blaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 21
Duvel frá Belglu - lúmskur djöfull Það er ávallt fagnaðarefni þegar belgískar bjórtegundir bætast í flóruna enda er ekkert ríki sem bruggar jafnmikið af fjölbreytt- um og vönduðum bjór. Bjórinn Duvel frá Moortgat-brugghús- inu er yfirleitt settur í flokk með bestu bjórum heims, en er þó ekki nærri jafn krefjandi og margar aðrar belgískar bjórteg- undir. Duvel er líka yfirleitt bor- inn fram kaldur, á bilinu sjö til átta gráður og helst í kældu belg- miklu glasi í raun eiga allir belg- ískir bjórar „sitt glas” og telst það glæpsamlegt þar í landi ef kráar- eigendur bera bjór fram í „röngu glasi”. Duvel er í raun ekki hægt að flokka með neinum öðrum bjór, en það á reyndar við um sumar af bestu bjórtegundum Belgíu. Þær mynda sem sagt sinn eigin flokk. Duvel er þrígerjaður úr ljósu maltbyggi, ljós og ferskur með mikilli og öflugri froðu. Froð- an er einmitt eitt af einkennum bjórsins. Hún kemur til, þar sem að örlitlum sykri og geri er bætt í flöskuna, en gerið breytir sykrun- um í koltvíoxíð sem skapar þessa miklu froðu. Þetta er gríðarlega bragðmikill bjór með flókið bragð sem tröllríður bragðlauk- unum. Bragðið er hreint og malt- mikið og fyllingin mikil. I raun er ótrúlegt að þetta mildur og fág- aður bjór skuli vera 8,5% að áfeng- ismagni enda er nafnið dregið af því hversu lúmskur djöfull hann er, en Duvel er einmitt djöfull á hollensku. Hægt er að nálgast þennan bjór, sem af mörgum er talinn einn af bestu bjórum veraldar, í verslunum ÁTVR í Kringlunni og Heiðrúnu. Hann kemur í 33CI flöskum og kostar 348 kr, einnig fæst hann á Kaffi- brennslunni. ■ x Ævintýrið byrjaði ýBoston á austurstönd Bandaríkjanna þegar Jim Koch, bruggmeistari lítils brugghúss hóf framleiðslu á SAMUEL ADAMS Boston Lager þar í bæ árið 1985. Markmiðið í upphafi var að framleiða hágæða öl sem hpfðaði til þess hóps neytenda sem gera miklar kröfur um gæði bjórs. Fljótt jókst eftirspurnin og nii er svo komið að þetta "microbrewery" framleiðir SAMUEL ADAMS öl (fjölmörgum afbrigðum til sölu um öll Bandaríkin og um víða veröld. Einungis eru notuð úrvals hráefni við framleiðslu á SAMUEL ADAMS. SAMUEL ADAMS öl hefur fehgið ótal viðurkenningar og verðlaun í alþjóðlegum bjórsamkeppnum. Hinn þekkti bjórsmakkari og greinarhöfundur Stuart A. Kallen, tilnefnir SAMUEL ADAMS öl í bók sinni "The 50 Greatest Beers in the World" sem kom út fyrir nokkrum árum. (bókinni eru aðeins tilnefndar þær 50 tegundir sem greinarhöfundi finnst bera af í bjórúrvali heimsins. Hér á landi er SAMUEL ADAMS BOSTON LAGER, helsta afurð fyrirtækisins seld í vínbúðunum og kostar 355ml flaska Kr 189,- á "Bjórhátíð í Október". Þess má geta að í nóvember og desember kemur á markað SAMUEL ADAMS "WINTER LAGER" (jólabjór) sem margir bíða spenntir eftir. Það er alltaf gaman að smakka góðan bjór, en til að njóta SAMUEL ADAMS, er best að kæla hann hæfilega og drekka úr háu glasi þannig að froðan, sem er þétt og bragðmikil, fái að hjaðna um stund. Maltbragðið er mjög fyllt og lítillega ristað. Eftirbragðið er nokkuð þurrt með meðal beyskju og situr lengi í munni. Liturinn er Ijósbrúnn. SAMUEL ADAMS hentar vel með mat, sérstaklega lambakjöti og nautakjöti. Einnig er gott að marinera grillmat með SAMUEL ADAMS vegna hins sterka bragðs sem einkennir ölið. SAMUEL ADAMS er öl fyrir kröfuharða bjórgæðinga! Líklega einn sá besti í Ameríku SAMUEL ADAMS Boston Lager ÖLMENNING I 21 Bjórinn í sögu- legu samhengi Talið er að bjórinn sé fyrsti áfengi drykkurinn sem orðið hafi til í heiminum og að hann hafi verið búinn til fyrir slysni. Nákvæm