blaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 11
blaðiö FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005
Maður ekur hestakerru sinni um götur á kafi í vatni f borginni Veracrus í Mexíkó.
Manntjón og eyðilegg
ing í Mið Ameríku
Meira en 65 manns hafa farist eftir
að fellibylurinn Stan reið yfir Mið
Ameríku. Tré rifnuðu upp með rót-
um, þakplötur fuku af húsum og
brýr eyðilögðust í suðausturhluta
Mexíkó.
Tæplega fimmtíu fórust í höfuð-
borg El Salvador, aðallega út af aur-
skriðum sem fóru af stað eftir gríðar-
legar rigningar sem fylgdu óveðrinu.
Þá þurftu meira en 16.700 íbúar
landsins að yfirgefa heimili sín og
hafast við í neyðarskýlum. Eduardo
Rivera, talsmaðurþeirra sem stjórna
björgunarstarfi, sagði að þetta væri
þjóðarharmleikur og að ekki fyndist
sá blettur á landinu sem ekki hefði
orðið fyrir barðinu á hamförunum.
Nágrannaríkið Hondúras hefur lýst
því yfir að það muni senda neyðar-
aðstoð til landsins og Mexíkó hefur
einnig boðið fjárhagsaðstoð. Flóð í
kjölfar mikilla rigninga ollu einnig
skemmdum á brúm og færðu þjóð-
vegi á kaf víðar í Mið Ameríku. ■
íraksþing lætur undan þrýstingi alþjóðasamfélagsins
Fallið frá breytingum
á kosningareglum
fraska þingið samþykkti í gær að
afturkalla ákvörðun um breyting-
ar á reglum um þjóðaratkvæða-
greiðslu um stjórnarskrá landsins
sem fram fer 15. október. Said
Arikat, talsmaður Sameinuðu þjóð-
anna í landinu fagnaði ákvörðun
þingsins en samtökin mótmæltu
harðlega brey tingunum á reglunum
sem samþykktar voru í þinginu á
sunnudag. Samkvæmt þeim hefði
þurft tvo þriðju skráðra kjósenda í
að minnsta kosti þremur héruðum
af átján til að fella stjórnarskrána í
stað tveggja þriðju þeirra sem mæta
á kjörstað og greiða atkvæði. Þingið
ákvað að hætta við breytingarnar
eftir að hafa verið beitt þrýstingi af
Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkj-
unum. •
Frá Irak
3000 borgarstarfsmenn missa
vinnuna
Um 3000 starfsmenn New Orleans
borgar missa vinnuna í þessum
mánuði vegna sparnaðaraðgerða
í kjölfar fellibylsins Katrínar. Ray
Nagin, borgarstjóri, sagði að það
væri sárt að þurfa að standa að upp-
sögnunum. Hann sagði ennfremur
að borgaryfirvöld hafi reynt vikum
saman að tryggja fjármagn til launa-
greiðslna en án árangurs og því hafi
verið gripið til þessara ráðstafana.
Jafnt faglærðir sem ófaglærðir borg-
arstarfsmenn verða meðal þeirra
sem missa vinnuna. Nagin sagði þó
að lögregluþjónar, slökkviliðsmenn
og aðrir sem sinntu neyðarstarfi
yrðu líklega ekki fyrir barðinu á að-
gerðunum. Gert er ráð fyrir að fólki
verði sagt upp á næstu tveimur vik-
um. _
Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, hef-
ur tilkynnt aö segja þurfi upp um 3000
borgarstarfsmönnum.
SPRENGITILBOÐ
TAKMARKAÐ MAGN
Jámhilla 3 hillur
H 121 x B 62 x □ 21
Verð 12.500
Járnhilla 4 hillur .
H 159 x B 64 x □ 25
Verð 17.500
Hornhilla úr járni
H180 x B 60
Verð 17.500
Handklæði með hekluðum
bekk, 110 cm X 60 cm
Verð 1.400
Veggklukka
H 35 x B 30
Verð 1.700
Blaðagrind úr járni
H 81 x B 32
Verð 4.900
Postulínsdúkka H 60cm
Verð áður 6.900
Verðnú 1.900 £
Gjafabox 6 í setti,
ferköntuð eða hringlaga
Verð 2.500 settið
192§
VERSLUN • VÖRUHÚS
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480
• 10-18 manudaga til föstudaga og 11-16 laugardaga