blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 4
4 I XWMLEMPAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 5. QKTÓBER 2005 blaóiö
Óánægja úr öllum áttum
með fjárlagafrumvarpið
Viðbrögð viðfjárlagafrumvarpinu sem lagt varfram á mánudag hafaflest verið á einn veg.
BlaÖiÖ/lngó
SA telur aö með fjármálafrumvarpinu sé ekki tekist á við vandann í hagkerfinu, og að forsendur kjarasamninga séu ennþá í hættu.
Stefnuræða
forsœtisráðherra
ísland, næst-
best í heimi
Halldór
Ásgrímsson
hóf stefnu-
ræðu sína í
gærkvöldi
með því
að vitna í
Guðmund
Inga Krist-
jánsson frá
Kirkju-
bóli sem hann sagði hafa lýst
íslenskri þjóðarsál betur en
flestir hafi gert. Halldór sagði
íslendinga gæfusama þjóð og
vitnaði hann í könnun SÞ þar
sem komið hafi fram að fsland
sé næstbesta landið í heimin-
um að búa í. Hann talaði um að
þær umbætur sem orðið hafa í
landinu undanfarin ár og benti
á að þegar ríkisstjórnarflokk-
arnir hófú samstarf hafi staðan
verið allt önnur. Fyrirtæki hafi
barist í bökkum og gjaldþrot
verið daglegt brauð. Þessu hafi
tekist að snúa við. Rikissjóður
hafi verið rekinn með afgangi,
skuldir greiddar upp og íslensk
fyritæki hafi margeflst að
burðum og væru mörg þeirra
orðin umsvifamikil á erlendum
vettvangi. Hann sagði að í ljósi
þessa væri furðulegt að fylgjast
með umræðum um efnahags-
málin hér á landi. Hann sagðist
ennfremur furða sig á þeirri
gagnrýni sem heyrst hefði um
að aðhald ríkisfjármála væri
ekki nægilegt, því það lægi fyrir
að aðhaldsstig ríkisfiármálanna
hafi aukist meira á Islandi en í
nokkru öðru OECD landi síðan
2003. Forsætisráðherra sagði að
þrátt fyrir skilvirka stjórnsýslu
hér á landi mætti alltaf gera
betur og í því augnamiði hafi
verið ákveðið að hrinda af stað
sérstöki átaki undir heitinu
Einfaldara fsland. Gert er ráð
fyrir að hvert ráðuneyti fyrir
sig fari yfir lög og reglur sem
undir það heyra, og einfaldi
regluverkið. Halldór sagði
stefnu ríkisstjórnarinnar miða
að því nú sem endranær, að
skapa efnahagslegan stöðug-
leika. Fyrirsjáanlegt væri að eff-
ir tvö ár muni hægja tölvuvert á
í efnahagslífinu og er fyrirætlun-
um stjórnarinnar um ráðstöfun
söluandvirðis Símans ætlað að
bregðast við þeim erfiðleikum.
Að lokum sagði Halldór æða-
slög þjóðarinnar vera sterk, og
að hlutverk stjórnmálamanna
væri að hlusta á þau og túlka,
það væri hans meginverkefni. ■
Bankarnir virðast vera sammála
um það að aðhald í ríkisfjármál-
unum sé of lítið og að hagstjórn-
inni sé áfram velt yfir á herðar
Seðlabankans. Skattalækkanir
á þessum tímum séu ennfremur
vafasamar. Þá kom fram í hálf
fimm fréttum KB Banka að sparn-
aðaraðgerðir ríkisins megi sín
lítils þegar horft sé til þess að hið
opinbera sé á sama tíma að auka
umsvif sín á lánamarkaði með
útvíkkun á núverandi starfsemi
fbúðalánasjóðs.
Hannes G. Sigurðsson hjá Samtök-
um atvinnulífsins sagði að það sem
væri áhyggjefni fyrst og fremst væri
framtíðarsýn ráðuneytisins. „Sú
sýn sem birtist í spá ráðuneytisins
um 4% verðbólgu næstu árin veldur
okkur áhyggjum. Þetta er auðvitað
birtingarmynd þess að stjórnin hafi
ekki trú á því að verðbólgumarkmið
náist, sem er einmitt sá grundvöllur
sem þeir kjarasamningar sem við
höfum gert hvíla á.“ Hannes seg-
ir erfitt um vik að stuðla að sátt á
vinnumarkaði við þessar aðstæður
og aðspurður um hvort samningar
séu í uppnámi segir hann að tölu-
verð vinna sé framundan við að
lagfæra samninga þannig að áfram
megi búa við frið og stöðugleika á
vinnumarkaði.
