blaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaðiö Hœtta á hungursneyð í Simbabve Matvælaaðstoð verður að koma tU Simbabve þarf að flytja inn meira korn til að geta fætt að minnsta kosti 2,2 milljónir fólks sem getur ekki séð sér farboða fram að næstu uppskeru að mati yfirvalda i landinu. Alþjóðleg- ar hjálparstofnanir telja aftur á móti að um fjórar milljónir Simbabvebúa eða um þriðjungur þjóðarinnar þurfi á matvælaaðstoð að halda fram að næstu uppskeru sem verður í apríl. Ríkisstjórn landsins hefur lýst því yf- ir að hún muni ekki biðja Matvælaað- stoð Sameinuðu þjóðanna formlega um aðstoð þó að hún fagni framlög- um svo fremi sem að þeim fylgi engin skilyrði. Sydney Mishi, embættismaður í fé- lagsmálaráðuneytinu, hefur upplýst þingnefnd um það að Robert Mugabe, forseti landsins, hefði þurft að láta flytja inn 222.000 tonn af korni til að fæða eldra fólk, munaðarleysingja og fólk sem haldið væri langvarandi sjúkdómum. Frekari innflutningur er í bígerð. „Um 2,2 milljónir manna munu þurfa á matvælaaðstoð að halda vegna þess að þeir hafa ekki fé til að kaupa maís,“ sagði Mhishi. Landbótaáætlun Muga- bes gerir illt verra Þurrki er kennt um uppskerubrest en einnig hefur verið bent á að mat- vælaskorturinn sé alvarlegri en ella vegna þess að lanbúnaður í Simbab- ve hafi hrunið eftir landbótaáætlun Mugabes. Hún gekk út á að landlaus- ir þeldökkir íbúar landsins tóku við býlum hvítra bænda sem hraktir höfðu verið í burtu. í mörgum tilfell- um skorti nýju bændurna þekkingu eða færni til að geta nýtt auðlindirnar sem skyldi. ■ Heilsunudd þegar þér hentar Með fullkominni tölvustýringu og hátækni nuddbúnaði framkallar Rongtai RT-H09 nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá toppi til táar. Með þvi að styðja á hnapp á meðfylgjandi fjarstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. Rongtai nuddstóilinn er hannaður með þig og þínar þarfir í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu G3 til að sannfærast. www.ecc.is ECC Skúlagötu 63 Sími 5111001 Opið 10-18 Blair ogPútínfunda iLondon Vilja efla tengsl ESB og Rússlands Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, takast í hendur á fundi þeirra í Downing-stræti 10 í gær. Rússland og Evrópusambandið ættu að efla frekar samskipti sín á milli að mati Tony Blairs, forsæt- isráðherra Bretlands sem fundaði með Vladimir Pútín, forseta Rúss- lands, í London í gær. „Niðurstöður fundarins í London staðfesta enn á ný að við erum stöðugt að efla sam- skipti okkar,“ sagði Pútín. I fyrradag átti Pútín einnig fund með Blair og Jose Manuel Barroso, formanni framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, og Benita Ferrero-Waldn- er sem fer með alþjóðasamskipti hjá sambandinu. Ýmis mikilvæg málefni voru rædd svo sem efnahags- og viðskiptamál, mannréttindamál og baráttan gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá bar orkumál einnig á góma en Rússar selja í auknum mæli olíu og elds- neyti til landa Evrópusambandsins. Rússar sjá nú þegar um helmingi aðildarríkjanna fyrir jarðgasi og þriðjungi þeirra fyrir olíu. Blair gerði lítið úr vangaveltum um hvort þetta hefði í för með sér að Evrópu- sambandið veigraði sér við að spilla samskiptum sínum við Rússa með því að minnast á viðkvæm málefni svo sem mannréttindabrot í Tétén- íu. „Við tölum á mjög hreinskilinn hátt um málefnin, hvort sem þau tengjast mannréttindamálum eða lýðræði. Við ræddum til dæmis Téténíumálið fyrr í dag,“ sagði Blair og bætti við að þetta snerist ekki um hvort Evrópusambandið væri háð Rússlandi eða öfugt. ■ GRÆNA TEIÐ! Græna teduftið frá Pharma Green er engu líkt. Hvert bréf inniheldur 1 g af kjarnaseyði úr teblöðum (Camellia sinesis). Til að varðveita náttúrulegt jafnvægi efnanna í teblöðunum er kjarnaseyðið virkjað með vatni en ekki alkóhóli eða öðrum leysiefnum. Svo magnað að það rífur í! HIMNESK HOLLUSTA Sundaborg 5 104 Reykjavík s. 554-7273 Eykur orku I Eykur einbeitingu Vatnslosandi Minnkar sykurlöngun Styrkir ónæmiskerfið www.himneskt.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.