blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 38
381FÓLK MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaöiö SMAboraarirm HÚSMÓÐIRIN í VESTURBÆNUM Þegar Smáborgarinn var bara ungur pjakkur man hann eftir öllum þessum endalausu pistlum frá þessari óþekktu húsmóður í Vesturbænum. Þessi húsmóðir var einhvers konar alvald og virt- ist bæði vita allt og hafa yfir öllu að kvarta. Smáborgarinn ímynd- aði sér að þetta væri dularfull kona í Hagkaupsslopp með hvíta svuntu sem sæti við yfirdekkað eldhúsborð með köflóttum plast- dúk. Þar við þetta borð sæti hún dag og nótt með blað og blýant og ritaði niður glöggar athuga- semdir. Hún var í huganum þessi alsjáandi samviska samfélagsins. Hún stóð vörð fyrir lítilmagnann í sínum eitruðu lesendabréfum en gat líka tekið upp á því að setja útá hverdagslega hluti sem af ein- hverjum ástæðum stóðu henni nærri hjarta. Smáborgarinn bar óttablandna virðingu fyrir þess- ari leyndardómsfullu konu. En með tímanum hætti Smáborg- arinn að taka eftir henni. Ekki það að hún hafi horfið frá huga hans heldur missti Smáborgar- inn kannski sýn á það sem skiptir máli. Varð kannski of upptekinn af sjálfum sér ef svo má að orði komast. Ekki það að það sé svo ofboðslega slæmt að hugsa um sjálfan sig, maður má bara ekki gleyma hinum sem deila þessu landi og þessu lífi með manni. Núna þegar Smáborgarinn hefur kannski þroskast örlítið og skilur að lífsgæðakapphlaupið er ekki allt sem skiptir máli verður hon- um stundum hugsað til þessarar máttugu húsmóður. Hann veltir fyrir sér hvað varð um hana og afhverju lesendabréf hennar hafa smám saman horfið af síðum dag- blaðanna. Er hún kannski dáin? Við þessa hugsun verður Smáborg- arinn dapur og fullur afneitunar. Kannski er bara ekki lengur pláss á síðum blaðanna því það eru svo margir að kvarta yfir Baugi eða stjórnmálamönnum. Kannski er búið að selja plássið þar sem les- endabréf hennar voru vön að birt- ast undir auglýsingar. Ef til vill hefur húsmóðirin í Vesturbænum ekki lengur tíma til að skrifa bréf. Hún hefur kannski ekki lengur getu til að setjast niður að lokn- um erfiðum vinnudegi og berjast fyrir þeim sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sitt. Það má jafn- vel ímynda sér að hún hafi sjálf hellt sér út í lífsgæðakapphlaupið. Sé í dag þrískilin þriggja barna móðir að klífa upp þennan ósýni- lega metorðastiga og hefur enga löngun til að horfa niður fyrir sig. Hún hefur kannski bara, eftir allt saman, umhverfst með þjóðinni í þessari taumlausu græðgi og eignasöfnun án innistæðu. Hvað sem varð um hana þá saknar Smá- borgarinn hennar og trúir því að hún sé þarna ennþá úti í þjóð- félaginu. Og að enn megi finna í henni þennan kjarna sem gerði þetta samfélag svo sérstakt. Því vill Smáborgarinn í einfaldleika sínum svo gjarnan trúa. SU DOKU talnaþraut 65. gata 1 4 2 8 2 3 9 6 6 4 7 5 7 8 8 2 7 4 9 1 3 6 7 3 8 9 4 5 8 1 Lausn á 64. gátu iausn á 64. gátu Lausn á 65. gátu verður að tinna i blaðinu á morgun Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölu- num frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. ■ O I ''OgfgflL i.sæti im METSÖLULISTA Robbie leið eins og Batman HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) Hæfúeiki þinn til að finna villur mun hjáipa þér 02 þínum mikið í dag. Finndu allra minnstu mistöK núna ogþá kemurðu í veg íyrir mun stærri mistök í framtíoinni. Robbie Williams sagði að honum hefði liðið eins og Batman þegar amerískar stúlkur þekktu hann ekki. Söngvarinn sagði í viðtali við Mirror: „Þetta gerðist fyrir nokkr- um mánuðum í Ameríku, þar sem ekki allir kannast við andlitið á mér. í fyrsta skipti sem stelpan kom í heimsókn sagði hún: „Hver ertu eig- inlega?