dag- setning um hvenær bjór var fyrst bruggaður er ekki til en talið er að hann hafi verið bruggaður áður en ritaðar heimildir komu til sögunnar. Fyrsta heimildin sem til er um gerð bjórs er að finna í British museum í Lundúnum en þar eru til heimildir sem segja að bjórinn hafi fyrst verið bruggaður fyrir um 6.000 árum og það hafi verið í Súmaríu sem liggur milli Tígris og Efras. góðan bjór með mat og þá aðallega á föstum, þar sem ekki var bannað að neyta vökva á föstum, og því var bjór alltaf leyfður. Heimildir eru fyr- ir því að munkar hafi drukkið allt að 5 lítrum af bjór á dag. Munkar hófu síðar að framleiða bjór ekki að- eins til eigin neyslu heldur einnig til sölu og munkabarir voru settir upp og það má með sanni segja að við getum þakkað munkunum fyrir að þróa bragðgóða bjóra. Þeir notuðu til dæmis humal fyrstir til bjórgerð- ar og notuðu hann til að bragðbæta bjór í Belgíu. Þróun bjórsins Ekki er vitað hvernig það kom til að bjórinn var fyrst búinn til en talið er að það hafi verið fyrir slysni þeg- ar brauð hafi blotnað og gleymst en hafi síðan gerjast þannig að bjór- kenndur vökvi hafi orðið til. Vökv- inn var síðar þróaður til fórna fyrir guðina. Veldi Súmatra féll (vonandi ekki út af of mikilli bjórdrykkju) en Babýlónía tók yfir Mesapótamíu og yfirtóku tæknina í bjórbruggun. Vitað er að í Babýlóníu gátu menn bruggað 20 tegundir af bjór. Egypt- ar hófu þróun á bjór þar sem not- að var óbakað deig við bjórgerð og Grikkir og Rómverjar héldu áfram þróuninni. Nokkrum hundruð ár- um eftir fæðingu Krists var neysla bjórs orðin almenn. Síðar litu Róm- verjar þó sífellt meira á bjórdrykkju sem óæðri drykk en vín og hann var einungis drukkinn á jaðarsvæðum þar sem erfitt var að fá vínber. Þá er fjallað um bjór í Eddu þar sem vín var gefið guðunum en bjór tilheyrði þeim dauðlegu. Brauðbakstur og bruggun var í höndum kvenna fyrstu aldirnar eftir fæðingu Krists og þangað til á miðaldir. Bruggun í munkaklaustrum Næst tóku munkar að sér að brugga en ástæðan fyrir áhuga þeirra var aðallega sú að þeir vildu þróa bragð- Lög um bruggun Árið 1516 voru fyrst settar reglur í Þýskalandi um að einungis mætti nota bygg, humal og vatn við brugg- un bjórs en þá var ger ekki notað við bruggun. Þessi lög eru elstu matar- lögin í heiminum og eru enn við lýði í Þýskalandi. Útflutningur á bjór hófst um leið og gæðin urðu betri. Á 14. öld var aðalbjórverksmiðjan í Bremen sem sá um framleiðslu til Hollands en England framleiddi að- allega fyrir Norrænu löndin. Hansa svæðið framleiddi gífurlegt magn af bjór enda framleiddur fyrir Ind- landsmarkað. Tæknilegar uppgötvan- ir breyta bjórgerð Þegar gufuvélin kom til sögunnar hafði það mikil áhrif á bjórgerð og enn þann dag í dag er notast við gufuvélar í Þýskalandi en þá jókst framleiðslan til muna. Aðrar upp- finningar höfðu einnig mikil áhrif á bjórgerð s.s. að hitastig hefur mik- ið með gæði bjórs að gera og farið var að notast við kæliskápa í bjór- verksmiðjum og aðrar aðferðir við geymslu hans. Þá hefur sífellt staðið yfir bragðbæting á bjór sem stendur enn yfir. Bjórinn heldur áfram þró- un sinni og nýjir kaflar eiga eftir að verða skrifaðir á degi hverjum. ■ Tíu söluhæstu bjórtegundirnar í ÁTVR miðað við lítra janúar - september 2005. Tíu söluhæstu bjórarnir Jan - sept 2005 (lítrar) 1 Víking (DS.) 1370.463 Víking Lite (DS.) 770.171 Thule (DS.) 660.269 EgilsGull 532.975 Faxe Premium (DS.) 507441 Tuborg (DS.) 497.185 Carlsberg (DS.) 420.884 EgilsPilsner(DS.) 333.571 Faxe Premium (DS.) 313.981 Heineken (DS.) 300.664 | Alls 5.707.604

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.