Vandanum áfram velt yf-
irá Seðlabankann
„Þó að töluvert aðhald sé á gjaldahlið
frumvarpsins þá er heildarniður-
staða opinberra fjármála ekki nægi-
leg til að draga úr þeim þrýstingi
Þrátt fyrir að eignarskattur hafi
verið afnuminn með lögum í
fyrra hefur hann enn ekki runnið
sitt skeið. Þvert á móti hækka
endurskoðaðar tekjur ríkisins af
eignarskatti um tæpa 5 milljarða
króna á árinu, sem er að líða.
sem er í þjóðfélaginu. Þetta frum-
varp megnar ekki að slá á væntingar
um óstöðugleika á næstunni og það
er því enn og aftur Seðlabankinn
sem fær það verkefni að stuðla að
þessu sameiginlega verðbólgumark-
miði með því að kýla gengi krónunn-
ar upp í fáránlegar hæðir.“
Það er llka áhyggjuefni hversu
mat ráðuneytisins og Seðlabankans
er ólíkt á stöðunni Það er auðvitað
Stærstur hluti hækkunarinnar
- um 4 milljarðar króna - er vegna
stóraukinna tekna hins opinbera
af stimpilgjöldum, en þau má rekja
til sprengju á fasteignamarkaði, þar
sem viðskiptum hefur fjölgað afar
ört og verð hækkað með ólíkindum
á sama tíma.
Eignarskatturinn sjálfur erþó líka
að skila auknum tekjum í ríkissjóð,
en gert er ráð fyrir að eignarskattur
einstaklinga skili 580 milljónum
meira til hins opinbera. Ástæðaþess
óþolandi staða þegar menn vita
ekki hverjum eigi að trúa og við hjá
SA höllumst nú að því að mat Seðla-
bankans á stöðunni sé rétt. Það er
mikil spenna og ofhitnunarástand á
vinnumarkaði.
Blikur hrannast upp
Sawmfylkingin sendi í gær frá sér
ályktun þar sem segir að ríkistjórn-
in bregði í frumvarpinu upp sýndar-
er sú að í lok síðasta árs hækkaði fast-
eignamat verulega.
Áætlaðar tekjur ríkisins af eignar-
sköttum á næsta ári nema um 7 millj-
örðum króna, en það er helmingi
minna en í ár. Þar munar mestu um
afnám skattlagningar á hreina eign
einstaklinga og fyrirtækja. Einnig
gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir
því að fasteignaviðskipti dragist eitt-
hvað saman á næsta ári, því einnig
er talið að tekjur af stimpilgjöldum
dragist saman.
veruleika þar sem stöðugleiki ríki.
I raun og veru sé staðan sú að blik-
ur hrannist upp. Viðskiptahallinn
stefni í sögulegt hámark, stýrivextir
séu á leiðinni yfir 10% og verðbólg-
an rjúki upp. Útflutningsgreinarnar
eru í vanda og öll met hafi verið sleg-
in í skuldasöfnun. Samfylkingin
telur því að í raun sé stöðugleikinn
í uppnámi. ■
Ákvörðun Alþingis í lok árs 2004,
um að fella eignarskatt úr gildi í
áföngum, markaði tímamót í skatta-
sögu íslendinga, því þá var felldur úr
gildi elsti skattur landsins. Eignar-
skattur var tekin upp árið 1097 þegar
tíundar-statútata Gissurar biskups
Isleifssonar var lögfest. Eignarskatt-
ur einstaklinga og lögaðila á að falla
niður frá og með 31. desember 2005
og því þurfa menn ekki að gjalda
hann aftur. I bili. ■
PRJÓNANÁMSKEIÐ
Prjónanámskeið fyrir unglinga
Kennari Ásdís Loftsdóttir
fatahönnuður
Kennt veröur á miövikudögum og laugardögum
Upplýsingar í síma 561-4000
á opnunartíma
verslunarinnar
(Diza eftf
Ingólfsstræti 6 sími 561-4000
www.diza.is
opið
11- 18 virka daga,
12- 16 laugardaga
BlaSil/Cinar
Stærsta flugvél heims, Antonov 22S, hafði viðdvöl á Keflavfkurflugvelli i gær. Vélin var á leið frá Grikklandi til Houston f Bandarfkjun-
um með rafstöðvar sem nota á á hamfarasvæðunum við strönd Mexfkóflóa. Vélin er 84 metra löng og með 88,5 metra vænghaf og sex
hreyfla. Vélin var upphaflega smfðuð til að flytja geimferjur Sovétmanna á milli staða.
Eignarskattur
lækkar en hækkar samt
Afnám eignarskatts var samþykkt í fyrra en tekjur ríkisins af honum hœkka samt enn.
Ástœðurnar erufyrst ogfremst aukin fasteignaviðskipti, verðhœkkanir á fasteignamark-
aði oghœrra fasteignamat.