blaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaðið
Vitnað í Bubba,
Brooks og Lennon
Stefnurœða forscetisráðherra fékk ekki góðar viðtökur hjá þing-
mönnum stjórnarandstöðunnar frekar en búast mátti við. Vitn-
uðu þingmenn VG íýmsafrcega menn í rœðum sínum máli sínu til
stuðnings.
Á meðan Halldór
Ásgrímsson vitn-
aði í Guðmund
Inga Kristjáns-
son frá Kirkju-
bóliístefnuræðu
sinn á Alþingi
litu stjórnarand-
stöðuþingmenn
sér nær í tíma og vitnuðu í ýmsa
þekkta leikara og tónlistarmenn.
Kolbrún Halldórsdóttir reið á vaðið
og sagði ræðu ráðherra minna sig á
bíómynd með Mel Brooks þar sem
hann lék Sólkonunginn og sagði í
tíma og ótíma: „Það er gott að vera
kóngur.“ Hún sagði búning Brooks
hafa verið tilkomumeiri en jakkaföt
forsætisráðherra, en að tónnn í ræð-
umbeggjahafi
verið svipaður.
Hún sagði
sjálfshólið í
ræðu Halldórs
hafa farið út
yfir öll mörk.
H 1 y n u r
Hallsson, þing-
maður VG frá Akureyri bætti um
betur og vitnaði í lög Bubba Mort-
hens og John Lennon. Hann mætti
bindislaus í ræðustól og þegar hann
talaði um Íraksstríðið fór hann með
línurnar úr lagi Bubba og sagði „það
fossar blóð í frelsarans slóð, en faðir
það er vel meint.“ Hlynur lauk svo
ræðu sinni með því að þýða texta
Lennons í laginu Imagine. Eftir að
hafa lýst draumi sínum um framtíð-
arþjóðfélagið sagði hann einhverja
ef til vill kalla sig draumóramann,
og sagði svo „en ég er ekki sá eini
og einn daginn munu fleiri ganga
í lið með okkur, og heimurinn mun
verða sem einn.“ ■
ICELANDAIR
Kominn í loftið
Nýr haustlisti Saga Boutique með miklu úrvali af
nýjum vörum.
Tollfrjáls verslun skýjum ofar.
Náðu þér í eintak af nýjasta Saga Boutique á söluskrifstofum lcelandair,
á ferðaskrifstofum eða um borð í flugvélum lcelandair.
Sími 5050 305
www.sagaboutique.is
^OUTlOyí
, ALfTUMN
tVGA
OUTIQUE
Tollfrjóls venslun skýjum ofsn
Lestur Blaðsins
eykst mUli kannana
Tceplega helmingur íbúa höfuðborgarsvœðisins les Blað-
ið á degi hverjum samkvæmt könnun Gallup sem birt
var ígær. Aukninger álestri Blaðsins á landsvísu.
Tæplega helmingur íbúa höfuðborg-
arsvæðisins les Blaðið á degi hverjum
samkvæmt könnun Gallup sem birt var
í gær. Morgunblaðið og DV voru með
mikla frídreifingu í könnunarvikunni.
Gallup birti í gær fjölmiðlakönnun sína,
sem gerð er á tveggja mánaða fresti. Sam-
kvæmt henni lesa 46,7% íbúa höfuðborg-
arsvæðisins Blaðið að meðaltali á degi
hverjum.Til samanburðarer Fréttablaðið
með 72,2% meðallestur á svæðinu og
Morgunblaðið með 55,4%. (síðustu könn-
un, sem gerð var (júní, mældist Blaðið
með 44,4% á þessu sama svæði, þannig
að talsvert fleiri lesa Blaðið nú en slðast.
Það sama á við á landsvísu, þrátt fyrir
að Blaðið hafi mun minni dreifingu þar.
Þar mælist meðallestur Blaðsins 32,2%
en var 28.7% í síðustu könnun. Athygll
vekur aö Morgunblaðið og DV voru
með mikla frídreifingu á blöðum sinum f
könnunarvikunni, eða tæp 8% hvort blað.
Það má því ætla að meðallestur þessara
blaða sé almennt mun minni en tölurnar
segja til um.
Höfuðborgarsvæðið meðallestur
Fréttablaðið
72,2%
Morgunblaðið
55,4% Blaðið
46,7%
Fjölmiðlakönnun Gallup
Sjónvarpið með 10 af 13
vinsælustu þáttunum
Fréttir RÚV enn vinsælastar og þátturinn Lífsháski
(Lost) á sömu stöð er í öðru sæti. Fréttir Stöðvar 2 eru
síðan íþriðja sœti.
Tæplega 42% landsmanna horfa á frétt-
ir RÚV á kvöldin, samkvæmt könnun
Gallup. Hér er um að ræða uppsafnað
áhorf, þ.e.a.s. hversu margir stilltu
einhvern tímann inn á fréttatímann. Lífs-
háski eða Lost á RÚV er næstvinsælasti
þátturinn í sjónvarpi með 38,4% áhorf.
Fréttir Stöðvar 2 eru síðan í þriðja sæti
með 31 %, og Kastljósið á RÚV í fjórða
sæti með 26,9%. Það var lagið á Stöð 2
er í fimmta sæti með 25,9%. Síðan koma
fjórir þættir hjá RÚV, Tíufréttir, Formúla
1, Söngvaskáld og Út og suður. Vin-
sælasti þáttur Skjás 1 er CSI: New York
með 19,3% áhorf og síðan kemur The
O.C með 18,8%. Af öðrum innlendum
þáttum sjónvarpsstöðvanna má nefna
að stelpurnar á Stöð 2 eru með 22,4%
áhorf, Strákarnir á sömu stöð mælast
með 16,5% áhorf, Island í dag og Island
í bítið eru með tæp 13% og Popppunkt-
ur á Skjá 1 er með 15%.
Vinsælustu þættirnir
1 Fréttir (RÚV) 41,8%
2 Lífsháski (RÚV) 38,4%
3 Fréttir (Stöð 2) 4 Kastljósið (RÚV) 31,0% 26,9%
5 Það var lagið (Stöð 2) 25,9%
6 Tíufréttir (RÚV) 7 Formúla 1 (RÚV) 24,6% 23,4%
8 Söngvaskáld (RÚV) 9 Út og suöur (RÚV) 10 Stelpurnar (Stöð 2) 23,0% 22,9% 22,4%
stærri verslun
meira úrval
frábær tilboð
Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði S.565-5970
www.sjonarholl.is
S777000
‘Hrauníxvr 121
Opnunurtími
Sun - Fim 11-22
Fös og Lau 11-23:30