blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaöiö Talsmaður Talibana handtekinn Abdul Latif Hakimi, helsti tals- maður Talibana í Afganistan, var handtekinn í Pakistan í gær eftir vísbendingu sem leyniþjónust- unni barst. Rashid Ahmed, upp- lýsingaráðherra Pakistan sagði að hann hefði verið handtekinn í Baluchistan héraði sem hggur að landamærum Afganistan. „Við erum að yfirheyra hann og vonumst til að hann veiti okkur mikilvægar upplýsingar," sagði Rashid. Ahmed vildi ekki svara því hvort Hakimi yrði afhentur bandarískum yfirvöldum eins og gert hefiir við aðra vígamenn Talibana og A1 Kaída-liða sem handteknir hafa verið í Pakistan. „Fyrst ædum við að yfirheyra hann og svo sjáum við til,“ sagði Ahmed. Ekki Uggja fyrir ná- kvæmar upplýsingar um hvernig handtöku Halcimis bar að. Leiðir vonandi tii þess að fleiri verði handteknir Hakimi hefur verið aðal talsmaður Tahbana sem voru hraktir ffá völdum f Afganistan með innrás Bandarfkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. Hann var iðulega f sam- bandi við fféttamenn gegnum gervihnattasfma ff á óþekktum stað. Afgönsk og bandarísk yfirvöld hafa lengi grunað að hann héldi sig í Pakistan. Embættismaður á skrif- stofu Hamid Karzais, forseta Afganistan, fagnaði fréttum af handtöku Hakimis. „Hak- imi lýsti yfir ábyrgð á dauða saklauss fólks. Við vonum að handtaka hans leiði til þess að fleiri verði handteknir.“ ■ Sprengja við landamærastöð Að minnsta kosti sex Afganar fórust, þar af kona og tveir drengir, og 16 særðust,þegar sprengja sprakk á landamærastöð í borg- inni Spin Boldak í Pakistan í gær. Fómarlömbin voru óbreyttir borg- arar sem voru að reyna að komast til Pakistan eða að snúa aftur til Afganistan. Yfirmaður landamæra- gæslusveita sagði að sprengjan hefði verið falin f vatnskrukku nálægt landamæraskrifstofunni. Ekki er ljóst hver bar ábyrgð á árás- inni en Assadullah Khalid, héraðs- stjóri f Kandahar, fordæmdi hana í gær og sagði hana vera „skemmd- arverk óvina Afganistans." ■ Róstursamt vlð upphaf Ramadan Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Bagdad í gær. Bandarískar her- sveitir hófu stórsókn gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta íraks. Dick Cheney segir ekkert fararsnið á hersveitum. Að minnsta kosti fimm fórust í átökum hermanna og uppreisnarmanna í bænum Ram- adi í vesturhluta landsins á mánudag. Þrír fórust og sex særðust þegar mað- ur ók inn í hið svo kallaðá Græna svæði í Bagdad í gær og sprengdi sig i loft upp. Græna svæðið er vfggirt hverfi miðsvæðis í höfuðborginni þar sem meðal annars er að finna ráðuneyti og aðrar stjórnsýslubygg- ingar auk sendiráða Bretlands og Bandaríkjanna. Að sögn lögreglu sprakk bíllinn þegar verið var að leita í honum á eftirlitsstöð við inn- gang inn í hverfið. Árásin átti sér stað á fyrsta degi Ramadan, föstu- mánaðar múslima, en öldur ofbeld- is hafa áður riðið yfir á því tímabili. Stórsókn gegn uppreisnarmönnum Þúsundir bandarískra hermanna hófu stórsókn gegn uppreisnar- mönnum A1 Kaída samtakanna í Efr- atdalnum og víðar í vesturhluta ír- aks í gær. I tilkynningu frá hernum segir að þetta séu umfangsmestu aðgerðir hersins í Al-Anbar hérað- inu á árinu. Með aðgerðunum vilja heryfirvöld koma í veg fyrir starf samtakanna í borgunum Haditha, Haqlaniyah og Barwana sem eru í Efratdalnum. Þau telja að Haditha sé fyrsti viðkomustaður margra erlendra vígamanna sem komi yfir landamæri Sýrlands til að berjast í írak. Aðgerðin kemur í kjölfar annarrar aðgerðar hersins nálægt landamærum Sýrlands sem hófst á laugardag. Á fjórða tug uppreisnar- manna og einn bandarískur hermað- ur höfðu fallið í þeim átökum í gær. Alls hafa 1926 bandarískir hermenn fallið í stríðinu síðan innrásin í írak hófst í mars 2003 samkvæmt upplýs- ingum frá Bandaríska varnarmála- ráðuneytinu. Cheney varar við heim- kvaðningu hersveita Dick Cheney, varaforseti Bandaríkj- anna, varaði við því á mánudag að bandarískar hersveitir verði sendar of snemma heim frá Irak því að þá sé hætta á að landið gæti orðið fyr- ir meiriháttar hryðjuverkaárásum. Stuðningur almennings í Bandaríkj- unum við stríðið hefur minnkað að undanförnu á sama tíma og ekkert lát virðist vera á aðgerðum upp- reisnarmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á það á undanförnum vikum að hún hyggist ekki kalla her- sveitir heim í bráð. ■ Leit að líkum hætt í New Orleans Formlegri leit að líkum þeirra sem fórust í New Orleans þegar fellibyl- urinn Katrín reið yfir borgina