blaðið

Ulloq

blaðið - 22.09.2005, Qupperneq 18

blaðið - 22.09.2005, Qupperneq 18
18 IFERÐALÖG FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaðiö Hópurinn á Þingvöllum í júlí Stefnumót þriggja eyja Eldíjalla ungmenni Yfir þrjátíu manna hópur frá þremur Evrópulöndum hittist á Sikiley í byrj- un september en fundur þessi var endapunkturinn í nærri árs löngu verkefni sem áætlunin Ungt fólk f Evrópu styrkti. Um var að ræða ungmenni frá Sikiley, Kanaríeyjum og lslandi en allar eiga þessar eyjur það sameiginlegt að vera eldfjalla- eyjur. Kjartan Smári Höskuldsson, forsvarsmaður íslenska hópsins, seg- ir þetta verkefni hafa verið afar gef- andi og fræðandi í senn. Blóðheitt fólk Samkvæmt Kjartani fæddist hug- myndin að verkefninu þegar fulltrú- ar þessara þriggja eyja hittust á eld- fjallaráðstefnu á eyjunni Réunion í Indlandshafi. „Á ráðstefnunni hitti ég hópstjórana frá Sikiley og Kan- aríeyjum. Okkur kom vel saman og í kjölfarið sóttum við um styrk frá stykjaáætluninni Ungt fólk í Evrópu til að fara til Kanaríeyja og hittast þar. Þetta var í september í fyrra,“ segir Kjartan. Á Kanaríeyjum, nán- ar tiltekið á eyjunni Lanzarote, var unnið að verkefnum í tengslum við útivist og náttúruvernd. Um var að ræða þrjá hópa sem í voru tíu ein- staklingar á aldrinum 23 til 25 ára. .Lanzarote er eldfjallaeyja eins og sland og er mjög virk. Umhverfið )ar svipar mjög til umhverfisins á slandi. Pælingin í þessu verkefni var að kynnast náttúrunni og skoða hvernig þeir á Kanaríeyjum eru að nýta sér eldfjöllin í sambandi við ferðamennsku sem er allt öðruvísi en við erum að gera. Þeir eru t.d.mik- ið í því að gera hella og annað sem tengist eldfjöllum og eldstöðvum aðgengilegt fyrir ferðamenn. Svo vorum við líka að skoða hvort íbúar eldfjallaeyja eiga eitthvað sameigin- legt. Þ.e. það eru ákveðnir hlutir sem við eigum sameiginlega í menning- unni sem felst í því að búa í nánd við eldfjöll. Islendingar, Sikileyingar og Kanaríeyingar eru t.d. mun blóðheit- ari en Norðmenn.“ Umhverfismál í ólestri í júlí á þessu ári hittist hópurinn svo aftur en í þetta skiptið á Islandi. t,Við ferðuðumst mikið. Við byrjuð- um á að fara um suðurlandið en síðan fórum við yfir hálendið uppá Hveravelli. Við lögðum áherslu á að sýna þeim hvað er ólíkt með landinu okkar og þeirra," segir Kjartan og bætir við að það sem hafi vakið hvað mesta athygli hinna erlendu gesta hafi verið hálendið, jöklarnir og hin hreina náttúra íslands. „Síðan fór- um við með þau til Akureyrar og vor- um á norðurlandinu að vinna mikið með náttúruna og náttúruvernd." I ágúst hittist hópurinn svo í þriðja og síðasta sinn á Sikiley. „Þar vorum við mikið í íþróttum. Vorum að ganga á fjöll, syndandi og kaf- andi.“ Kjartan segir að umhverfismál á Sikiley séu í miklum ólestri og að hann hafi fundið fyrir áhuga frá sikileyska hópnum að læra af Islend- ingum í þess efnum. Þeir hafi t.d. lítið skoðað möguleikana á nýtingu jarðhita. „Þeir eru reyndar með minni jarðhita. Þetta eru öðruvísi eldfjallasvæði en þeir hafa nánast ekkert nýtt það. Á Kanaríeyjum hef- ur þetta eitthvað verið rannsakað en það er ótrúlega lítið sem þessar auðlindir hafa verið nýttar hjá þeim miðað við hjá okkur.“ Gefandi verkefni Kjartan segir að þetta verkefni hafi verið gríðarlega gefandi og hjálpað þátttakendum í því að víkka sjón- deildarhring sinn til muna. Hann segir ennfremur að þetta verkefni hefði aldrei verið mögulegt án góðs stuðnings frá styrkjaáætluninni Ungt fólk í Evrópu. „Maður gerir sér betur grein fyrir því hvað er hægt að gera með aðstoð svona styrkja- áætlanna. Ef þú ert með hóp að fólki sem hefur áhuga á að gera eitthvað uppbyggilegt þá er gott að vita af því að það eru aðilar þarna úti sem eru tilbúnir til að hjálpa manni í því að láta það rætast.“ hoskuldur@vbl.is Kjartan, lengst til vlnstri, meö tveimur félögum á Sikiley BORÐSTOFUSTÆRÐ TILBOÐSVERÐ 'd 1 C O/ AFSLÁTTUR o /0 MIKIÐ URVAL AF STÓRUM TEPPUM. BORÐSTOFUSTÆRÐ 200 X 300. í STOFUNA, BORÐSTOFUNA, OG FORSTOFUNA. Persía TEPPAGALLERÍ Bæjarlind 16, Simi: 568 6999 OPIÐ MÁN-FÖS: kl.10 - 18 LAU: kl. 11 - 16 Teppið á myndinni er Mohair < Stærð : 200 x 300. TEPPI í BORÐSTOFUNA v ;}a

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.