grímsnesi. Fyrst prófkjörsbaráttan hefst með þessari hörku má sjálfsagt búast við hverju sem er þegar líður á seinni hlutann. „Baugsmálið[.. .leiöirj einfaldlegaaöþeirri niðurstööu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna.f öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er afembættinu Össur Skarphéðinsson, 21.9.2005. Ossur skefur ekki utan af skoðunum sinum á heimasíðu sinni frekar en vant er og í umfjöllun sinni um Baugsmálið velkist hann ekki i vafa um að Jón H. B. Snorrason. Það er þekkt í fótbolta að sumir vilja reka þjálfarann um leið og liðið fær á sig mark. En erekki betra að bíða a.m.k. leiks- loka? Réttast er auðvitað aðbíðaog sjá hvernig spilast úr mótinu öllu. klipptogskorid@vbl.is Undanfarnar vikur hefur Jón H. B. Snorrason saksóknari verið nokkuð í sviðsljósinu þó hann hafi raunar reynt að forðast það eins og embættismanni sæmir. Sumir hafa velt fyrir sér nafni hans og hvað H. B. standi fyrir. Sjálfsagt er að upplýsa lesendur Blaðsins um það að saksóknari og stjórnandi efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra heitir fullu nafni Jón Helgi Björgvin Snorrason. Hann er fæddur á Skógum í Austur-Eyjafjallahreppi (Rangárvallasýslu.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.