hefur verið hætt. Tala látinna var komin í 972 í gær sem er nokkru minna en óttast var í fyrstu. Fyrirtæki sem tek- ið hefur að sér að fjarlægja lík verður þó áfram í viðbragðsstöðu enda má búast við því að tala látinna hækki þrátt fyrir að formlegri leit hafi ver- ið hætt. Borgin er smátt og smátt að taka við sér á ný og á mánudag, fimm vikum eftir að óveðrið skall á henni, hófst skólastarf í nokkrum hverfum hennar. í gær ferðaðist Bill Clinton, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, um Lou- isiana-fylki til að hitta fólk sem komst lífs af úr hamförunum í neyð- arskýli í Baton Rouge, afla upplýs- inga um neyðaraðstoð og heimsækja hverfi New Orleans sem voru illa leikin í óveðrinu. Alls hafa um 100 milljónir Bandaríkjadala safnast í Katrínusjóð Bush og Clintons sem forsetarnir fyrrverandi stofnuðu til aðstoðar fórnarlamba fellibylsins. ■ Nemandi í forskóla í úthverfi New Orleans faðmar aðstoðarmann kennara að sér á fyrsta skóladegi eftir að Katrín reið yfir borgina. Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar: Aðeins 10% Bandarískra karlmanna í kjörþyngd alla ævi Nítíu prósent bandarískra karl- manna ogsjötíu prósentbandarískra kvenmanna eiga við offitu að stríða einhvern tíma á ævinni samkvæmt nýrri og viðamikilli rannsókn. Eftir því sem þeir verða eldri þeim mun hættara er Bandaríkjamönnum við að bæta á sig aukakílóum. „Kannan- ir og aðrar rannsóknir sýna okkur að Bandaríkjamenn eiga við meiri háttar offituvandamál að stríða, en þessi rannsókn gefur til kynna að vandamálið kunni að versna á næstu áratugum,“ segir dr. Elizabeth Na- bel, forstöðumaður Hjarta-, lungna- og dreyrastofnunar Bandaríkjanna sem kostaði gerð rannsóknarinnar. Einnig sýndi rannsóknin að sum- ir þjóðernishópar svo sem þeldökkir og fólk af suður amerískum upp- runa hafa meiri tilhneigingu til að eiga við offituvanda að stríða. „Þó að niðurstöðurnar komi ekki á óvart er ástæða til að hafa áhyggjur af þeim,“ segir dr. Ramachandran Vasan, aðstoðarprófessor við lækna- deild Boston-háskóla, sem stjórnaði rannsókninni. „Ef þessi þróun held- ur áfram mun þjóð okkar þurfa að horfast í augu við veruleg heilbrigð- isvandamál í tengslum við offitu,“ sagði hann. Meirihluti Bandaríkjamanna á viö offitu aö strföa einhvern tíma á ævinni sam- kvæmt nýrri og viðamikilli rannsókn. íran vill viðræð- ur án skilyrða Iranar sögðust í gær vilja taka aftur upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið um kjarnorkumálefni landsins. Við- ræðurnar runnu út í sandinn í ágúst eftir að yfirvöld í Teheran hófu á ný tilraunir til auðgun- ar úrans sem hafði verið hætt eftir að samningur náðist við Frakka, Þjóðverja og Breta í nóvember 2004. Þeir hafna þó að sérstök skilyrði verði sett fyrir því að hefja viðræður á ný en Evrópusambandið vill að íranar hætti úrantilraunum og sýni Alþjóðakjarnorkumála- stofnuninni fulla samvinnu. ■ Indverskir síamstvíburar: Verða væntan- lega aðskildir Bandaríski taugaskurðlækn- irinn dr. Benjamin Carson telur að indversku síamství- burasysturnar Saba og Farah muni lifa af aðgerð sem mun aðskilja þær. Hann vill þó fá niðurstöður frekari prófa í hendurnar áður en hann tekur ákvörðun um að framkvæma hina flóknu aðgerð. „Ef allt fer eftir áætlun geri ég ráð fyrir að þær lifi þetta báðar af,“ sagði Carson í gær. Ef af verður mun hann framkvæma aðgerðina í Indraprastha Apollo sjúkra- húsinu í Nýju Delí þar sem systurnar dvelja. Systurnar sem eru tíu ára eru samgrónar á höfði og eru með sameigin- lega slagæð í heila sem veldur læknum miklum áhyggjum og gerir aðgerðina sérlega vandasama. Að auki hefiir Farah tvö nýru en Saba ekkert. Verði systurnar ekki skildar að er talin hætta á að þær látist innan áratugs þar sem Farah á við hjartveiki að stríða sem gæti riðið þeim báðum að fullu. Lfkur eru taldar á að indversku sí- amstvfburasysturnar Saba og Farah veröi aöskiidar. Móðurást út yfir gröf og dauða Syed Abdul Gafoor, enskupró- fessor f þorpinu Siddavatta á Indlandi, þótti svo vænt um móður sína að hann neitaði að láta greftra hana þegar hún dó fyrir 20 árum. Þess í stað varðveitti hann lík hennar í efnablöndu f glerbúri. Uppá- tækið leiddi til þess að eigin- kona hans fór frá honum og þorpsbúar hunsuðu hann það sem eftir var. Kennarinn lifði í einangrun þangað til hann lést um helgina sextugur að aldri. Samkvæmt eigin ósk var hann borinn til grafar ásamt móður sinni í grennd við moskuna í þorpinu. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.