blaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 14
blaöid
Otgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
ÁFENGISAUGLÝSINGAR
Með þessu tölublaði Blaðsins fylgir kálfur um öl og ýmislegt
annað það, sem því tengist. Nú er það svo að opinber umfjöll-
un um áfengi hefur löngum verið feimnismál hér á landi, þó
óhætt sé að fullyrða - ef marka má neyslutölur - að áhugi almennings á
öli sé talsverður. Enn frekar staldra menn þó við auglýsingar á áfengum
drykkjum, enda eru þær bannaðar með lögum.
Þetta bann er markleysa og hræsni. Undanfarin ár hafa auglýsingastof-
ur sérhæft sig í að gera auglýsingar um áfengi, sem allir skilja, en hinn
langi armur laganna getur ekki almennilega fest hönd á. Þá má ekki
gleyma því að í vínbúðum og veitingastöðum er áfengi kynnt án þess
að nokkur amist við, fjölmiðlar fjalla um áfengi og hið opinbera situr
beggja vegna borðsins í gervi vínsalans og áfengisvarnafulltrúans. Það
segir sína sögu að hið opinbera hikar ekki við að brjóta eigið auglýsinga-
bann.
En þetta mál snýst ekki aðeins um áfengi og auglýsingar. Hér er tekist á
um það hvort skipti meira máli: tjáningarfrelsið eða réttur yfirvalda til
þess að hafa vit fyrir þegnunum.
Þar hlýtur tjáningarfrelsið að hafa sigur. Á því eiga sem minnstar höml-
ur að vera og auglýsendur eiga ekki að vera annars flokks borgarar í
þeim efnum. Og fleira kemur til, því með banninu eru tekjumöguleik-
ar innlendra fjölmiðla skertir meðan erlend blöð og tímarit eru niður-
greidd af áfengisauglýsingum og þau eru í samkeppni við innlendu
miðlana. Þannig vega þessi lög beint að prentfrelsinu. Að auki eru þau
sérstaklega til þess fallin að menn fari í kringum þau, sem eykur virðing-
arleysi fyrir öðrum lögum, góðum sem slæmum.
En hver er tilgangur laganna um bann við áfengisauglýsingum? Sagt
er að þau eigi að stemma stigu við áfengisbölinu, en enginn hefur sýnt
fram á að það hafi gengið eftir. Þvert á móti jókst áfengisneysla á fslandi
eftir að lögin voru sett árið 1969 jafnt og þétt uns nokkrum árum eftir
að léttvínsstefnan svonefnda var upp tekin. Hún hefur síðan minnkað
undanfarin ár þrátt fyrir aukið frelsi í áfengismálum.
Blaðið hefur það að markmiði að koma mikilvægum upplýsingum til
lesenda sinna, hvort heldur þar ræðir um fréttir, skoðanir, sjónvarpsdag-
skrá eða auglýsingar. Vonandi verða lesendur Blaðsins einhvers vísari
um ölmenningu, en gæti líka verið þingmönnum hvatning til að afnema
þetta bann, sem ekki þjónar nokkrum tilgangi.
Auglýíingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjóm & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aóalslml: 510 3700. Simbréf á f réttadeild: 510.3701. Sfmbréf á auglýsingadeild: 5103711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
Ný sending af
peysum
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaöiö
Skiljanlegar áhyggjur
stjórnarandstöðunnar
Ég hef verið að velta fyrir mér hvaða
land það er sem býr við alla þá gríðar-
legu erfiðleika sem sumir þingmenn
stjórnarandstöðunnar hafa svo mik-
ið dálæti á að tala um og keppast við
að draga upp sem dekksta mynd
af. Lýsingin er eitthvað í þá veru
að þar séu efnahagsmálin í kalda
koli, atvinnuleysið mikið og viðvar-
andi, kaupmáttur heimilanna rýrni
dag frá degi, þorri almennings hafi
hvorki í sig né á, ríkið dæli út fé til
hægri og vinstri án tillits til ytri að-
stæðna, fólkið á landsbyggðinni vilji
ekki atvinnuuppbyggingu og að ef
þeir komist ekld sjálfir til valda og
það strax verði ekkert eftir nema
sviðin jörð.
Með eigin augum
Auðvitað er stundum leiðinlegt í
stjórnarandstöðu en það hlýtur að
vera enn leiðinlegra að horfa í blá-
an himinn og reyna að sannfæra
fólk um að hann sé í raun bleikur
með gulum doppum. Á sama hátt
og hægt er að afsanna þá kenningu
með því að lyfta höfði og horfa til
himins getur hver og einn sannreynt
heimsendakenningarnar í efnahags-
lífinu á einfaldan hátt - með því að
leita að þeirri sviðnu jörð sem sumir
þessara þingmanna sjá. Blasir við
mikið og viðvarandi atvinnuleysi?
Verður fólk vart við rýrnandi kaup-
mátt heimilanna? Vara erlendir fjár-
festar við íslensku viðskiptalífi? Er
skattaumhverfið óhagstætt? Þetta
hljóta að vera nokkur einkenni sem
bera vott um þetta afleita efnahags-
ástand.
En auðvitað er rétt að hafa ekki
bara orð hugsandi íslendinga ein fyr-
ir þessu. Upphefðin kemur að utan.