“ Ég settist niður og sagði: „Ég er söngvari" og setti DVD- disk með Knebworth-tónleik- unum á, og sagði henni að skoða. Hún truflaðist, það var frábært. Þetta var eins og Bruce Wayne, þegar hann sagði við gelluna sína: „Ég er Batman“. Svo sagði ég við stelp- una: „Núna veistu leyndarmálið mitt, og ég verð að drepa þig.“ ■ Hugh lítur út eins og tesbia Hugh Grant segist líta út eins og samkynhneigð kona með hárið klippt mjög stutt. Leikarinn segist hafa verið að reyna að breyta hinni þekktu lubbalegu hárgreiðslu sinni, en núna sé hann bara einfaldlega „ljótur“. Stjarnan úr Notting Hill sagði í viðtali nýlega: „Ég hef verið að reyna að breyta mér aðeins. Ég bað hársérfræðing Eliza beth Hurley um að taka mig í gegn, og skapa nýja klipp- ingu. Ég hélt að ég myndi líta út eins og töffari, en í staðin lít ég út eins og töffaralesbía. Það fer mér bara hræðilega illa að vera með stutt hár. Meira að segja Elizabeth gat ekki horft framan í mig.“ ■ V Sjálfskoðun er vel við hæfi núna. Kafaðu að hjarta þínu, sjáðu hvaða væntingar þú hefur og notaðu svo það sem þú finnur. Einhver vinur gæti aðstoðað þig með þetta. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Framavonir þínar eru sjóðandi heitar, svo nú þarftu ef til vill ao ákveða hvort þú gerir þær ekki sýnilegar. Það borgar sig, því ef vel tekst til mun þér skjóta upp á stjörnuhimininn en ef allt klikkar pá taparðu engu á því. V Venjulegast er þig að finna einhvers staðar til hhðar, en núna viroist vera mest spennandi að vera miðja glaums og gleði. Kannski færðu auka orku þaðan eða kannski er einhver spennandi sem þú verður að hitta.________________________ ©Fiskar (19.febrúar-20. mars) $ Það verður að fara hægt og varíega í aíia samn- inga núna. Þú bíður eítir jákvæðri orkuöldu, sem reynist þér notadrjúg en gæti blindað sýn þína á hugsaníega galla næstu samninga. V Það er einhver að hræra í tilfinningapotti þín- um, og það er bæði truflandi og spennandi. Pér hefur ekki liðið svona lengi. Láttu bara ekki sjóða upp úr, því þá missirðu innsæið þitt. Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Tilhneiging þín til árásargirni kallar á almenn leiðindi og illinai. Reyndu ao taka þessu ekki of illa. Efþér tekst að taka á þessari stöou á diplóma- tískan nátt muntu líta mun betur út þegar um hæg- ist. V Ef þú ert pirruð/pirraður og ful/1, reyndu að standast þá freistingu að finna út ástæour þess. Betra er að draga ajupt andann og bíða þess að finna svörin, þegar þú færð fjarlægð á málm. ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Dagurinn í dag er frekár íéttur svo notaðu hann tfl að huga ao því hvernig þú átt að höndla stress. Finndu upp nýjar vinnuleiðir sem hjálpa þér þegar allt er Drjálað að gera. V Rólegan æsing! Lvkillinn að hamingjunni er að fara á pínum eigin nraða, jafnvelþótt aðrir vilji drífa sig. Ef einhver er að reka á eftir þér, skaltu stinga upp á að þeir hjálpi þér bara. ©Tvíburar ......(21. maí-21. júnQ................. $ Taktu lokið af þessari ormadós, þótt þú viljir það alls ekki. Þú ert sú eina/sá eini sem getur gert eitthvað í málinu og því fýrr því betra. V Reyndu að tengjast hugsunum þínum, 02 mældu stöðuna á þinu innra veðurfari. Hið and- lega og líkamlega veður er að breytast hratt um þessar mundir og þú ættir að búa þig undir næsta storm.