blaðið - 18.10.2005, Page 4

blaðið - 18.10.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaðiö Kjarasamningar: Gott ástand á Höfn i Hornafirði Eituref ni láku út Verkalýðs- forystan á fund forsæt- isráðherra Fulltrúar verkalýðsforystunnar ganga til fundar forsætisráð- herra í dag. Ljóst þykir að forsendur kjarasamninga eru brostnar og er markmið fundarins meðal annars að ræða hvort, og þá hvernig, stjórnvöld koma að málinu. í forsendum kjarasamninga er gert ráð fyrir ákveðinni kaup- máttaraukningu lægstu launa. Þær hafa ekki staðist og því gerist annað af tvennu - samið verður um viðbót við kjara- samninginn til að bæta launa- fólki þetta upp, eða að samn- ingnum verður rift um áramót og samið upp á nýtt. Ljóst er að aðilar vinnumarkaðarins kjósa flestir að fyrri leiðin verði farin en ennfremur er ljóst að margir telja að stjórnvöld verði að koma að málinu til að svo megi verða. Hver möguleg aðkoma ríkisins verður liggur ekki fyrir á þessari stundu en nokkrir liðir hafa verið ræddir, svo sem endurskoðun á örorkubirgði lífeyrissjóða, endurskoðun atvinnuleysistrygginga og aukið fé í fullorðinsfræðslu svo eitthvað sé nefnt. ■ Flóðin sem urðu á Höfn í Hornafirði um helgina hafa rénað. Töluvert tjón varð ogflœddi inn í um 20 hús. Unnið er að því að kortleggja þau svœði þar semflœddi inn tilfólks tilþess að skoða hvort megi koma í vegfyrir að ástandiðfrá því um helgina endurtaki sig. Sýra lak úrgámi eftir að farmskipið Akrafell lenti íslœmum sjó rétt fyrir utan land. Slökkviliðið var kallað út í gærnótt til að aðstoða starfsmenn Samskipa við losun gáms þar sem eiturefni höfðu lekið út. Um var að ræða sýru sem getur verið skaðleg mönnum ef hún kemst í snertingu við húð. Pakkningar rofnuðu Gámurinn var um borð í Akrafelli, skipi Samskipa, þegar stæður af járnrörum féllu á hann þegar skip- ið lenti í slæmum sjó rétt fyrir utan land. Gámurinn laskaðist mikið við höggið með þeim afleiðingum að pakkningar sem geymdu sýrurnar rofnuðu. I kjölfarið var haft sam- band við slökkviliðið sem sendi menn í sérstökum eiturefnabúning- um til að losa gáminn. Skipið lagði við Vogabakka í Kleppsvík rétt eftir miðnætti í gær en hreinsun hófst skömmu eftir það. Hreinsun gekk vel Unnið var að hreinsuninni alla nóttina en henni lauk svo í morg- unsárið. Að sögn upplýsingafulltrúa Samskipa var aldrei hætta á ferðum og unnið var eftir sérstökum örygg- isreglum sem eiga við í svona tilvik- um. Samkvæmt slökkviliðinu var sýran þess eðlis að hún myndaði ekki eiturefnaský og auðvelt reynd- ist að ganga frá henni eftir að búið var að losa gáminn úr skipinu. ■ Akrafellið við bryggju í gærmorgun. Um 300 lítrar af sýru reyndust vera í gámnum sem skemmdist. „Staðan er bara góð núna, allir poll- ar að hverfa og nú erum við að skrásetja það tjón sem orðið hef- ur,“ segir Helgi Már Pálsson, fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverfis- sviðs bæjarins. „Það flæddi inn í um það bil 20 hús, inn í kjallara og eitt- hvað af íbúðum. Húseigendatrygg- ing bætir tjón á húsnæðinu sjálfu og þeir sem eru með heimilistrygging- ar fá tjón á húsgögnum sínum bætt Helgi segir að það hafi ekkert farið úrskeiðis í sambandi við lagnakerfi bæjarins. „Það klikkaði í raun ekk- ert en úrkoman var svo gífurleg að kerfin eru engann veginn hönnuð með þetta mikla úrkomu í huga frek- ar en í öðrum bæjum. Hins vegar er- um við að kortleggja flóðasvæðin og þar sem hefur flætt inn og við mun- um í framhaldinu skoða hvort hægt sé að gera einhverjar úr- bætur á þeim svæðum ef svona ástand myndi skapast aftur. En þetta er bara eitthvað sem menn verða að lifa við held ég, að svona tjón verði öðru hvoru.“ Skemmdir urðu einn- ig nokkrar á gangstéttum og hellulögnum í bænum þegar sandurinn undir lögnunum fór á hreyfingu. Orkoman í bænum var alveg gríðarleg segir Helgi. „Mér skilst að úrkoman á þessum eina sólarhring hafi nálgast það að vera jafnmikil venjulegri úrkomu í okt- óbermánuði. Það gerði okkur líka erfitt fyrir hve mikið lauffall hefur verið að undanförnu sem olli þvi að niðurföll stífluðust sem og dælurn- ar sem við notuðum til að draga úr vatnsmagninu.“ Jón Bjarnason hjá Vegagerðinni sagði að verið væri að vinna að viðgerðum á þeim stöð- um sem skemmdust í rigningunum og aurskriðunum sem fylgdu í kjöl- farið og gengu viðgerðir ágætlega. „Ástandið er bara nokkuð gott, enda hætt að rigna og það er fyrir öllu.“* nnimnnn Tveir litir Hvítt-Silfur Ljosmyml/hornatjordur.is Starfsmenn bæjarins og slökkviliðsins lentu í vandræðum með að dæla vatni í burtu vegna nýfallinna laufa sem stífluðu dælurnar. Korpuskóli tekinn í notkun Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók formlega í notkun nýja skólabyggingu fyrir Korpuskóla f gær. Skólinn, sem hannaður er af teiknistofu Arkís ehf, rúmar 170 grunnskólanemend- ur og er hluti hússins hannaður sem leikskóli. Ráðgert er að nýta megi það rými fyrir leikskólabörn þegar grunnskólanemendum fækkar. Um 220 nemendur stunda nám í Korpuskóla í dag en áætlað er að þeim muni fjölga upp f 260 á næstu árum. Pljótlegt að koma við og taka með sér rétti Græna línan, Bæjarhrauni 4, S;565-2075 564 0950 —, * PUSTÞJONUSTA Smiójuvegur 50, Kóp., sími: 564 0950 Setfum [prf]sGlte[fíir] í allar geróir bíla Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til! Launamál: Aukið gegn- sæi fyrir launþega Borgarstjórnarflokkur sjálfstæð- ismanna í Reykjavík vill leggja til að framvegis verði sérstak- lega sundurliðað á launaseðli borgarstarfsmanna skipting opinberra gjalda milli ríkis og sveitarféíags. Með þessu vilja sjálfstæðismenn auka á gegnsæi fyrir launafólk og líka að það átti sig betur á uppbygg- ingu skattkerfisins. Þeir benda á að í launaseðlum sé ítarleg sundurliðun á nærri öllum frádráttarliðum nema sköttum og fólk geri sér ekki alltaf grein fýrir því að þeir skiptast milli tveggja stjórnsýslustiga. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.