blaðið - 22.09.2005, Page 40

blaðið - 22.09.2005, Page 40
40 I MENNING FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaöiö íslenskur Staupasteinn Sunnudagskvöldið 25. september kl. 20.00 hefur Sjónvarpið sýningar á Kallakaffi, nýrri íslenskri gaman- þáttaröð í tólf þáttum. „Þetta er eins konar íslensk útgáfa af Staupasteini eða Frasier og hver þáttur er ein saga,“ segir Hilmar Oddsson leik- stjóri verksins. „Þetta eru þættir sem eiga að vera fyrir breiðan aldurshóp. Ég hafði ákaflega gaman af að leik- stýra þáttunum og gæti hugsað mér að gera meira af þessu. Ég var með góðan hóp enda var hann vel valinn. Þarna ríkti góður andi og við vor- um stöðugt að læra. Þegar ég horfi núna á þættina þá finnst mér þeir fara batnandi með hverjum þætti af því tökin verða sífellt öruggari. Ég hefði gjarnan viljað gera tólf þætti í viðbót. Þetta er efni sem hægt er að halda endalaust áfram með.“ Þórhallur Sigurðsson, Laddi, leik- ur strætisvagnabflstjóra í þáttunum. ,Það var ákaflega gaman að leika í þáttunum enda hópurinn frábær. Andrúmsloftið á kaffihúsinu var því mjög gott. Ég held að það skili sér í leiknum hvað okkur fannst gaman,“ segir Þórhallur. Kallakaffi gerist í Reykjavík sam- tímans. Þar segir frá þeim Kalla og Margréti, hjónum á miðjum aldri sem eru í upphafi fyrsta þáttar að ganga frá skilnaði eftir að hafa verið í sambúð frá því á menntaskólaárun- um. Þrátt fyrir skilnaðinn ákveða þau að reka áfram sameiginlegt fyrirtæki sitt, Kallakaffi, lítinn mat- sölu- og kaffistað sem þau hafa átt í nokkur ár. Margrét býr áfram í húsinu sem þau áttu saman en Kalli er fluttur uppá loft i Kallakaffi. En þetta fyrirkomulag: að vera skilin en þó saman alla daga er ekki alveg eins auðvelt og þau höfðu hugsað sér, sérstaklega ekki af þvi að tilfinning- ar þeirra til hvors annars eru ekki alveg kulnaðar. Guðmundur Ólafsson er aðalhand- ritshöfundur og aðalleikendur eru Valdimar Örn Flygering, Rósa Guð- ný Þórsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Aðalleikendur Kallakaffis sem leikstjór- inn Hilmar Oddsson lýsir sem samblandi af Staupasteini og Frasier. Ferill hönnuöar Laugardaginn 24. september verður haldið í menningarmið- stöðinni Gerðubergi Sjónþing um feril Þórdísar Zoéga hönnuðar FHI. Sama dag opnar yfirlitssýn- ing á verkum Þórdísar. Sýningin og Sjónþingið er haldið i tilefni af 50 ára afmæli Félags innanhúss- og húsgagnaarkitekta. „Ég hef starfað við hönnun í 25 ár. Eg lauk námi í Danmörku árið 1981 en Danmörk var þá Mekka hús- gagnahönnunar. Þegar ég kem heim þá fór ég að vinna við innréttingar og húsgögn og kom húsgagnahönn- un minni á framfæri, bæði hér á landi og erlendis," segir Þórdís. Hverju sækistu eftir í hönnun? „Ég sækist eftir því að hluturinn sem ég vinn með sé þægilegur í um- gengni og lifi með þér, að hann sé ekki einnota heldur endist með ein- hverjum hætti.“ Þórdfsar Zoéga. „Mér hefur fundist að hlutur sem hefur bæði notagildi og fegurð hafi lifitfma." Skiptir þig máli að hluturinn sem þú hannar sé fallegur? „Þegar maður er að vinna að hönn- un þá setur maður sér markmið, það að hluturinn sé fallegur fyrir augað, þægilegur og hafi notagildi. Mér hef- ur fundist að hlutur sem hefur bæði notagildi og fegurð hafi lifitíma. Ef maður horfir á hönnunarsöguna þá lifa þeir hlutir sem fólk hefur not fyr- ir og eru fallegir.“ Hver er staða hönnunar á Islandi „Ég held að hún sé ágæt. Námið hefur breyst mikið frá því ég lærði. 1 byrjun var húsgagnahönnum nær eingöngu handverk og þeir menn sem fóru í húsgagnahönnun áður fyrr voru yfirleitt húsgagnasmiðir. I dag er verið að leggja meiri áherslu á hugmyndavinnu, að hugmyndin sé í samhengi við annað og sé ákveðinn lífsstíll. Stóll eftir Þórdfsi. Lýrískur sópran í Hafnarborg Sunnudaginn 25. september kl. 20:00 mun Kristín Þuriður Halliday halda tónleika í Hafnarborg, Hafnar- firði. Kristín er lýrískur sópran sem hefur m.a. numið við Musical Arts í New York og haldið tónleika viðsveg- ar um Bandaríkin og í Þýskalandi. Efnisskráin verður afar fjölbreytt og má þar nefna verk eftir Hendel, Vivaldi, Schubert, Puccini, Gounod og fleiri ásamt sígildri bandarískri tónlist. Undirleikari Kristínar er Antonía Hevesi, ásamt Einari Jóhannessyni klarinettuleikara og Peter Tomkins. Forsala aðgöngumiða er í Hafnar- borg. Metsölulisti erlendra bóka ^ The New York Trilogy Paul Auster 2 The Broker John Grisham . The Big Bookof Sudoku Mark Huckvale ALongWayÐown Nick Hornby 5 ThePeople'sArtofLove James Meeks VernonfiodLittle DBC Pierre ? DeathandthePenguin Andrey Kurkov What I Loved Siri Hustvedt Thud Terry Pratchett 1() StateofFear Michael Crichton Listinn er gerður út frá sölu dagana 14.09.05 - 20.09.05 f Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum Metsölulistinn - allar bækur ^ Skotgrafarvegur - kilja Kari Hotakainen 2 Dansað við engil - kilja Áke Edwardson 3 Friðland - kilja Liza Marklund 4 Hálfbróðirinn - kilja Lars Saabye Christensen Myndafósýnilegummanni Paul Auster 6 Dauðarósir - kilja Arnaldur Indriðason ? Hvað segja stjörnumerkin um þig.. Jamie Stokes 8 Móðir 1' hjáverkum - kilja Allison Pearson 9 Spænsk-ísiyfsl.-spænsk orðabók Orðabókaútgáfan Alkemistinn - kilja Paulo Coelho Listinn er gerður út frá sölu dagana 14.09.05 - 20.09.05 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.