blaðið


blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 2

blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 2
2 I mWLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaAÍð Staða ellilífeyrisþega: Þriðjungur vart fjárhagslega stæður til að halda heimili Viðrœður standa nú yfir milli Landssambands eldri borgara og stjórnvalda um endurskoðun á tekjustofni eldri borgara. Formaður sambandsins segir verkefnið brýnt. ,Einn af hverjum þremur ellilífeyr- isþegum býr við svo þröng kjör að það gæti rekið eftir fólki að fara inn á stofnanir,” segir Ólafur Ólafs- son, formaður Landssambands eldri borgara. Hann segir að þessi hópur eigi fjárhagslega erfitt með að halda heimili og það ýti þeim fyrr inn á stofnanir en ella. Fulltrúar eldri borgara hafa undanfarinn mánuð fundað með fulltrúum heilbrigð- is- og fjármálaráðuneytis um tekju- stofn ellilífeyrisþega. „Við viljum fá leiðréttingu á kjör- um þessa hóps. Fyrst og fremst vilj- um við að bilið milli ellilauna og launavísitölu verði þurrkað út og að mjög verði dregið úr skerðingum og sköttum ef ellilífeyrisþegar fá sér einhverja vinnu. Einnig viljum við að grunnlífeyrir verði skattlaus,” segir Ólafur. Hann vill þó taka fram að viðbrögð núverandi heilbrigðis- ráðherra við málinu hafi verið mjög jákvæð. Eitt af fimm stærstu í heiminum Róbert Wessman, t.v., og Frederick J. Lynch handsala samninginn f höf uöstöðvum Acta- vis i Hafnarfirði. Actavis hefur gengið frá samningi um kaup á samheitalyfjastarf- semi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma. Með kaupunum hefur Actavis skipað sér í hóp meðal fimm stærstu fyrirtækja á sviði samheita- lyfja í heiminum. Kaupverðið nem- ur um 50 milljörðum íslenskra króna. Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, segir það hafa ver- ið yfirlýsta stefnu fyrirtækisins að komast í hóp þeirra fimm stærstu. Hann telur kaupin til þess fallin að auka arðsemi hluthafanna til lengri tíma litið. Frederick J. Lynch, hjá samheitalyfjasviði Alpharma, sagð- ist vera mjög ánægður með þann gagnkvæma ávinning sem kaupin hefðu í för með sér og sagði það .sérstaklega ánægjulegt að tengjast félagi sem hefur það skýra mark- mið að vera leiðandi á sínu sviði.“ Eftir kaupin mun Actavis vera með sterka markaðsstöðu í Evrópu og Bandaríkjunum og munu um 35% af tekjum þess koma frá Bandaríkjun- um. Framleiðslugeta Actavis eykst einnig verulega en Alpharma er með verksmiðjur í Bandaríkjunum, Bret- landi, Noregi, Kína og Indónesíu. ■ Spennandi ævintýraferðirtil allra heimsálfa með Encounter, Dragoman, Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl. Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eöa á www.exit.is. Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is FærÖ þú MasterCard Ferdaávísun? STUDENTA e it.is Aðstaða aldraðra er misjöfn Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, segir samráðsnefnd ríkis- stjórnarinnar, með fimm ráðherra innanborðs, fara yfir málið um þess- ar mundir. „Tilgangur starfshópsins er að komast að sameiginlegri niðurstöðu um tekjuþróun á síðustu árum og stöðu samkomulags sem gert var fyrir tveimur árum. Svo munum við funda með forystu landssamtaka aldraðra þegar því verður lokið,“ seg- ir Jón. Hann segir það rétt að ellilíf- eyririnn hafi ekki fylgt launavísitölu eins og aldraðir hafi sóst eftir. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim sem eiga að lifa af bótum eingöngu, hafa t.d. takmarkaðan rétt í lífeyris- sjóðum. Aðstaða aldraðra er mjög misjöfn að þessu leyti,“ segir Jón en hann segir að málið verði rætt við fulltrúa aldraðra á næstunni. Skringilegar áherslur Búsetumál aldraðra hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Ólafur segir að stjórnmálamenn beini fólki í raun inn á stofnanir með áherslum sínum. „Við erum með þrisvar sinnum fleiri stofnanarými hér á landi en víðast hvar erlendis en á móti kemur að þjónustuíbúðir eru mun færri og aðstoð utan stofnana sömuleiðs. Stofnanir eru mun dýrari leið og óskiljanlegt að hún sé valin þrátt fyrir ítrekaðar óskir og tilmæli um breytta stefnu.“ „Þar erum við sammála. Við þurf- um að beita okkur fyrir því að auka þjónustu við aldraða úti í samfélag- inu og tryggja að það séu meira en stofnanaúrræði í búsetu. Þar greinir okkur ekkert á,“ segir heilbrigðisráð- herra um málið. ■ Breytingar á 500 kallinum í gær var nýr og breyttur fimm hundruð króna seðill settur í um- ferð af Seðlabankanum. Seðillinn er að mestu eins og sá eldri en á hon- um hafa verið gerðar nokkrar endur- bætur. Breytingarnar miða að því að gera seðilinn öruggari þannig að auðveldara er að greina hann og erf- iðara að falsa. Eldri seðillinn er enn í gildi en reiknað er með að hann hverfi úr umferð að mestu á næstu 12 mánuðum. „Með þessum breyt- ingum erum við að ljúka uppfærslu á okkar seðlaröð,“ segir Tryggvi Pálsson hjá Seðlabankan- um. „Gamli fimm hundruð króna seðillinn kom út fyr- ir tæpum 25 árum. Frá því við byrjuðum á þessum end- urbótum hefur fölsuðum seðlum fækkað verulega. Þó höfum við fengið fjóra falsaða seðla inn á borð til okkar í ár.“ 12 ára fangelsi fyrir fölsun Viðurlög við peningafölsun nema allt að 12 ára fangelsi. Otlitsbreyting- arnar felast í því að fyllt hefur verið út í spássíur að nokkru, bætt hefur verið við öryggisþræði i litbrigðum og komið hefur verið fyrir vatns- merkjum í hornum seðilsins. Vatnsmerkið styrkir seðilinn og ger- ir hann endingarbetri. Ennfremur er á nýja seðlinum reit- ur sem sést í útfjólubláu ljósi ásamt fleiri þáttum sem aðeins verða greindir með sérstökum búnaði. ■ Bakkavör kaupir í Bretlandi Bakkavör Group hefur keypt Hitc- hen Foods plc. í Bretlandi og er kaup- verðið 4,7 milljarðar króna, eða 44 milljónir punda. Hitchen Foods framleiðir ferskt niðursoðið græn- meti og salat fyrir allar stærstu versl- anakeðjur Bretlands. 1 tilkynningu frá Bakkavör segir að aðalávinn- ingur kaupanna sé að öðlast aukna markaðshlutdeild á vörusviði Hitc- hen, en markaður fyrir ferskt niður- soðið grænmeti hefur vaxið um 80% síðan á árinu 2000 og er áframhald- andi vexti spáð. Samningar hafa náðst við helstu stjórnendur fyrir- tækisins um að þeir haldi áfram störfum. Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavör Group, segir yfirtökuna endurspegla stefnu fyrirtækisins um áframhaldandi vöxt á sviði ferskra og kældra tilbú- inna matvæla og segir kaupin „jafn- framt gott tækifæri til að styrkja stöðu okkar á markaðinum fyrir ferskt niðurskorið grænmeti sem vex hratt.“ ■ (~j HeiðskJrt (3 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað i Rlgnlng, litilsháttar //' Rignlng ? ? Súld ^ '1' Snjúkoma 9 * * Slydda ^~J Snjóél ^jj Skúr Amsterdam 13 Barcelona 21 Beriín 09 Chicago 10 Frankfurt 12 Hamborg 12 Helsinki 08 Kaupmannahöfn 11 London 14 Madrid 16 Mallorka 23 Montreal 06 NewYork 12 Orlando 20 Osló 10 París 10 Stokkhólmur 08 Þórshöfn 10 Vín 10 Algarve 20 Dublin 13 Glasgow 12 9 40 9 6° 9 9° 40 9 Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 1021 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 8° logn /// '/A / // 40»° 8° Breytileg 9 Á morgun '// ('A1' '// /'/

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.