Þið munið; glöggt er gests augað. En
kannski er ekkert að marka Samein-
uðu þjóðirnar, en lífskjarakönnun
samtakanna setur Island í 2. sætið í
heiminum um hvar best er að búa.
Nú? OECD staðfestir að hér sé meiru
fé varið til menntunar en annars
staðar á byggðu bóli. Skrýtið. Láns-
hæfni íslands erlendis hefur sjaldan
verið betri en nú. Úbbs. Jæja, við
hljótum þó að geta fundið eitthvað
neikvætt í Danmörku því þar eru
menn jú enn sárir út af sambandsslit-
unum. Nei. Jafnvel Danir eru farnir
að hrósa islenskri efnahagsstjórn.
Steingrímur S. Ólafsson
Af sigurvegurum og hinum
Aðalfundur Samtaka iðnaðarins í
Danmörku hélt fund nýverið undir
yfirskriftinni „Meet the Winners".
Málflutningur sumra þingmanna
stjórnarandstöðunnar rímar nú
varla við að ísland flokkist sem
,Winner“. Ha? En samt var þar fjall-
að sérstaklega um Island og framúr-
skarandi árangur á sviði viðskipta
og efnahagsmála.
Er ekki rétt að sumir þingmenn
stjórnarandstöðunnar sendi dönsk-
um iðnrekendum strax bréf og leið-
rétti þetta? Bendi þeim á að hér sé
1 raun og veru allt i vitleysu? Bendi
dönskum iðnrekendum á að það
sé þá röng niðurstaða hjá þeim að
hvergi sé betra að eiga viðskipti í
heiminum en á íslandi og í Banda-
ríkjunum. Bendi þeim á að málstof-
ur þeirra, þar sem umæðuefnið
var hvernig Danir gætu lært af Is-
lendingum til að standa sig betur f
alþjóðlegri samkeppni, hafi verið
eitt stórt gabb? Bendi þeim á að þeir
sem fulltrúar dansks iðnaðar fóru
með fleipur þegar þeir lýstu því yfir
að afar hagstætt og samkeppnishæft
skattaumhverfi á íslandi væri til
fyrirmyndar? Að það sé ekkert að
marka niðurstöður þeirra um að á
íslandi sé ástandið betra en í nær öll-
um löndum heims?
Eða... er kannski nóg að leiðrétta
hugarfar sumra íslenskra þing-
manna, því varla er þetta bara lýð-
skrum?
Höfundurer upplýsingafulltrúifor-
sœtisráðherra.
Klippt & skoríð
H
alldór Blöndal áttl eitruðustu setn-
Ingu kvöldsins f umræðum á Alþingi
um stefnuræðu
forsætisráðherra. Hann
gerði að umræðuefni
ræðu Ágústs Ólafs Ág-
ústssonar, þingmanns
Samfylkingarinnar, og
sagði að sér hefði komið á
óvart að hann skyldi hafa var-
ið henni I að saka Sjálfstæð-
isflokkinn um að hafa haft
rangt við varðandi Baug.
- Sérllagi með hliðsjón af því
að það hefði verið þessi ungi
maður, sem í varaformannskjöri Samfylkingar-
innar hefði náð 900 atkvæðum þó aðeins 500
hefðu verið í salnum! Þingheimur brast í mik-
inn hlátur og enginn virtist glotta eins breitt
og Eyjamaðurinn Lúðvfk Bergvinsson, sem
fékk færri atkvæði en Ágúst í fyrrnefndri kosn-
ingu.
Halldór Ásgrímsson flutti efnisríka
ræðu en ekki varflutningurinn sköru-
legur. Ræðan staðfesti að formaður
Framsóknarflokksins erekki líklegurtil að rífa
sig upp úr þeirri deyfð sem einkennir hann og
flokkinn þessa dagana. Sama var uppi á ten-
ingnum varðandi Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur sem virtist úti á þekju og fjarri því að
slá sóknartóninn sem vantar í forystu hennar.
(samanburði við kraftinn
í keppinaut hennar Stein-
gríml J. Sigfússyni virk-
aði ræða hennar dauflegt
óánægjutuð. Steingrímur
átti næstbestu setningu
kvöldsins þegar hann líkti
viðhorfi stjórnarinnar til efnahagsmála við
það að brennuvargur skammi slökkviliðið fyrir
að slökkva ekki eldana eftir hann. Geir H. Ha-
arde flutti eina bestu ræðu, sem hann hefur
flutt við svona tækifæri, og líður greinilega vel
í hlutverki arftakans.
klipptogskoriddivbl.is
Miðurstaða Klippara um frammistöðu
forystumanna er því að Geir og
Steingrímur deili 1. sætinu, Guðjón
A. Kristjánsson sé einn í 2. sæti, en Halldór
og Ingibjörg Sólrún
vermi botninn. Sig-
urjón Þórðarson
hjá Frjálslyndum
fær bikar fyrir
mestu framför
ræðutækni, en
hann fékk sem
kunnugt er skamm-
arverðlaun JC fyrir að vera versti ræðumaður-
inn á eldhúsdegi um árið. Þau verðiaun telur
Klippari hins vegar að ættu að þessu sinni
lieima hjá Magnúsi Þór Hafsteinssyni
flokksbróður hans. Hann saknaði jafnframt
félaga Ögmundar, félaga Össurar og Guðna
sterka, sem óneitanlega hefðu gert umræð-
urnar fjörlegri.