__________________________________ Krabbi (22. júní-22. júlí) $ Þú ert líklega ekki hrædd/ur við skuldbind- ingar í einkalífinu, en um stundarsakir ættir þú að passa þig á viðskiptasamningum sem krefjast unairskritta eða bindandi ákvæða af einhverju tagi. Svo verður þetta aftur í lagi eftir nokkra daga. V Taktu pásu. Þú verður að hætta að svitna yfir þessari ákvörðun, þótt hún virðist vera mikilvæg einmitt núna. Stunaum er betra að geyma til morg- uns, það sem ekki er hægt að finnalausn á í dag. Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Í Hópeflis-æfingar ættu að vera á dagskránni núna, ef þú ræður einhverju um það. Ef ekki, reyndu þá að mynda einhverjar tengingar milli manna í fyrirtækinu, svo fólk geti unnio svolítið betur saman. V Reyndu að horfa undir yfirborðið. Vatnið gæti litið kyírt út þaðan sem þú situr, en hver veit hvað leynist ofaní pví? Passaðu þig á hinu óvænta. 0 Meyja (23. ágúst-22. september) Pítrís hœtt við Pttrís $ Kaup 02 saía eru á dagskrá í dag og það er mikilvægt að fá alla til að vera samstiga áour en ákvarðanir eru teknar. Fólk er opið fyrir þínum hugmyndum, svo sannfærðu þau. ▼ Þú hefur ákveðið hvað gera skal varðandi eitt hvað mál á dagskrá en á síðustu stundu dettur þér önnur lausn í hug. Þú ’ þetta meira -bara fr; arft ekkert að hugsa um :ma. Vog ' (23. september-23. október) Paris Hilton segist hafa hætt við að trúlofast Paris Latsis vegna þess að hún var ekki tilbúin í hjónaband. Hin 24 ára stjarna segist vera hrædd um að hún sé að drífa sig of mikið inn í alvarlegar skuldbindingar í samböndum sínum og hefði áhyggj- ur af því að það myndi bara enda með skilnaði. Paris sagði: „Ég hef séð hvernig ástfangið fólk sem flýtir sér of mikið í hjónaband hættir oft- ast saman og ég vil ekki gera sömu mistök.“ Hún bætti við að hún elsk- aði Latsis enn og að þau væru að vinna að því að gera saman einhverj- ar kvikmyndir. „Ég er enn ung og hef mjög mikið að gera, ég er ekki til- búin að fórna því. Ég hef líka þurft að vinna hörðum höndum að því að komast þangað sem ég er komin. Paris er mjög góður strákur og við munum taka á þessu með reisn og virðingu." ■ ^ Núna er fínn tími til að gera hluti fyrir þig sjálfa(n). Gerðu það sem þú vilt gera, taxtu þao sem þú þarft að taka og hnstu svo af þér sjálfselsk- una aður en nokkur fattar nokkurn hlut. I dag er „gerðu góðverk“-dagur. Hvort sem það er í nverfinu þínu, í vinnunni eða í ástarmál- unum. Fyrir bestu niðurstöður sendu þá ífáþér þá tegund af orku og ást sem þú ert tilbúin ao fá til Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Núna er tíminn til að lciða hópinn þinn, eða sjarmera verðandi kúnna með frábærum kynning- um. Þú gætir jafnvel hrætt einhvern pínulítið meo óbeislaori orku þinni, en það endar allt vel. V Carpe diem-gríptu daeinn með klónum þín- um og slepptu ekki mr en þú færðþað sem þú vilt. Stiörnurnar segja ao nú sé besti tíminn í þessari viku til að geisla og heilla hitt kynið, svo náðu þér nú i rómantik! Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Framadraumar 02 markmið liggja fyrir fram- an þig eins og opið aagblað. Eydau smá stund í að nnna út hvert pú vilt fara og hvernig þú kemst þangað og haíðu engar áhyggjur af deginum í dag. V Hvað er í gangi með þessa fýlu? Þetta er ekki líkt þér en þetta er líkast til bara tímabundið. Jafn- vel hin sólríkasta manneskia þarfnast smá skýja til að kæla sig niður og endurnlaða sig.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.