blaðið


blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 20

blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 20
28 I MENNING ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaöiö Konan sem lífiö tróð niður i skitinn ur í Hafnarfirði, frumrit Sigurðar Benediktssonar með hans hendi. Hvert skref í samningu þessarar ævisögu hefur því verið eltingar- leikur við týnda handritið. Ég sá strax að þarna var magn- að efni á ferðinni og þegar ég var búinn að lesa handritið, sem hafði legið í 6o ár í skúffum, varð ég að skrifa bókina. Þarna er kona sem er nýsloppin frá einum umdeildustu réttarhöldum Islandssögunnar. Hún fæddi sex börn en ól einungis eitt upp sjálf. Hin fóru í fóstur eða voru á hrakhól- um hjá mismun- andi vandalausu fólki. Hún var á framfæri hins opinbera og und- ir eftirliti félags- málayfirvalda stóran hluta ævi sinnar. Eins og hún orðaði það sjálf: Þetta var ævisaga konu sem lífið hafði troðið niður í skítinn.“ Erfitt líf Er þetta gott handrit? „Handrit Láru er sama marki brennt og allar aðrar ævisög- ur. Hún velur hvað hún vill segja okkur. Hún afhjúpar sjálfa sig og segist ekki hafa haft neina miðils- hæfileika. Lífið og erfiðar kring- umstæður og mikil eftirspurn eft- ir svona starfsemi hafi ýtt henni út í þetta. Hún segist hafa séð huldu- fólk og leikið sér við það þegar hún var ung stúlka og séð þá ýmsa hluti sem voru ekki af þessum heimi. Þegar hún var 14 ára datt hún af hestbaki og fékk þungt höfuðhögg og segir að þá hafi þessi hæfileiki horfið. Þetta er ekki bara ævisaga miðils heldur líka ævisaga konu sem var mikil tilfinningavera, óskaplega skapstór og fékk þann beiska kal- eik í vöggugjöf að vera einstaklega falleg og gædd miklum persónu- töfrum þannig að allir karlmenn féllu fyrir henni. Það gerði líf henn- ar erfitt því eins og hún segir sjálf þá var hún talhlýðin vingull. En Páll Ásgeir, höfundur ævisögu Láru miðils:„Þetta er ekki bara ævisaga miðils heldur Ifka ævisaga konu sem var mikil tilfinningavera, óskaplega skapstór og fékk þann beiska kaleik í vöggugjöf að vera einstaklega falleg og gædd miklum persónutöfrum þannig að allir karlmenn féllu fyrir henni." lífið breytti henni í ófreskju, segir hún. Hún varð sinn helsti óvinur. Handrit hennar er fullt af mótsögn- um og sumt er sennilega lygi. En hvaða ævisaga er það ekki? Ég fór þá leið að lesa allt sem hefur birst op- inberlega um hana og fékk sérstakt leyfi þjóðskjala- varðar til að fara í mál- skjölin frá réttarhöldun- um árið 1940. Það sem þar var að finna varpaði nýju ljósi á margt af því sem Lára segir og það sem hef- ur verið sagt um hana. Þannig varð til ný saga þessarar um- deildu konu, saga sem var ekki aðeins saga hennar eins og hún vildi segja hana heldur sag- an öll eins langt og fyrirliggjandi heimildir eru til um.“ Saga sem er sameign þjóðarinnar Ættingjar Láru hafa lýst sig mjög andvíga útgáfu þessarar sögu. „Ég veit að þetta mál liggur að miklu leyti í þagnargildi í fjölskyldunni. Þetta er ekki sérlega skemmtileg arfleifð þannig að það er eðlilegt að fjölskyldan sé ekki hrifin af því að þessi saga sé sögð,“ segir Páll Ásgeir. „Það sem fólk þarf að hafa í huga er að saga Láru miðils er ekki einkaeign fjölskyldunnar. Hún er sameign þjóðarinnar, hluti af menningar- og félagssögu okk- ar og varpar fróðlegu ljósi á svo margt í samfélaginu, sérstaklega á fyrri tímum. Við getum ekki stung- ið þessari sögu undir stól.“ _ SÖLUMENN ÓSKAST ,Það er ýmislegt í aðdraganda þessa máls sem minnir á Da Vinci lykilinn,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirs- son, höfundur ævisögu Láru mið- ils, sem kemur í bókaverslanir á morgun. „Forsaga málsins er sú að 1996 skrifuðum við Bjarni Guð- marsson sagnfræðingur bók sem heitir Ekki dáin bara flutt, saga spíritismans frá upphafi til 1930. Sú bók endar á sögu Láru og réttar- höldunum. Fljótlega eftir að sú bók kom út frétti ég að til væri hand- rit að ævisögu hennar eftir hana sjálfa. Ég trúði þessu ekki fyrr en óljúgfróður blaðamaður, sagnfræð- ingur, lýsti því fyrir mér hvernig hann hefði heyrt lesið upp úr hand- ritinu á áttunda áratugnum. Ég komst að því að handritið væri til og í vörslu Guðrúnar Vilmundar- dóttur, ekkju Gylfa Þ. Gíslasonar. Ég átti í nokkrum samningavið- ræðum við þá fjölskyldu um að fá að komast í handritið. Það leyfi var ekki veitt því Guðrún vildi ekki rjúfa trúnað við þann sem gaf henni handritið, sem var Sigurð- ur Benediktsson sem færði það í letur. Þá lagði ég málið á hilluna en komst svo að því fyrir tilviljun að annað eintak úr eigu Sigurðar Nordals kom inn á handritadeild Landsbókasafns haustið 2003 og er þar kvaðalaust. Ég taldi mig vita um eitt eintak enn sem hafði verið í vörslu Láru sjálfrar en Stein- grímur heitinn Sigurgeirsson, sem var giftur henni, sagði mér að það hefði verið brennt.“ Magnað efni Páll Ásgeir fór á Landsbókasafnið og fékk afrit af handritinu og þá kom í ljós, samkvæmt nótum sem fylgdu því, að til hefðu verið fjögur eintök. Síðan hefur komið í ljós að þau hafa sennilega verið fimm eða fleiri. Fyrir fáeinum dögum kom upp á yfirborðið, úr einkaeign suð- Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum í fulla vinnu. £ Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum vexti með skemmtilegu fólki. Góðir tekjumögu- leikar fyrir gott fólk. I Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.