blaðið - 22.09.2005, Page 30

blaðið - 22.09.2005, Page 30
30 I TÆKI OG TÖLVUR FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaðiö Tölvur aldreijafn viðkvœmar fyrir tölvuþrjótum Árásir á heimasíður sjöfaldast á einu ári Gallar í netkerfum hafa valdið því að aldrei áður hafa tölvur verið jafn viðkvæmar fyrir utanaðkomandi árásum. Á sama tíma og gallar í net- kerfum aukast hafa aðferðir tölvu- þrjóta orðið sífellt fullkomnari og fyrir vikið fer skráðum árásum á tölvukerfi fjölgandi. Aukin tíðni árása Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru um 1862 tilfelli skráð þar sem tölvuhakkarar náðu að brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga. Um er að ræða 46% fjölgun frá því á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í árshelm- ingsskýrslu bandaríska fyrirtækis- ins Symantec en það sérhæfir sig í öryggismálum á netinu. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins liggur meginskýringin á bakvið þessa fjölg- un í því að tölvuþrjótar eru sífellt að verða klókari við að finna veilur í kerfum en einnig að nú hafa þeir undir höndum fullkomnari forrit en áður til að finna veika punkta. Skiptir máli að uppfæra fljótt Þegar galli finnst í kerfum er venjan sú að fyrst er þróuð viðbót til að laga gallann áður en almenningur fær að vita af honum. Þetta kemur í veg fyr- ir að tölvuþrjótar fái upplýsingar um gallann fyrir viðgerð. En um leið og tilkynnt er um gallann er mikilvægt að netstjórnendur hlaði viðbótinni niður sem allra fyrst. Annars er hætt við því að tölvuþrjótar nái að komast inn í kerfið og skaða það með einhverjum hætti. í skýrslu Sy- mantec kemur einnig fram að árásir á heimasíður fer sífellt fjölgandi og hefur vaxið um 679% á síðustu sex mánuðum. Að meðaltali verða 927 heimasíður fyrir árás daglega en á sama tíma í fyrra voru það 119 síð- ur. Sérfræðingar fyrirtækisins spá meiri aukningu á næstu árum og segja að helstu skotmörkin verði net- símakerfi en mikil gróska er á þeim markaði um þessar mundir. ■ Lifandi grcejur Nú er komin lausn fyrir þá sem eiga fáa vini eða vilja hreinlega lífga uppá dauflegt partí. Vél- mennið iZ er sannkölluð stuðgræja sem ætti að geta komið öllum í gott partískap. Það stendur á þremur sogskálum með inn- byggða hátalara sem hægt er tengja við hljóðgræjur af öllum stærðum og gerð- um. Þegar tónlist byrjar að streyma í gegnum vélmennið bregst það við með ýmsum hætti. Kúlulaga munn- urinn byrjar að þlikka og skipta um lit. Augun sem standa hálfpartinn Á stiklum hendast út og inn og aldrei að vita nema vélmennið gefi frá sér margskonar búkhljóð. Einnig er hægt að hlaða tónlist inn í vélmennið og gefa því frjálsar hendur um að blanda saman lögunum. Þannig verður iZ að einskonar einka plötusnúði og þarf þá enginn lengur að hafa fyrir því að skipta um diska sjálfur. ■ Smurþjónusta TILBOÐ á heilsársdekkjum/vetrardekkjum £1- Betri verd! TÍÍ'jalJ Smiöjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 L f,,tn Ný þróun í vélmennafrœðum Minnsta vél- menni í heimi Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að búa til minnsta vél- menni í heimi. Vélmenninu, sem er aðeins um einn hundraðasti úr milli- meter að þykkt, er hægt að stýra líkt og fjarstýrðum bíl yfir sléttan flöt í allar mögulegar áttir. Þynnra en mannshár Það voru vísindamenn við Dartmouth háskólann í Hanovér í New Hampshire og Berkeley há- skólann í Kaliforníu sem hönnuðu vélmennið í sameiningu. „Þetta er minnsta þráðlausa silikon tækið í þurru umhverfi og ég mundi sannar- lega skilgreina þetta sem vélmenni," segir Ron Fearing, örvélmennafræð- ingur við Berkeley háskólann. Vél- mennið sjálft er þynnra en manns- hár og mundi hæglega komast fyrir í punktinum hér aftast í setningunni. Gangandi örgjörvi Þó vísindamönnum hafi áður tek- ist að smíða örhluti sem hægt er að vatns til að hreyfa sig eða verið bú- in til að hluta úr dýravöðvum og átt það sameiginlegt að láta illa að stjórn. Önnur örvélmenni, betur þekkt sem gangandi örgjörvar, voru eiginlega örgjörvar með lappir knú- in áfram af örlitlum sólarspegli. Þau voru hins vegar tiu sinnum stærri en vélmennið sem hér um ræðir. Vélmenni þetta hefur verið lengi í þróun en frumgerðin af því var op- inberuð árið 2003. Það vélmenni gat hins vegar aðeins hreyft sig í eina átt á meðan nýja gerðin getur hreyft sig i allar áttir. ■ Engar hljóðtruflanir lengur Simtól fyrír heymarskería Örbylgjugeislar sem farsimar notast við hafa alltaf haft slæm áhrif á heyrnartæki. Þetta hefur þýtt að fyrir heyrnarskerta hefur það verið vandkvæðum bundið að tala í farsíma án þess að hljóðtruflanir berist í heyrnartækið. Nú er komið á markaðinn lítið tæki sem kallast Eli en það sameinar kosti heyrnartóls og farsíma án hefðbundinna truflana á meðan á símtali stendur. Tvær gerðir Tækið byggir á hinni þráðlausu Bluetooth tækni sem útilokar allar rafmagnstruflanir. Tækið er hægt að tengja við margar gerðir heyrnartækja sem eru hönnuð til að bera á bak við eyrað. Þegar hringt er í viðkomandi flytur farsíminn símtalið yfir í Eli búnaðinn sem síðan flytur það inní heyrnartækið. Lítill hljóðnemi á enda tækisins flytur síðan hljóðið til baka yfir í farsímann. Fyrir þá sem notast við heyrnartæki sem stungið er inn í eyrað er til önnur útgáfa af Eli sem hægt er að bera um hálsinn. Það notasteinnigviðþráðlausaBluetooth tækni en tengist heyrnartækinu með þráðlausri

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.